Halldór Halldórsson (1954) gat sér þess til að að baki liggi týnd saga um einhverja Hildi og bagga hennar. Skýringin á að unna böggum Hildar væri þá að ágirnast eigur Hildar en láta sér fátt um konuna sjálfa. Hann taldi sennilegast að Hildur hefði verið förukona og að baggar hennar hefðu verið eigur hennar sem hún hafði áhyggjur af. Þannig hefði sambandið baggar Hildar fengið merkinguna ‘áhyggjur‘. En allt er þetta óljóst á meðan engin saga finnst.

Að baki orðasambandinu að vera með böggum Hildar gæti legið týnd saga um Hildi sem Halldór Halldórsson telur að hafi verið förukona. Baggar Hildar hefðu þá verið eigur hennar sem hún hafði áhyggjur af. Myndin er af konum í Kínahverfinu í San Francisco.
- Halldór Halldórsson. 1954. Íslenzk orðtök. Bls. 104–105. Reykjavík.