Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1917 svör fundust
Hvað er klappað og klárt?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Góðan daginn - var að velta fyrir mér... Hver er uppruni orðatiltækisins "klappað og klárt"? Orðatiltækið klappað og klárt er fengið að láni úr dönsku, klappet og klart, á seinni hluta 19. aldar eftir því sem best verður séð. Orðasambandið þekkist í dönsku frá því snem...
Hvernig nýtast segulkraftar til að létta á lestum, minnka viðnám og auka hraðann? Hver er eðlisfræðin að baki?
Við höfum öll leikið okkur að seglum og komist að því að sumir málmar dragast að segli og sumir þeirra seglast. Þeir málmar sem seglast, það er að segja verka sem segull eftir að upphaflegi segullinn er tekinn í burtu, eru kallaðir járnseglandi (e. ferromagnetic). Málmar sem ekki halda segluninni en dragast þó að ...
Hvað er mótbárur og mótbárutap?
Orðið mótbárur er notað um andmæli gegn einhverju, t.d. koma með mótbárur, hreyfa mótbárum 'andmæla e-u'. Að baki liggur sögnin bera í sambandinu að bera á móti 'andmæla'. Sögnin er sterk og beygist í kennimyndum bera-bar-bárum-borið og er orðið (mót)bárur myndað af þriðju kennimynd. Eftir heimildum í seðlasafni O...
Hvaðan er orðið rússíbani komið og hvað merkir það eiginlega?
Orðið rússíbani er tökuorð úr dönsku. Þar heitir leiktækið rutschebane eða rutsjebane og er heitið fengið að láni úr þýsku Rutschbahn. Að baki liggur annars vegar þýska sögnin rutschen ‘renna’ og hins vegar þýska nafnorðið Bahn ‘braut’. Algengasta orðið í þýsku yfir leiktækið er þó Achterbahn. Í rússíbana renna m...
Hver er uppruni og merking orðasambandsins að vera með böggum hildar?
Orðasambandið að vera með böggum hildar merkir að ‘vera kvíðinn, áhyggjufullur’, til dæmis „Jón var með böggum hildar í nokkra daga áður en hann fór í bílprófið.“ Elstu dæmi um það í seðlasafni Orðabókar Háskólans eru frá upphafi 19. aldar úr riti Guðmundar Jónssonar, Safn af íslenzkum orðskviðum (1830). Þetta er ...
Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?
Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (L...
Hvernig ber að fara með persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvernig ber að fara með og varðveita persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla? Má veita upplýsingar um börn (ólögráða einstaklinga) án vitneskju foreldra eða forráðamanna (t.d. milli skólastiga, til félagsmálayfirvalda, til ættingja eða utanaðkomandi sérfráðinga)...
Hvað eru oturgjöld?
Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jónína Einarsdóttir rannsakað?
Jónína Einarsdóttir er prófessor í mannfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Hún ber ábyrgð á framhaldsnámi í þróunarfræðum og stundar rannsóknir á sviði mannfræði barna, heilsumannfræði og þróunarfræða. Í doktorsritgerð sinni lagði Jónína fram gögn frá Gíneu-Bissaú sem véfengja þá kenningu að...
Hvað eru meginreglur laga?
Meginreglur laga eru „þær hugmyndir, rök eða meginsjónarmið, sem liggja til grundvallar einstökum réttarreglum, lagabálkum, réttarsviðum eða réttinum í heild, og hægt er að setja fram sem almenn viðmið.“ Einnig er hægt að skilgreina meginreglur laga sem „óskráðar reglur sem ályktað verður um á grundvelli einstakra...
Hvaðan er orðið teika komið?
Líklegast er að sögnin að teika, sem einungis er notuð um að hanga aftan í bifreið á ferð í snjó og hálku, eigi rætur að rekja til ensku sagnarinnar take ‘taka’ og að baki liggi til dæmis orðasambandið take a car, take a taxi sem yfirfært hefur verið á þessa iðju. Sögnin var þegar talsvert notuð á fimmta áratugnum...
Hvað var oftast borðað á víkingatímanum?
Norrænir menn á tímum víkinga borðuðu mikið lamba- og nautakjöt, einnig hrossakjöt, og voru þá langflestir hlutar dýrsins nýttir eins og menn þekkja sem borðað hafa þorramat. Þeir neyttu einnig fisks, kornvara, mjólkurvara og eggja villifugla. Lítið var um grænmeti en sums staðar borðuðu menn ber og epli þar se...
Hvernig töpuðu Þjóðverjar seinni heimsstyrjöldinni?
Margar ástæður liggja að baki óförum Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni (1939-1945). Aðalorsökin er þó sú að þeir áttu hreinlega við ofurefli að etja. Í upphafi stríðsins vann þýski herinn mikla sigra. Þeir lögðu undir sig fjölda landa og gersigruðu flestalla heri Evrópu. En hvernig var þetta mögulegt? Sv...
Af hverju er sagt um efnafólk að það sé loðið um lófana?
Uppruni þessa orðtaks er ókunnur en hugsanlega liggur að baki einhver saga sem nú er glötuð. Merkingin er ‘að vera vel efnaður’ og eru elstu dæmin í Orðabókar Háskólans um að vera loðinn um lófana frá því um og upp úr miðri 19. öld. Hugmyndin um auðæfi og loðna lófa er þó eldri. Það sést meðal annars af málshætti...
Hvernig fjölga sporðdrekar sér?
Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum. Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flys...