Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?

Guðrún Kvaran

Spurning í heild hljóðaði svona:

Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl?

Nánara væri áhugavert að heyra hvaðan forskeytið strá- kæmi og hvað það þýðir hér í þessari merkingu þegar það stendur með -kar/-kur.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989, sem nú er aðgengileg á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er grein um orðið strákur. Ég tek upp það sem ég tel skipta máli til að svara spurningunni en bendi á greinina til þess að lesa meira. Í útgefnu bókinni er greinin á bls. 968.

strákur k. ‘drengur, piltur; hrekkjalómur, prakkari; hrekkvísi; umrenningur; ruddi; skýjastrókur, skýjaklakkur; nafn á fjalli og fjallstoppi í örn.’; sbr. nno. stråk k. ‘stór og stirðlegur maður; trékirna, stokkur’. Upphafl. merk. orðsins er líkl. ‘stúfur, stafur’ e.þ.h.; þaðan æxlast merk. ‘drengstúfur’; orðið fær svo niðrandi tákngildi, sbr. merkingarferli orða eins og drengur og piltur...

Strá- er ekki forskeyti í strákur heldur er stofn orðsins strák- og -ur er beygingarending. Myndin sýnir ítalskan strák og er frá 19. öld eftir óþekktan breskan málara.

Af þessu sést að strá- er ekki forskeyti í strákur heldur er stofn orðsins strák- og -ur er beygingarending. Það má einnig sjá á nýnorska orðinu stråk.

Íslenska orðið karl og nýnorska orðið kar eru tengd á allt annan hátt. Um það segir Ásgeir:

1 karl k. ‘karlmaður; gamall maður; eiginmaður; almúgamaður; †þegn,…’; sbr. fær. kallur, nno. kar, kall, sæ. og d. karl, sbr. einnig fhþ. kar(a)l‘karlmaður, eiginmaður, brúðgumi’; ...

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.3.2019

Spyrjandi

Sigurður Rúnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2019, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77057.

Guðrún Kvaran. (2019, 15. mars). Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77057

Guðrún Kvaran. „Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2019. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77057>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er orðið strákar tengt skandinavíska orðinu kar sem merkir drengur?
Spurning í heild hljóðaði svona:

Góðan dag. Hver er uppruni orðsins strákur (et.), strákar (ft.)? Er orðið á einhvern tengt skandinavíska (norska bm/nn) orðinu kar sem í nútímamerkingu þýðir drengur eða unglingspiltur? Er orðið kar t.d. komið frá fornnorrænu af orðinu karl?

Nánara væri áhugavert að heyra hvaðan forskeytið strá- kæmi og hvað það þýðir hér í þessari merkingu þegar það stendur með -kar/-kur.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar frá 1989, sem nú er aðgengileg á málið.is á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er grein um orðið strákur. Ég tek upp það sem ég tel skipta máli til að svara spurningunni en bendi á greinina til þess að lesa meira. Í útgefnu bókinni er greinin á bls. 968.

strákur k. ‘drengur, piltur; hrekkjalómur, prakkari; hrekkvísi; umrenningur; ruddi; skýjastrókur, skýjaklakkur; nafn á fjalli og fjallstoppi í örn.’; sbr. nno. stråk k. ‘stór og stirðlegur maður; trékirna, stokkur’. Upphafl. merk. orðsins er líkl. ‘stúfur, stafur’ e.þ.h.; þaðan æxlast merk. ‘drengstúfur’; orðið fær svo niðrandi tákngildi, sbr. merkingarferli orða eins og drengur og piltur...

Strá- er ekki forskeyti í strákur heldur er stofn orðsins strák- og -ur er beygingarending. Myndin sýnir ítalskan strák og er frá 19. öld eftir óþekktan breskan málara.

Af þessu sést að strá- er ekki forskeyti í strákur heldur er stofn orðsins strák- og -ur er beygingarending. Það má einnig sjá á nýnorska orðinu stråk.

Íslenska orðið karl og nýnorska orðið kar eru tengd á allt annan hátt. Um það segir Ásgeir:

1 karl k. ‘karlmaður; gamall maður; eiginmaður; almúgamaður; †þegn,…’; sbr. fær. kallur, nno. kar, kall, sæ. og d. karl, sbr. einnig fhþ. kar(a)l‘karlmaður, eiginmaður, brúðgumi’; ...

Mynd:

...