Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 93 svör fundust
Hvernig er alheimurinn á litinn?
Alheimurinn nær til alls sem við þekkjum, og er þar með það litríkasta sem hugsast getur! Við sjáum þó ekki alla þessa litadýrð frá jörðinni. Plánetan jörð er í grennd við sólina, sem er hluti af stjörnuþokunni okkar sem kallast Vetrarbrautin. Utan um þessi fyrirbæri alheimsins er gashjúpur sem gleypir suma lit...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...
Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...
Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er það sem greinir eyju frá landi?Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa? Af hverju er Ástralía ekki eyja?Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja? Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru ...
Hvernig verkar þessi skynvilla?
Upphaflega var spurningin svona: Hæ. Meðfylgjandi "sjónhverfing" barst mér í tölvupósti fyrir stuttu. Getið þið útskýrt hvernig þetta virkar? Slakið á og horfið einbeitt í um 30 sekúndur á miðja myndina. Ekki hreyfa augun. Beinið svo sjónum ykkar að tómum vegg, helst ljósmáluðum. Þið munuð sjá ljóshring. Blikkið...
Hvernig og hvenær myndaðist Öræfajökull?
Eldstöðin Öræfajökull myndaðist við síendurtekin eldgos frá sprungum er smám saman byggðu upp mikið eldfjall með sigdæld eða öskju í kolli. Líkast til hefur engin virk eldstöð orðið fyrir eins miklum áhrifum af jöklum og ís sem Öræfajökull. Landslag var mun minna í Öræfasveit þegar eldgos hófust í eldstöðinni, hæs...
Viltu segja mér allt um merði?
Merðir eða marðardýr (Mustelidae) er stærsta ættin innan ættbálks rándýra. Núlifandi marðardýrum er skipt í fimm undirættir; otra (Lutrinae), greifingja (Melinae), hunangsgreifingja (Mellivorinae), merði (Mustelinae) og sléttugreifingja (Taxidiinae). Þessar undirættir skiptast síðan í 24 ættkvíslir og 56 tegundir....
Hver sigldi fyrstur umhverfis jörðina?
Fyrsta hnattsiglingin er venjulega kennd við portúgalska sæfarann Magellan. Rétt er að hann fór fyrir fyrsta leiðangrinum sem sigldi umhverfis jörðina, en sjálfur náði Magellan þó ekki að ljúka ferðinni þar sem hann lést áður en hringnum var lokað. Ferdinand Magellan fæddist í norðurhluta Portúgals um 1480. Ung...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Hvað eru hjartsláttartruflanir?
Hjartsláttartruflun er hvers kyns truflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartsláttartruflanir valda ýmist hægatakti, hraðtakti eða aukaslögum og geta átt uppruna frá hjartagáttum, sleglum eða í vefnum þar á milli. Sumar hjartsláttatruflanir eru einkennalausar en aðrar geta verið lífshættulegar. Hjartslætti er undir...
Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna. Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðb...
Getið þið útskýrt fjórðu víddina?
Skuggi sem venjuleg teningsgrind varpar er tvívíð mynd en fjórvíð teningsgrind gæti varpað þrívíðum skugga. Hér er slík skuggamynd af fjórvíðri teningsgrind í snúningi. (Smellið til að sjá hreyfimynd.)Í þessu svari verður að mestu skoðuð svokölluð evklíðsk rúmfræði, þar sem fjarlægðir eru líkar því sem við eigum a...
Hvernig verkar tölvupóstur?
Þegar maður sendir tölvupóst fer af stað löng atburðarás sem lýkur yfirleitt nokkrum sekúndum síðar er pósturinn lendir á áfangastað. Ef ég ætlaði að senda þessa grein í tölvupósti myndi ég ýta á "Senda" takkann á póstforritinu mínu. Þá gerist eftirfarandi: Póstforritið byrjar á að mynda skjalið sem verður ...
Hefur samtímalist einhver áhrif á samfélagið?
Þessari spurningu er óhætt að svara játandi. Samtímalist hefur haft bein áhrif á mörg ólík svið samfélagsins, svo sem listkennslu, liststofnanir, borgarlandslag, menningarlíf, listmarkaði, og sér í lagi á heimspekilega og hugmyndafræðilega þenslu listhugtaksins. Afleiðingin er meðal annars gjörbreytt reynsla áhorf...
Hvað er evklíðsk rúmfræði?
Mannfólkið hefur haft þörf fyrir stærðfræði frá því fyrstu skipulögðu samfélögin tóku að myndast. Hve miklar eignir á einstaklingur? Hversu mikinn skatt á hann að greiða? Slíkar spurningar fela í sér reikning. Hversu stór er landareign? Hvernig skal skipuleggja gatnakerfi borgar? Hvernig skal hanna byggingu? En ...