Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 170 svör fundust
Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?
Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...
Af hverju er öskudagur haldinn hátíðlegur?
Öskudagur er upphafsdagur lönguföstu, miðvikudagurinn í 7. viku fyrir páska. Dagsetning hans getur sveiflast á milli 4. febrúar til 10. mars. Öskudagur hefur lengi verið mikilvægur í katólska kirkjuárinu og nafn hans er dregið af því að þá er sums staðar ösku dreift yfir höfuð kirkjugesta, og til þess notaður jafn...
Hvað er erfðamengun?
Margar tegundir lífvera mynda staðbundna stofna. Stofnar þessir eru oft vel erfðafræðilega aðgreindir frá öðrum slíkum stofnum. Sá munur stafar af erfðafræðilegri einangrun og náttúruvali. Þannig verða stofnar aðlagaðir að því umhverfi sem þeir búa við og gerist sú aðlögun með náttúruvali. Ef við tökum laxf...
Er eitthvað raunverulega ókeypis?
Það fer nú dálítið eftir því hvaða skilning menn leggja í „ókeypis“. Margt kostar nefnilega ekki pening. Sem dæmi mætti nefna bros, hrós eða faðmlag. Í ensku er til orðatiltækið „The best things in life are free“ sem mætti þýða eitthvað á þá leið að það besta í lífinu sé ókeypis. Ef við lítum svo á að „ókeypis“ þý...
Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?
Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á...
Hvers vegna komu fyrstu landnámsmennirnir til Íslands?
Á Vísindavefnum er til ýtarlegt svar við spurningunni Hverjar eru helstu ástæður landnáms? Þar fjallar Orri Vésteinsson almennt um það af hverju fólk nemur land. Í svarinu er gerður gagnlegur greinarmunur á þeim sem fá hugmyndina og skipuleggja landnám og þeim sem framkvæma það, það er flytja til hins nýja lands. ...
Af hverju er maður með astma?
Astmi er langvinnur bólgusjúkdómur í berkjum. Í astmakasti leiða vöðvasamdráttur og bólgubreytingar í berkju til þrengsla í öndunarvegi. Sjúklingurinn finnur fyrir andþyngslum, mæði, hósta og surgi eða ýli sem heyrist við útöndun. Þessi einkenni þurfa þó ekki öll að vera til staðar samtímis. Sumir astmasjúklingar...
Hver var Jean-Paul Sartre og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Jean-Paul Sartre fæddist 21. júní 1905 í París. Faðir hans Jean-Baptiste sem var sjóliðsforingi veiktist og dó þegar Sartre var rúmlega árs gamall. Sartre flutti þá með móður sinni Anne-Marie til móðurforeldra sinna, þar sem hann ólst upp innan um bækur afa síns Charles Schweitser. Í Orðunum1, endurminningum Sartr...
Af hverju eru sumir menn svartir en aðrir hvítir?
Fyrir nokkru var spurt hér á Vísindavefnum Af hverju eru menn með jafnheitt blóð? Í svarinu við þeirri spurningu var gerður greinarmunur á tvenns konar spurningum: Annarsvegar "hvernig" og hinsvegar "af hverju" eða "til hvers" spurningum. Hér er spurt samkvæmt seinni gerð spurninga, af hverju menn eru svartir (þe...
Hver er staða kvenna innan Kwermin-ættflokksins í Papúa Nýju-Gíneu?
Fyrst verð ég að leiðrétta þann misskilning að Kwermin-fólkið sé einn ættflokkur. Svo er ekki heldur vísar nafnið Kwermin til fólks af ólíkum ættflokkum sem býr á tilteknu landsvæði í fjallendi Papúa Nýju-Gíneu. Staða Kwermin-kvenna hefur breyst mjög mikið á undanförnum áratugum, eða frá því að fulltrúar áströl...
Hvaða mannsnafni getur þú hent í annan?
Við svörum yfirleitt ekki gátum eða þrautum sem okkur eru sendar. Bæði eru þær strangt tekið utan við verksvið okkar og auk þess er lesendum yfirleitt lítill greiði gerður með því að fá svör við gátum án þess að þurfa að velta þeim fyrir sér. Venjulega gera menn þá kröfu til slíkra þrauta að þær hafi eina og að...
Hvaða umhverfisrök hefur fólk gegn virkjanaframkvæmdum?
Hér er gengið út frá því að einkum sé átt við “umhverfisrök" í merkingunni “náttúrufarsleg” eða “vistfræðileg” rök. Umhverfisrök eru aðeins ein tegund af þeim rökum sem heyrast í umræðu um virkjanir, en önnur rök sem notuð eru mætti flokka sem hagfræðileg, trúarleg, tilfinningaleg, menningarleg, siðfræðileg, vísi...
Er hægt að búa til tölvur sem læra, til dæmis með því að forrita sig sjálfar?
Eins og lesa má í svari mínu við spurningunni Er líklegt að í framtíðinni verði hægt að búa til greindar vélar? eru þegar til vélar sem læra. Fæstar þeirra skrifa þó sín eigin forrit, að minnsta kosti ekki í bókstaflegri merkingu. Í raun er mjög einfalt að búa til forrit sem skrifar eigin forrit. Sumir vefþjón...
Hvað gerir hóstarkirtillinn?
Hér er svarað spurningunum:Hvaða hlutverki gegnir hóstarkirtillinn? Hvar er hóstarkirtillinn staðsettur? Hóstarkirtill eða týmus (e. thymus) eins og hann er einnig kallaður, tilheyrir ónæmiskerfi líkamans. Hóstarkirtill er í raun ekki réttnefni þar sem hann er ekki kirtill heldur bleikgráleitt, tvíblaða líffæri ...
Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...