Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 117 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvenær fóru menn að nota orðið verðbólga á íslensku?

Orðið verðbólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efnahags- og stjórnmálalíf á undanförnum áratugum. Þetta hagfræðilega fyrirbæri, sem þykir hafa einkennt íslenskt efnahagsástand á löngum köflum, hafði fremur hægt um sig um skeið en hefur heldur betur náð sér á strik á undanförnum mánuðum. Einfö...

category-iconVísindi almennt

Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?

Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður? Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmu...

category-iconLandafræði

Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?

Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera "moldríkur"?

Mold- í moldríkur ‘mjög ríkur’ er herðandi forliður eins og til dæmis lauk- í laukréttur, ösku- í öskureiður, eld- í eldklár og stein- í steindauður. Það er af sama stofni og mold ‘jarðefni, jarðvegur’ og er líkingin sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti...

category-iconHagfræði

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

category-iconVísindi almennt

Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega réttlætanlegt að eyða 190.000 kr. í iPhone 5? - Myndband

Þessi spurning snýst bæði um siðferðislega og efnahagslega þætti en stjórnmál ganga einmitt út á samspil þeirra. Stjórnmál fjalla að miklu leyti um samband okkar við aðra og það kerfi sem stýrir þeim samskiptum. Hins vegar er hér verið að spyrja um hvort ákvörðun einstaklings um kaup á tiltekinni vöru séu réttmæt....

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á jákvæðri og neikvæðri styrkingu?

Það er gífurlega mikilvægt fyrir bæði menn og dýr að geta lært af reynslunni. Rándýr sækja á þá staði þar sem þau hafa áður fengið æti. Ef geitungur stingur mann er líklegt að maður sveigi fram hjá slíkum kvikindum í framtíðinni. Brennt barn forðast eldinn. Þegar tiltekin hegðun minnkar eða styrkist í sessi vegna ...

category-iconFélagsvísindi

Er tvö þúsund króna seðill verðmætur?

Tvö þúsund króna seðill hefur ekkert sérstakt verðmæti umfram það sem á honum segir. Hann er sem sé tvö þúsund króna virði. Það má því kaupa fyrir hann jafnmikið og fyrir til dæmis tvo þúsund krónu seðla eða fjóra fimm hundruð króna seðla. Tvö þúsund krónu seðlar eru hins vegar frekar lítið notaðir og því alge...

category-iconHagfræði

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...

category-iconHagfræði

Af hverju eru verðbréf ekki tekin með í mælingum á verðbólgu?

Spyrjandi bætti einnig eftirfarandi skýringu við spurninguna: Er hugsunin þá sú að þegar verðbréf hækka þá séu raunveruleg verðmæti á bakvið? En hvað með þegar fyrirtæki kaupa eigin bréf og þrýsta þannig eigin verðmæti upp, t.d. eins og gerðist hér hjá bönkunum fyrir hrun? Mælingar á vísitölu neysluverðs by...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hagkvæmara að byggja borg þétt eða dreift?

Það er hagkvæmara að byggja borg þétt heldur en dreift og má skipta ástæðunum fyrir því í stórum dráttum í þrennt. 1. Kostnaður við uppbyggingu borgar Flest það sem þarf til að byggja borg eða borgarhverfi verður dýrara ef byggðin er dreifð, einfaldlega vegna þess að ýmis stofnkostnaður verður meiri, það er að...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...

Fleiri niðurstöður