Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1071 svör fundust
Hvar vex fjalldalafífill?
Fjalldalafífill (Geum rivale), einnig kallaður biskupshattur, er blómplanta af rósaætt (Rosaceae) en til þeirrar skrautlegu ættar teljast rúmlega 2000 tegundir í um 100 ættkvíslum. Kjörlendi fjalldalafífilsins eru grasríkir móar og hvammar og gil sem eru ekki þurr. Fjalldalafífillinn er algengastur á Vestur- og...
Hverjir voru Serkir?
Orðið Serki er eiginlega samheiti orðsins Mári en það var notað um íbúa Norður-Afríku. Einnig kölluðu menn múslíma í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs Serki. Serkland var þá land Serkja í Norður-Afríku, Marokkó og Alsír og Serkland hið mikla er Afríka. Orðið Serkland kemur nokkrum sinnum fyrir í Heimskringlu, ...
Hvað var Gordíons-hnúturinn?
Gömul goðsaga hermdi að því hefði verið spáð fyrir Frýgíumönnum aftur í grárri forneskju að konung þeirra myndi bera að garði í vagni. Þeir töldu spádóminn hafa ræst þegar Gordíos nokkurn bar að garði í vagni sínum. Gordíos var umsvifalaust gerður að konungi Frýgíumanna og nafni borgarinnar breytt í Gordíon. Hann ...
Hvernig myndaðist Svínahraun?
Svínahraun hefur runnið úr Eldborg undir Lambafelli, árið 1000 (eða 999) að því talið er. Gosið tengist þessari sögu frá kristnitökunni á Þingvöllum: Þá kom maður hlaupandi og sagði, að jarðeldur var upp kominn í Ölfusi og mundi hann hlaupa á bæ Þórodds goða. Þá tóku heiðnir menn til orðs: „Eigi er undur í, að go...
Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?
Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...
Hvernig fluttist enska frá Germönum til Englendinga?
Norrænn þjóðflokkur, sem nefndist Englar, ríkti upphaflega á Suður-Jótlandi, í Slésvík og á Holtsetalandi (Holstein). Á 2. öld og fram á 6. öld varð mikil hreyfing á germönskum þjóðflokkum. Meðal þeirra flokka sem færðu sig úr stað voru Englar en þeir, ásamt Jótum og Söxum, lögðu undir sig mestan hluta Englands á ...
Hvað eru margar steypireyðar til í heiminum?
Steypireyður er stærst hvala og stærsta dýr jarðarinnar. Vegna ofveiði hefur steypireyðum fækkað gífurlega á síðustu 60 árum. Tegundin er nú nánast útdauð í Norður-Atlantshafi og heildarfjöldi steypireyða er einhverstaðar á bilinu 6500 til 14000. Sem betur fer eru þær nú alfriðaðar. Steypireyðurin étur aðalle...
Bera allir Sikhar sama eftirnafn?
Ég hef heyrt að trúflokkur manna á Indlands/Pakistan-svæðinu sem kallast Sikhar hafi allir sama eftirnafn. Hvers vegna? Sikha-trú er eingyðistrú og skyld bæði hindúatrú og íslam. Sikhar eru um 23 milljónir og langflestir búsettir í Indlandi. Samkvæmt trúarhefð Sikha bera allar konur millinafnið Kaur, sem...
Við hvað er átt þegar sagt er „ekki verður bókvit í askana látið”?
Með orðinu bókvit er átt við þann lærdóm sem fenginn er úr bókum. Máltækið ekki verður bókvit í askana látið er ekki mjög gamalt, tekist hefur að rekja það aftur á miðja 19. öld. Átt er við að lærdóm, fenginn úr bókum, sé ekki hægt að skammta mönnum, þeir verði að hafa fyrir því sjálfir að afla sér hans. Áður fyrr...
Hver hefur 'marga fjöruna sopið'?
Orðasambandið e-r hefur marga fjöruna sopið er notað um þann sem hefur öðlast mikla reynslu og þroska, oft vegna einhverra erfiðleika. Dæmi um það í þessari mynd eru til í ritmálssafni Orðabókar Háskólans allt frá síðari hluta 18. aldar og er þar bent á að líkingin sé sótt til lífs sela. Heldur eldra eða frá uppha...
Eru fiskar í Dauðahafinu?
Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli. Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem ...
Hvaða hlutabréf er best að kaupa?
Spyrjandi spyr í raun tveggja nær óskyldra spurninga, eins og sést hér neðst í svarinu. Annars vegar er spurt hvaða fyrirtæki best sé að kaupa á hlutabréfamarkaðinum. Hins vegar er spurt hvaða fyrirtæki sé best að kaupa í leik þar sem sigurvegarinn er sá sem nær hæstri ávöxtun á ákveðnu tímabili á þau bréf sem han...
Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?
Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...
Hvers vegna er mannkynið svo erfðafræðilega einsleitt sem raun ber vitni?
Eins og fram kemur í svari Agnars Helgasonar við spurningunni Eru kynþættir ekki til? er tegundin maður (Homo sapiens) óvenju einsleit í skilningi erfðafræðinnar þrátt fyrir landfræðilega útbreiðslu sem spannar nær öll landsvæði jarðar. Það er því ekki óeðlilegt að sú spurning vakni hvers vegna tegund okkar er svo...
Hver var þessi Murphy sem lögmál Murphys er kennt við?
Hið svonefnda lögmál Murphys (e. Murphy's Law) hljóðar svona á ensku:If anything can go wrong, it will.Á íslensku er hefð fyrir því að þýða það eitthvað á þessa leið:Ef eitthvað getur farið úrskeiðis, mun það gera það. Nokkrar tilgátur er á kreiki um hvers vegna lögmál þetta var eignað manni að nafni Murphy og ei...