Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1294 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?

Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni....

category-iconEfnafræði

Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana?

Upphaflegar spurningar voru: Hvað er marijúana? (Eðvarð) Hver er munurinn á hassi og "grasi"? (Sólveig) Er einhver munur á hassi og marijúana? (Sólveig) Tetrahýdrókannabínól (skammstafað THC) finnst í kannabisplöntunni, Cannabis sativa. Hún óx upphaflega í Mið-Asíu og er stundum nefnd hampjurt þar sem vinn...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?

Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt 'þú færð börnin' þegar gefin er rest af víni?

Orðasambandið að fá börnin er komið úr heyskaparmáli. Síðasti rifgarður í flekk var kallaður karl ef kona lenti á að rifja hann og fékk hún þá karlinn. Hann hét hins vegar kerling ef karlmaður lenti á að rifja hann og fékk hann þá kerlinguna. Konur í heyskap á Nýfundnalandi, sennilega snemma á síðustu öld. ...

category-iconHugvísindi

Hver var Árni Magnússon og fyrir hvað er hann þekktastur?

Árni Magnússon fæddist að Kvennabrekku í Dölum árið 1663 og ólst upp í Hvammi hjá móðurforeldrum sínum. Hann var af prestaættum og gekk í skóla í Skálholti, en hélt til frekara náms í Kaupmannahöfn haustið 1683. Þar var hann svo lánsamur að komast í vinnu hjá fornfræðingi konungs, sem vann að bók um trúarsiði á No...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Karls von Frisch?

Karl Ritter1 von Frisch fæddist 20. nóvember 1886 í Vínarborg og lést 12. júní 1982 í München, yngstur fjögurra sona hjónanna Antons Ritters von Frisch prófessors og þvagfæraskurðlæknis og Marie von Frisch. Allir urðu bræðurnir háskólaprófessorar eins og faðir þeirra. Karl nam líffræði við Háskólann í Vín og síðan...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða bækur voru prentaðar í prentsmiðju Jóns Arasonar biskups?

Breviarium Holense. Óumdeildar heimildir eru um eina bók á latínu, Breviarium Holense, sem Jón Matthíasson prentaði á Hólum í tíð Jóns biskups Arasonar. Árni Magnússon átti seinasta kunna eintak bókarinnar sem brann 1728. Jón Ólafsson úr Grunnavík skrifaði eftir minni titilblað og niðurlagsorð bókarinnar og sagði...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?

Spurning í heild hljóðaði svona: Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl? Nánara væri áhugavert að heyra hvaða...

category-iconVísindi almennt

Hvar er hægt að finna lesefni um Einstein og myndir af honum?

Mynd fengin af áhugaverðu vefsetri, Albert Einstein Online Handa þeim sem lesa ensku er auðvitað mýgrútur af vefsetrum með gögnum um Einstein. Auk þess eru til nokkrar nýlega ævisögur sem verða nefndar hér á eftir. Það nýjasta og besta sem er að finna á íslensku um Einstein og verk hans er í þýddri bók eft...

category-iconLæknisfræði

Hvað lifa moskítóflugur lengi og af hverju klæjar mann af bitum þeirra?

Moskítóflugur eru skordýr sem tilheyra ættinni Culicidae. Um 2.700 mismunandi tegundir moskítóflugna eru þekktar og þær finnast um nær allan heim. Moskítóflugur lifa hins vegar ekki á Íslandi þrátt fyrir að þrífast bæði á Grænlandi og á Norðurlöndunum. Þær eru álitnar mikil meindýr þar sem þær finnast en þær bíta ...

category-iconJarðvísindi

Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Goshættir í Grímsvatnakerfinu ráðast mjög af umhverfisaðstæðum. Mestu munar hvort gosin verða innan Vatnajökuls, þar sem áhrif utanaðkomandi vatns eru ráðandi, eða á gosreininni utan hans, þar sem hegðunin ræðst mest af samsetningu og eiginleikum kvikunnar. Jafnframt hafa gos innan Grímsvatnaöskjunnar ákveðin eink...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Var Ísland einhvern tímann tæknilega undir Svíþjóð? Kannski í gegnum Kalmarsambandið eða eitthvað álíka? Varla er hægt að segja að Ísland hafi nokkurn tímann verið undir Svíþjóð. Þó höfðu Svíar og Íslendingar stundum sama konung á 14., 15. og 16. öld. Fyrst varð Ísland skat...

category-iconHugvísindi

Hvað eru þjóðsögur og hverjir urðu fyrstir til að safna þeim hér á landi?

Þjóðsögur eru frásagnir sem lifað hafa í munnmælum mann fram af manni. Við notum hugtakið þjóðsaga þó aðallega um sögur sem menntamenn tóku að safna af vörum alþýðu á 19. öld og skrá á bækur, innblásnir af rómantískum hugmyndum sem lögðu áherslu á forn fræði og listræna sköpun alþýðu. Frumkvæðið má rekja til þ...

category-iconHugvísindi

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

Fleiri niðurstöður