Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 790 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru hindurvitni?

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kennarinn minn segir að í stærðfræði séu engar undantekningar frá útreikningsaðferðum, er það rétt?

Svarið fer eftir því hvað átt er við með „undantekningar“. Þegar stærðfræði er sett fram á kórréttan hátt á alltaf að vera sagt skýrt, fyrir hvaða verkefni aðferð dugar, og aðferðin á að duga án undantekninga í öllum tilvikum sem sagt er að hún dugi. Þannig séð verkar aðferðin án „undantekningar“. Ef við h...

category-iconHeimspeki

Hvernig er best að hugsa röklega?

Fólki er eðlilegt að hugsa röklega og flestir beita rökhugsun án þess að hafa nokkurn tímann lært að hugsa röklega. Aftur á móti er fólki einnig tamt að hugsa stundum órökrétt og það gerist sekt um alls kyns rökvillur. Sennilega er besta leiðin til að forðast rökvillur einfaldlega sú að kynna sér þær og gefa sér t...

category-iconLæknisfræði

Hvernig gat Stephen Hawking átt börn?

Spurningar af þessu tagi eiga yfirleitt ekki heima hér á Vísindavefnum en sérstakar aðstæður Hawkings réttlæta undantekningu. Hann er í ríkum mæli persónugervingur vísinda á sínu sviði, sjúkdómur hans er afar óvenjulegur og sjaldgæfur og hann hefur sjálfur gengið fram fyrir skjöldu til að kynna hann og aðstæður sí...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Vatnsdalshólar?

Í byrjun síðustu aldar kom Þorvaldur Thoroddsen fram með hugmyndir um myndun Vatnsdalshóla, yst í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu. Taldi hann að hólarnir væru af jökulrænum uppruna og hefðu myndast við það að skriða féll á jökul sem svo bar efnið fram og myndaði jökulgarða þar sem nú eru Vatnsdalshólar. Á fj...

category-iconHeimspeki

Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár!

Þetta er áhugaverð og áleitin spurning. Strax má þó velta fyrir sér eftirfarandi möguleika: Er það ekki merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalli kenningar sínar á nýjustu vísbendingum eða staðreyndum í stað þess að ríghalda í blindni í gamlar kenningar sem stangast á við þær? Á það ekki a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að sigla yfir Kreppu?

Já það er vel hægt, enda er Kreppa á sem kemur undan Brúarjökli, sameinast Kverká nokkru norðar og rennur síðan í Jökulsá á Fjöllum. Hún er vatnsmikil og erfið yfirferðar vegna sandbleytu. Þorvaldur Thoroddsen segir að hún sé "mikið og ljótt vatnsfall" (Ferðabók I:370). Kreppa (til vinstri) og Jökulsá á Fjöllum ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?

Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...

category-iconJarðvísindi

Sá Jónas Hallgrímsson einhvern tímann eldgos (sbr. ljóðið Fjallið Skjaldbreiður)?

Við lestur ljóðsins „Fjallið Skjaldbreiður“ eftir Jónas Hallgrímsson (1807-1845) mætti ætla að skáldið hafi orðið vitni að eldgosi. Í ljóðinu segir meðal annars: Titraði jökull, æstust eldar, öskraði djúpt í rótum lands, eins og væru ofan felldar allar stjörnur himnaranns; eins og ryki mý eða mugga ma...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?

Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir „gródirskur“ hjá Þórbergi Þórðarsyni?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „gródirskur“ eins og Þórbergur Þórðarson ritar oft í sínum bókum og bréfum? Ég hygg að átt sé við lýsingarorðið gróteskur ‘fáránlegur, afskræmilegur, hlægilegur’. Það er tökuorð í íslensku, líklega úr dönsku grotesk eða þýsku grotesk. Í ensku og frö...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Stinga strútar höfðinu í sand þegar þeir eru hræddir?

Þessi spurning fjallar um atriði sem er á mörkum þjóðfræði og náttúrufræði, og verður að skoða svarið í því ljósi. Í heimildum er uppruni þeirrar sagnar, að strútar stingi höfðinu í sandinn, rakinn til Jobsbókar Biblíunnar og Náttúrusögu (Historia naturalis) Pliníusar eldri (23-79 e.Kr.). Strútar voru algengir í ...

category-iconVísindavefurinn

Hvernig vitið þið á Vísindavefnum svona mikið?

Á bak við Vísindavefinn er fjölmennur hópur vísindamanna úr ýmsum ólíkum fræðigreinum. Flestir þeirra tengjast Háskóla Íslands eða stofnunum sem eru í samstarfi við hann. Þetta er skýringin á því að Vísindavefurinn á að geta svarað spurningum á mörgum sviðum þekkingar og vísinda. Hins vegar er vert að geta þess...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir arabíska orðið halal?

Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...

category-iconMálvísindi: íslensk

Kvænast samkynhneigðar konur?

Sögnin að kvænast merkir samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:842) ‘(um karl) ganga í hjónaband, ganga að eiga konu, kvongast’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er vísað frá sögninni kvænast í sögnina að kvongast (1989:530) ‘giftast, fá sér konu’. Sú sögn er leidd af nafnorðinu kvon (eldra kván) í ...

Fleiri niðurstöður