Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 416 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvaða rannsóknir hefur Nanna Hlín Halldórsdóttir stundað?

Nanna Hlín Halldórsdóttir er nýdoktor í heimspeki við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið innan femínískrar heimspeki og gagnrýnna fræða en hafa beinst í auknum mæli að læknahugvísindum og lífsiðfræði. Berskjöldun, vald, þreyta og jafnrétti eru þau helstu hugtök sem Nanna hefur fengist við auk hei...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru kengúrur í útrýmingarhættu?

Kengúrur eru pokadýr af ættinni Macropodidae. Stundum er hugtakið notað í víðri merkingu og nær þá yfir kengúrur af öllum stærðum, en oft er það aðeins notað um stærstu tegundir ættarinnar. Minni kengúrur eru þá kallaðar vallabíur (e. wallaby). Stundum er einnig talað um wallaroo, en höfundur þessa svars veit ekki...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Voru til strigaskór 1918?

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag. Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?

Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, of...

category-iconHeimspeki

Hvað er borgaravitund?

Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafa marglyttur marga fætur eða hvað sem það heitir?

Marglyttur hafa ekki fætur frekar en önnur sjávardýr enda eru fætur gagnlitlir í sjónum. Angarnir sem ganga niður úr þeim eru griparmar (e. oral arms) sem þær nota til þess að hremma bráð. Á þessum örmum eru einnig sérstakar stingfrumur (nematocyst) sem marglyttur nota bæði til þess að veiða og í sjálfsvörn. A...

category-iconVeðurfræði

Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera í loftslagsmálum?

Upphaflega hljóðaði spurningina svona: Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera varðandi loftslagsbreytingar? Íslensk stjórnvöld vinna að loftslagsmálum á margvíslegan hátt. Stjórnvöld taka þátt í alþjóðlegri samvinnu og bera ábyrgð á skuldbindingum Íslands í alþjóðasamningum. Stjórnvöld gera áætlanir um að draga ú...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Rúnar Unnþórsson rannsakað?

Rúnar Unnþórsson er prófessor í verkfræði við Háskóla Íslands og deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar. Rannsóknir Rúnars eru á sviði hönnunar, þróunar og endurbóta á samþættum kerfum. Viðfangsefnin hafa verið fjölmörg en allflest falla þau í tvo flokka. Annars vegar lausnir sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar er hægt að nálgast skrá yfir útdauð dýr?

Víða á Netinu er hægt að finna vefsíður með upplýsingum um útdauð dýr. Fyrst má nefna síðu á Wikipedia sem heitir Lists of extinct animals. Þar er að finna marga lista yfir útdauð dýr, flokkaða til dæmis eftir svæðum/heimsálfum og hópum dýra (fuglar, spendýr og svo framvegis). Í mars 2018 dó síðasta karldýrið a...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvar og hvenær var tokkaríska töluð og af hverjum? Er eitthvert tungumál komið af tokkarísku?

Svar í hnotskurn: Tokkarísku málin tvö, sem yfirleitt eru táknuð “A” og “B” eða kölluð austur- og vesturtokkaríska, voru töluð af afkomendum indóevrópsks þjóðflokks í norðanverðri Tarim-lægð, sem er á sjálfstjórnarsvæðinu Sinkíang í Vestur-Kína. Tokkarísku málheimildirnar eru frá því um 500 til 900 eftir Krist...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er saga þungarokksins?

Þungarokk (e. heavy metal) er ein allra vinsælasta og gróskumesta undirstefna dægurtónlistarinnar. Ýmsar kenningar eru uppi um hvenær það varð til. Sumir nefna lagið „Born to be Wild“ með hljómsveitinni Steppenwolf, þar sem setningunni „heavy metal thunder“ er fleygt fram og tónlistin svo sannarlega rokk í þyngri ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er hægt að endurlífga útdauð dýr?

Í sögu lífs á jörðinni eru þekktar fimm stórar útdauðahrinur þar sem margar tegundir og fjölskyldur lífvera dóu út. Ein slík hrina varð til dæmis við lok permtímabilsins og önnur í lok krítartímans þegar risaeðlurnar dóu út (endanlega, nema fuglarnir sem eru af þeim komnir). Sjötta útdauðahrinan er hafin. Ólíkt þe...

category-iconLæknisfræði

Hvað er hæðarveiki?

Þegar komið er upp í mikla hæð, 2500 metra yfir sjávarmál eða meira, getur svonefnd hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Súrefni minnkar eftir því sem hærra dregur og líkaminn bregst við súrefnisskorti með því að setja í gang aðlögunarferli. Þessi viðbrögð líkamans duga þó ekki alltaf til eða g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?

Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisv...

Fleiri niðurstöður