Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl? Nánara væri áhugavert að heyra hvaðan forskeytið strá- kæmi og hvað það þýðir hér í þessari merkingu þegar það stendur með -kar/-kur.Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989, sem nú er aðgengileg á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er grein um orðið strákur. Ég tek upp það sem ég tel skipta máli til að svara spurningunni en bendi á greinina til þess að lesa meira. Í útgefnu bókinni er greinin á bls. 968.
strákur k. ‘drengur, piltur; hrekkjalómur, prakkari; hrekkvísi; umrenningur; ruddi; skýjastrókur, skýjaklakkur; nafn á fjalli og fjallstoppi í örn.’; sbr. nno. stråk k. ‘stór og stirðlegur maður; trékirna, stokkur’. Upphafl. merk. orðsins er líkl. ‘stúfur, stafur’ e.þ.h.; þaðan æxlast merk. ‘drengstúfur’; orðið fær svo niðrandi tákngildi, sbr. merkingarferli orða eins og drengur og piltur...Af þessu sést að strá- er ekki forskeyti í strákur heldur er stofn orðsins strák- og -ur er beygingarending. Það má einnig sjá á nýnorska orðinu stråk. Íslenska orðið karl og nýnorska orðið kar eru tengd á allt annan hátt. Um það segir Ásgeir:
1 karl k. ‘karlmaður; gamall maður; eiginmaður; almúgamaður; †þegn,…’; sbr. fær. kallur, nno. kar, kall, sæ. og d. karl, sbr. einnig fhþ. kar(a)l‘karlmaður, eiginmaður, brúðgumi’; ...Mynd:
- Wikimedia Commons. Italian Shepherd boy (unknown British painter). (Sótt 12.2.2019).