A. Hvernig er hægt að sýna fram á að ekki sé til einhver pláneta utan jarðarinnar, þar sem líf er að finna? B. Ef við horfum á einhverja tiltekna reikistjörnu, hvernig er þá hægt að sýna fram á að ekki sé líf á henni?
Vert er að taka eftir að við kjósum heldur að nota orðalagið "að sýna fram á" en "að sanna". Í eiginlegum raunvísindum eins og hér um ræðir eru niðurstöður yfirleitt ekki "sannaðar" í þeim skilningi að þær hljóti að vera réttar og geti alls ekki verið rangar, heldur er "sýnt fram á" niðurstöðurnar og það merkir að þær séu réttar samkvæmt því sem við best vitum. Í stærðfræði eru niðurstöður hins vegar "sannaðar" sem merkir að þær hljóti að vera réttar ef fullyrðingarnar sem gengið er út frá í sönnuninni eru réttar. Svarið við fyrri spurningunni (A) er einfalt: Það er alls ekki hægt nú á dögum að sýna fram á að ekkert líf sé til utan jarðarinnar og sennilega verður það aldrei hægt. Alheimurinn er gríðarlega stór. Í honum er aðeins pínulítill skiki sem við þekkjum nógu vel til þess að við getum sagt að á tilteknum stöðum þar sé ekkert líf að finna. Þetta á til dæmis við núna um sólkerfið okkar: Við vitum að ekkert líf er á flestum reikistjörnunum en teljum að svo stöddu hugsanlegt að einhvern tímann hafi verið líf á Mars. Þessi skiki í geimnum sem við þekkjum svona vel á væntanlega eftir að stækka þannig að við útilokum fleiri og fleiri staði sem hugsanlega bústaði lífvera. Hins vegar eru engar líkur á því af ýmsum ástæðum að þessi skiki svona nákvæmrar þekkingar muni nokkurn tímann ná yfir allan heiminn. Hitt gæti þó gerst einhvern tímann í framtíðinni að menn teldu sig hafa kannað svo stóran skika í alheiminum án þess að finna þar líf, að þeir teldu þá ólíklegt að það ætti eftir að finnast. En svo gæti líka farið að menn fyndu líf úti í geimnum og þá væri þessi spurning endanlega afgreidd.

- Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
- Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?
- Eru geimverur til?
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars?
- Búa grænar geimverur á Mars?
- Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
- Er vatn á tunglinu? Hefur vatn fundist á einhverjum öðrum plánetum en jörðinni?
- Geta menn ekki sent geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf í öðrum sólkerfum?
- Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar?
- Væri hægt að nota stærðfræði sem tungumál í samskiptum við geimverur?
- Eru til hægri og vinstri úti í geimnum?
- Hvers vegna er alltaf sagt að líf geti ekki þrifist á öðrum hnöttum nema þar sé vatn? Gætu ekki verið til lífverur sem geta lifað án vatns og sólar?
- Hvernig verkar afstæðiskenning Einsteins? Hvernig getur hún útskýrt betur hvað er að gerast í alheiminum?
Mynd: Life On Other Planets in the Solar System