Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 424 svör fundust

category-iconHugvísindi

Tala englar táknmál?

Táknmál er alvöru mál eins og önnur tungumál. Ef maður vill tala við og skilja þá sem hafa táknmál sem móðurmál er jafnmikilvægt að skilja það mál eins og að kunna íslensku eða arabísku ef maður vill tala við þá sem hafa þau móðurmál. Englar geta talað við öll börn og fullorðna á öllum heimsins tungumálum; ís...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Endar geimurinn eða er hann alveg endalaus?

Í þessari spurningu felast nokkrar aðrar, til dæmis þessar: ef geimurinn endar, hvað er þá þar fyrir utan og ef geimurinn er endalaus merkir það þá að hann hafi átt sér upphaf og hvað gerðist þá fyrir upphaf alheimsins? Í svari við spurningunni Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak v...

category-iconHugvísindi

Hvenær og hvers vegna lagðist byggð norrænna manna á Grænlandi niður?

Um þetta hefur fræðimenn greint á bæði fyrr og síðar. Loftslag fór kólnandi á næstu öldum eftir að norrænir menn settust að á Grænlandi. Landkostir og náttúrufar eru þar öðruvísi en menn höfðu átt að venjast og landið harðbýlla mönnum sem höfðu vanist evrópskum lífsháttum. Einangrun frá Evrópu hefur einnig gert mö...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var 9. sinfóníu Beethovens tekið á sínum tíma og af hverju er hún svona fræg?

Í lokakafla 9. sinfóníu Beethovens er kvæði Friedrich Schillers (1759-1805), Óðurinn til gleðinnar, flutt af söngvurum. Þegar 9. sinfónían var frumflutt höfðu einsöngvarar og kór aldrei stigið á svið í verki sem bar yfirskriftina „sinfónía“ og sýndist sitt hverjum um uppátækið. Minnismerki um Ludwig van Beetho...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju var lýðveldi stofnað á Íslandi og hver stofnaði það?

Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkis erfir ekki embættið heldur er kjörinn. Stofnun lýðveldis á Íslandi árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Smá saman höfðu Íslendingar þó fengið aukið sjálfstæði. Fyrst fengum við löggjafarvald í séríslenskum málum (1874), heimastjórn (...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvert er lengsta þekkta orð í heimi og úr hvaða tungumáli er það?

Svar úr Heimsmetabók Guinness (ritstj. Örnólfur Thorlacius, útg. Örn og Örlygur 1985): Lengsta orð, sem vitað er um í samanlögðum bókmenntum heimsins, er í gríska leikritinu Þingkonunum eftir Aristófanes (448-380 fyrir Krist), í frumtextanum 170 stafir. Orðið merkir mat sem er samsettur úr 17 hlutum, súrum og sæt...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla?

Stutta svarið er já, það er hægt að fanga ljóseind milli tveggja spegla og það er oft gert, eins og fjallað verður um nánar hér að neðan. Ef fanga á ljóseind milli tveggja spegla þarf ljóseindin á einhvern hátt að komast inn á milli speglanna. Hún gæti komið utan frá, ef að minnsta kosti annar speglanna hefur m...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvernig var samfélag Mayanna, við hvað unnu þeir og hver var heimsmynd þeirra?

Öll samfélög Mayanna byggðu á akuryrkju þar sem maísræktun var undirstaðan og maís meginfæða íbúanna. En þeir ræktuðu ótrúlegan fjölda nytjajurta, svo sem fjölda afbrigða af sílípipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og henekvín (e. henequin). Reyndar ræktuðu May...

category-iconUmhverfismál

Hvernig stendur á eyðingu regnskóga og hvaða áhrif hljótast af henni?

Hér er einnig svarað spurningum: Hvers vegna eru regnskógarnir að eyðast? (Helga Þorsteinsdóttir, f. 1991)Hvað er áætlað að búið sé að fella mörg prósent af regnskógum S-Ameríku? (Gunnlaugur Úlfsson)Hvar get ég fengið upplýsingar um regnskóga, eyðingu þeirra og áhrifin sem þeir hafa? (Aldis Guðlaugsdóttir) Re...

category-iconVísindi almennt

Hvort eru fleiri, sandkorn jarðar eða stjörnur alheims?

Í svari Sævars Helga Bragasonar og Tryggva Þorgeirssonar við spurningunni Hvað eru margar stjörnur í geimnum? kemur fram að almennt er talið að í Vetrarbrautinni okkar séu um 100-400 milljarðar stjarna. Ef við gefum okkur að vetrarbrautir séu alls 100 milljarðar og að meðaltali séu um 200 milljarðar stjarna í ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvar er Páskaeyja?

Páskaeyja (e. Easter Island) er 166 km2 eyja á Kyrrahafi. Hún er tæplega 4.000 km fyrir vestan Síle í Suður-Ameríku og hefur verið undir stjórn Síle síðan 1888. Eyjan kom upp úr hafinu fyrir rúmum 10.000 árum. Fornleifar benda til þess að eyjan hafi verið uppgötvuð af Pólýnesíumönnum um 400 árum eftir Krist. Hæ...

category-iconLandafræði

Hvað eru margar eyjar í heiminum?

Það er gjörsamlega ómögulegt að segja til um hversu margar eyjar eru á jörðinni allri eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru mörg lönd til í heiminum ef eyjar eru taldar með? Þar segir:Það er meira að segja deilt um það hversu mörg meginlöndin eru hvað þá að það sé hægt að segja til um ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru mörg hreindýr í öllum heiminum?

Hreindýr (Rangifer tarandus) lifa allt í kringum norðurpól; í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Þau greinast í sjö deilitegundir og má lesa nánar um þær í svari við spurningunni Hvers vegna eru hreindýr í útrýmingarhættu? Stærstu villtu hreindýrahjarðir í heiminum í dag eru líklega í Alaska. Heildarstofnstærð ala...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?

Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér eitthvað um dýralíf og helstu dýrategundir á Indlandi?

Óvíða í heiminum fyrirfinnast fleiri dýrategundir en á Indlandi. Náttúrufræðingar á Indlandi hafa einnig verið duglegir við að skrásetja tegundir sem finnast innan landamæra Indlands. Til dæmis lifa um 390 spendýrategundir á indverskri grund og samsvarar það um 8% af þekktum spendýrategundum í heiminum. Fjöldi fug...

Fleiri niðurstöður