Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 109 svör fundust
Gætir þú sagt mér eitthvað um tasmaníudjöfulinn?
Tasmaníudjöfull (Sarcophilus harrisi, e. Tasmanian devil) er pokadýr sem eingöngu lifir á eyjunni Tasmaníu suður af Ástralíu. Hann sker sig nokkuð frá öðrum núlifandi pokadýrum þar sem hann minnir um margt á lítið bjarndýr. Tasmaníudjöfullinn er eini núlifandi fulltrúi meðalstórra ránpokadýra eftir að tasmaníutígu...
Hvaða áhrif höfðu kenningar Platons á aðra heimspekinga, vísindamenn og fólk almennt?
Platon er einn áhrifamesti hugsuður sögunnar og kenningar hans hafa haft gífurleg áhrif á fjölda heimspekinga, vísindamanna, listamanna og annarra, jafnvel á kristnina og íslamska hugsun. Heimspekingurinn Alfred North Whitehead sagði eitt sinn að saga vestrænnar heimspeki væri ekkert annað en röð neðanmálsgreina v...
Hve mikið er af koltvísýringi kringum jörðina?
Koltvísýringur sem einnig er nefndur koltvíoxíð og koltvíildi, er lofttegund sem hefur á síðustu árum vakið meiri athygli en ætla mætti af því hve sáralítið er af henni í andrúmsloftinu, en hlutfall koltvíoxíðs af rúmmáli lofthjúpsins er einungis 0,037%. Ef allt koltvíoxíð lofthjúpsins væri samankomið óblandað öðr...
Hvert var fyrsta spendýrið?
Þegar fjallað er um tilkomu og þróun nýrra hópa lífvera þá verður að hafa í huga að slíkt gerist ekki í einu vetfangi heldur eru breytingarnar hægfara. Sérkenni spendýra (Mammalia) eru afleiðing ármilljóna þróunar. Eins og fram kemur hér á eftir eru flestir steingervingafræðingar sammála um hvert var fyrsta „sanna...
Hver er siðferðilegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er siðferðislegur grundvöllur fyrir aftöku sakamanna í ríkjum þar sem það er heimilt? Hvert er ferli þess háttar dóma í Bandaríkjunum? Hvað þarf til að slíkum dómi verði fullnægt?Ein helstu rökin fyrir refsingum eru þau að sakamaðurinn eigi refsinguna skilið. Sú kenning se...
Hvað getur þú sagt mér um Aserbaídsjan?
Aserbaídsjan er í suðaustur Kákasus, liggur að Kaspíahafi og á landamæri að Íran, Armeníu, Georgíu og Rússlandi. Til Aserbaídsjan heyrir einnig sjálfsstjórnarsvæðið Nakhichevan (Naxcivan) sem er í suður Armeníu við landamæri Írans alveg aðskilið frá Aserbaídsjan. Nakichevan er því svokölluð útlenda (e. exclave) e...
Hvað getur þú sagt mér um Armeníu?
Armenía er í suðurhluta Kákasus og á landamæri að Georgíu, Aserbaídsjan, Tyrklandi og Íran. Það er minnst Kákasuslandanna, 29.800 km2 að flatarmáli, og jafnframt það þéttbýlasta, með rétt um 100 íbúa á hvern ferkílómetra. Armenía var eitt af lýðveldum Sovétríkjanna en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur á...
Hvað eru til margar tegundir af fuglahreiðrum?
Hreiðurgerð þekkist ekki bara meðal fugla heldur hjá öllum hópum hryggdýra. Tilgangur hennar er að útbúa skjól fyrir egg eða unga á viðkvæmasta tímabili ævinnar og skapa þeim ákveðið öryggi til að vaxa og dafna þar til þeir verða nokkurn veginn sjálfbjarga. Sem dæmi um hreiðurgerð annarra hópa en fugla má nefn...
Hvers konar letur er höfðaletur? Hvað má segja um uppruna þess og notkun gegnum tíðina?
Höfðaletur er séríslensk skrautleturgerð sem fyrst og fremst var notuð í tréskurði. Um leið má eiginlega segja að það sé eina séríslenska leturgerðin. Höfðaletur þróaðist út frá gotnesku smástafaletri/lágstafaletri á 16. öld. Það afbrigði gotnesks skrautstíls sem höfðaletur virðist hafa þróast út frá er svokallað ...
Varð allt efnið í alheiminum til samstundis í Miklahvelli?
Efnisheimurinn á því formi sem hann er í dag varð ekki allur til í Miklahvelli (e. Big Bang). Hins vegar mynduðust grunneindir efnisins sem lágu til grundvallar myndun efnisheimsins, eins og við þekkjum hann í dag, á fyrstu sekúndubrotum eftir Miklahvell. Þessar grunneindir kallast öreindir. Hér á eftir verður þet...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...
Hvað getur þú sagt mér um Georgíu?
Georgía er í vesturhluta Kákasus, liggur að Svartahafi og á landamæri að Rússlandi, Aserbaídsjan, Armeníu og Tyrklandi. Eins og Armenía og Aserbaídsjan var það eitt af lýðveldum Sovétríkjanna fyrrverandi en hlaut sjálfstæði þegar þau liðuðust í sundur árið 1991. Georgía er um 69.700 km2 að flatarmáli og er áætlað...
Hvaða áhrif hefur kólera á líkamann?
Kólera er bráð þarmasýking sem orsakast af staflaga bakteríunni Vibrio cholerae. Tíminn sem líður frá smitun þar til einkenni kóleru koma fram, svokallaður meðgöngutími (e. incubatory period) sjúkdómsins, er stuttur eða frá innan við einum degi til fimm daga. Bakterían myndar iðraeitur (e. enterotoxin) sem verk...
Hver var Arthur Holmes og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?
Arthur Holmes (1890-1965) er þekktastur fyrir fernt: (1) þátt sinn í að tímakvarða jarðsöguna, (2) bókina The Age of the Earth 1913, (3) að skýra fyrstur (um 1930) orsakir landreks og (4) afbragðskennslubók sína Principles of Physical Geology 1944. Um aldamótin 1900 voru þær hugmyndir helstar um aldur jarðar, a...
Getur hagvöxtur verið endalaus?
Upprunaleg spurning Jóns Sævars hljóðaði svo:Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma? Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegr...