Getur hagvöxtur verið endalaus? Það er getur þjóðar- eða landsframleiðsla haldið áfram að aukast að eilífu? Eða er þetta bóla sem springur einhvern tíma?Verg landsframleiðsla (VLF) er skilgreind sem markaðsvirði allrar vöru og þjónustu sem framleidd er til endanlegra nota innan landamæra ákveðins ríkis á ákveðnu tímabili.[1][2] Til að framleiða vöru og þjónustu þarf vinnuafl, fjármuni, landnæði og hráefni af ýmsu tagi. Þar til viðbótar þarf þekkingu á framleiðsluaðferðum, auk ýmissa samfélagsstofnana, til dæmis löggjafarvald, lögregluvald og dómsvald, til að draga úr árekstrum milli samfélagsþegnanna og stuðla að sem friðsamastri sambúð þeirra. Vinnuafl, landnæði og hráefni eru takmarkaðar auðlindir. Það er því nærliggjandi að álykta að fyrst þessir frumþættir framleiðslunnar eru aðeins til í endanlegu magni sé verðmæti framleiðslunnar einnig sett endanleg mörk. Það er þó ekki endilega rétt.

Tækniþróun felur í sér að mögulegt er að framleiða óbreytt magn af vörum og þjónustu með minni notkun á hráefnum, vinnuafli og fjármunum.

Rannsóknar- og þróunarstarfsemi er grundvöllur tækniþróunar sem gerir okkur kleift að framleiða meiri verðmæti án þess að auka hráefnanotkunina í sama mæli. Losun koltvíildis (CO2) setur hagvexti hins vegar mörk. Tækni til að draga úr losun er til staðar en samkomulag meðal þjóða heims skortir til að nýta tæknina að fullu.
- ^ Gross Domestic Product (GDP): An Economy’s All - Back to Basics: GDP Definition. (Skoðað 15.01.2017).
- ^ OECD (2017). Gross domestic product (GDP) - Domestic product - OECD iLibrary. DOI: 10.1787/dc2f7aec-en. (Skoðað 15.01.2017).
- ^ The Limits to Growth. A report for the Club of Rome's project on the predicament of mankind. (Skoðað 15.01.2017).
- ^ Earth's CO2 Home Page. (Skoðað 15.01.2017).
- Produce Department Design | Grocery Store Interior | Marke… | Flickr. Myndrétthafi er I-5 Design & Manufacture. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 15.01.2017).
- Free photo: Industry, Sunrise, Sky, Air - Free Image on Pixabay - 1752876. (Sótt 17.01.2017).