Hvað þýðir orðið „gródirskur“ eins og Þórbergur Þórðarson ritar oft í sínum bókum og bréfum?Ég hygg að átt sé við lýsingarorðið gróteskur ‘fáránlegur, afskræmilegur, hlægilegur’. Það er tökuorð í íslensku, líklega úr dönsku grotesk eða þýsku grotesk. Í ensku og frönsku er rithátturinn grotesque.

Nafnorðið gróteska er notað um ákveðna aðferð í bókmenntum, málaralist og byggingarlist sem sýnir afskræmingu eða ýkjur.
- Grotesque, Canterbury Cathedral - Geograph.org.uk. Höfundur myndar: Julian P Guffogg. Birt undir CC BY-SA 2.0 leyfi. (Sótt 12.1.2022).