Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 92 svör fundust
Af hverju þarf maður rafmagn?
Þessari spurningu er hægt að svara á nokkra vegu. Það þarf rafmagn til að knýja öll tæki og tól sem ganga fyrir rafmagni. En auðvitað væri hægt að vinna ýmis verk án rafknúinna tækja og kannski er spurningin til komin vegna þess að spyrjandi veltir fyrir sér hvort hægt sé að spara rafmagn með því að minnka notk...
Er eldur efnasamband?
Áður en spurningunni er svarað er rétt að velta því aðeins sér hvað eldur sé. Er hann hitinn sem stafar af loganum, er hann ljósið sem skín frá honum eða á jafnvel hvor tveggja við? Og af hverju stafa hiti og ljós eldsins? Logi frá kertaljósum er dæmigerður logi sem flestir þekkja. Neðst við kertalogann bráðnar...
Ef við erum ekki einu vitsmunaverurnar í heiminum, af hverju verðum við þá ekki vör við útvarpsbylgjur frá öðrum?
Þetta er góð spurning og hefur dýpri merkingu en menn gera sér almennt grein fyrir. Margir hafa spurt hennar áður og enn í dag vita menn ekki svarið við henni. Í hádegishléi árið 1950 var hópur kjarneðlisfræðinga á spjalli í Los Alamos-rannsóknarstöðinni í Bandaríkjunum. Þar var meðal annars ítalsk-bandaríski n...
Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?
Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, ...
Hvernig nýtist Hubblessjónaukinn til að fylgjast með sólkerfinu?
Hubblessjónaukinn hefur veitt okkur betri myndir en nokkur sjónauki á jörðu niðri af reikistjörnunum, tunglum, hringum, smástirnum og halastjörnum í sólkerfinu okkar. Mælingar Hubbles eru fyrsta flokks — aðeins geimför sem heimsækja hnettina sjálfa ná betri myndum og mælingum. Hubble hefur tekið myndir af öllum...
Hvernig er hægt að sanna að það sé ekki líf á einhverri plánetu?
Spurninguna má skilja á tvo vegu:A. Hvernig er hægt að sýna fram á að ekki sé til einhver pláneta utan jarðarinnar, þar sem líf er að finna? B. Ef við horfum á einhverja tiltekna reikistjörnu, hvernig er þá hægt að sýna fram á að ekki sé líf á henni?Vert er að taka eftir að við kjósum heldur að nota orðalagið "...
Hvernig myndast nifteindastjörnur?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Þegar stjarna framleiðir orku í kjarna sínum myndast þrýstingur sem vinnur gegn þyngdarkraftinum. Ævi stjörnunnar einkennist af togstreitu milli þessara tveggja krafta. Þr...
Hvenær verður næstu kynslóð geimsjónauka skotið á loft?
Frá árinu 1990 hefur verið hægt að rannsaka mörg fegurstu og um leið dularfyllstu fyrirbæri alheimsins með aðstoð Hubblesjónaukans. Vegna þeirrar þekkingar sem aflað hefur verið með honum hafa heilu kennslubækurnar í stjörnufræði verið endurskrifaðar. Áætlað var að næstu kynslóð geimsjónauka yrði skotið á loft...
Hvaða áhrif hafði Pýþagóras og kenningar hans á heimsmyndina?
Stærðfræðingurinn Pýþagóras (um 572-497 f.Kr.) fæddist á grísku eyjunni Samos. Þegar hann var fertugur fluttist hann til grísku nýlenduborgarinnar Krótón, sunnarlega á Ítalíu. Þar kom hann sér upp hópi lærisveina sem mynduðu einhvers konar sértrúarsöfnuð og skóla. Þeir voru seinna nefndir Pýþagóringar. Margt er...
Hvernig er þróun sólstjarna háttað?
Við rannsóknir á þróun sólstjarna standa stjarneðlisfræðingar frammi fyrir þeim vanda að geta ekki séð stjörnurnar breytast á sama hátt og hver og einn getur til dæmis fylgst með breytingum á eigin líkama. Ástæðan er sú að æviskeið stjarna er mælt í milljónum eða milljörðum ára. Stjarneðlisfræðingar verða þess veg...
Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær?
Nifteindastjarna er leif af sprengistjörnu en þegar stjarna deyr og þeytir burt sínum ytri lögum getur leifin fallið í einn af þremur eftirfarandi flokkum: Leif Massi (sólmassar) Massi móðurstjörnu Hvítur dvergur 0,1 - 1,4 Msól innan við 8 Msól Nifteindastjarna 1,4 - 3 Msól 8 - 2...
Verða allar nifteindastjörnur að tifstjörnum eða eru einhver skilyrði?
Áður hefur verið fjallað um nifteindastjörnur í svörum sama höfundar við spurningunum: Hvað eru nifteindastjörnur og hvernig uppgötvuðust þær? Hvernig myndast nifteindastjörnur? Það er viðtekin hugmynd að svonefndar tifstjörnur (e. pulsar) séu í raun nifteindastjörnur sem snúast líkt og þeytivindur. Nif...
Er hægt að ferðast aftur í tímann?
Að ferðast fram í tímann er litlum vandkvæðum bundið, um þess háttar ferðalög er til að mynda hægt að lesa um í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að ferðast fram í tímann? Það er hins vegar miklu stærra vandamál að komast til baka og ekki er víst að tímaferðalög til fortíðarinnar séu yfirleitt möguleg. ...
Af hverju setti Nikulás Kópernikus fram nýja heimsmynd?
Einhver forvitnilegasta spurningin sem saga Kópernikusar vekur er um það hvað honum gekk til að vilja setja fram nýja heimsmynd. Hefðbundin söguskoðun gefur vitaskuld það einfalda svar að þarna hafi blátt áfram verið um að ræða einarða sannleiksást og vísindalega snilli. Ýmsir fræðimenn síðari ára hafa þó viljað s...
Hvað er hugmyndasaga?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er hugmyndasaga og hvað getur maður mögulega orðið eftir að hafa menntað sig í henni? Einfalt svar gæti verið svohljóðandi: Hugmyndasaga er saga hugmynda, hugmyndastrauma eða hugmyndakerfa, hvort sem um er að ræða heimspekilegar hugmyndir, vísindakenningar, pólitís...