Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 314 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Að hvaða leyti var íslenski rostungastofninn frábrugðinn öðrum rostungastofnum?

Greining á breytileika í hvatberaerfðaefni rostungstanna frá Íslandi hefur leitt í ljós að hér á landi hafi verið sérstakur stofn rostunga fyrir landnám og á fyrstu öldum byggðar í landinu (Keighley o.fl. 2019). Með aldursgreiningu á 34 tönnum, út frá samsetningu ísótópa, kom í ljós í sömu rannsókn að þrjár yngstu...

category-iconVeðurfræði

Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?

Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi. Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 19...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er veira?

Veira (e. virus) er örvera sem inniheldur erfðaefni en getur þó ekki fjölgað sér sjálf. Hver gerð af veiru getur sýkt ákveðna lífveru og fjölgað sér innan fruma hennar. Veirur eru mjög sértækar með tilliti til hýsillífvera og geta oftast bara sýkt eina eða fáar tegundir, til dæmis bara menn eða nokkrar tegundir dý...

category-iconEfnafræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Snorri Þór Sigurðsson rannsakað?

Snorri Þór Sigurðsson er prófessor í efnafræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann starfar við lífræna efnafræði, en sérsvið hans eru kjarnsýruefnafræði og efnafræði stöðugra stakeinda. Rannsóknir Snorra eru í eðli sínu þverfaglegar og byggja að miklu leyti á samvinnu við bæði íslenska og erlenda rannsóknah...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru eineggja tvíburar með nákvæmlega eins erfðaefni?

Eineggja tvíburar eru komnir af einni og sömu okfrumunni og hafa nákvæmlega eins erfðaefni ef undan eru skildar stökkbreytingar sem kunna að hafa orðið í líkamsfrumum þeirra. Þeir eru samt aldrei alveg eins, sem sýnir og sannar að genin ein ráða ekki öllu um þroskun einstaklingsins. Eins mundi fara ef menn yrðu ei...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var fyrsta lífveran á jörðinni?

Ein af grundvallarstaðreyndum líffræði er sú að líf verður einungis til af öðru lífi, að lífverur eru getnar af öðrum lífverum. Ein af frægari tilraunum Louis Pasteur fjallar um þessa kenningu um lífgetnað (biogenesis). Tilraun Pasteur fólst í því að sjóða og dauðhreinsa næringarlausn í glerkolbu sem er tengd við ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Vísindavefnum árið 2012 þessi hér: Geta dýr gert konur óléttar? Hver er uppruni og merking páskaeggsins? Tengjast mótorhjólaklúbbar eins og Hells Angels vafasamri starfsemi eins og margir halda fram? Hvers vegna er hjátrú kringum föstudagin...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eru veirur greindar í mönnum?

Í dag eru veirur að mestu leyti greindar með svonefndum kjarnsýrugreiningum (PCR). Í þeim er erfðaefni einangrað úr sýnum og veiruerfðaefni magnað upp og greint með vísum sem eru sértækir fyrir hverja veiru.[1] Þessi aðferð mælir þó einungis hvort veiruerfðaefni finnist í sýninu en ekki hvort heilar veiruagnir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað varð um landnámssvínið, dó það út?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hefur fundist erfðaefni úr íslenskum landnámssvínum? Íslenskir landnámsmenn, sem talið er víst að hafi verið blanda fólks frá Skandinavíu og Bretlandseyjum,[1] höfðu með sér til landsins allar þær búfjártegundir sem tilheyrðu hefðbundnum landbúnaði þess tíma. Hi...

category-iconLífvísindi: almennt

Stökkbreytist veiran sem veldur COVID-19 hraðar en aðrar RNA-veirur?

Erfðamengi veira er lítið, það getur verið frá rúmlega þúsund bösum upp í um milljón basa. Til samanburðar eru um 6,5 milljarðar basa í hverri frumu manna. Stökkbreytihraði erfðaefnis er í öfugu hlutfalli við stærð erfðamengja, þannig að minni erfðamengi stökkbreytast örar. Fjallað er meira um þetta í svari við sp...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru allir í heiminum skyldir? Hvers vegna?

Já, allar lífverur á jörðinni eru komnar af sömu rót, sama "forföður." Samkvæmt þróunarkenningu Darwins og erfðafræði nútímans er allt líf á jarðríki komið af einni rót, frá einfrumungum sem voru hér á jörðinni fyrir um það bil 3,5-4 milljörðum ára. Allt líf einkennist af tilteknum atriðum eins og vexti...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stökkbreytingar í veirunni sem veldur COVID-19?

Eins og í öðru erfðaefni er tíðni stökkbreytinga í SARS-CoV-2-veirunni lágur. Áætlað er að við eftirmyndun erfðaefnisins verði mistök í um einu af milljón skiptum, það er stökkbreytingartíðnin í hverju basaseti (e. nucleotide position) er ~10-6 fyrir hverja eftirmyndun. Líklegt er að veiran eftirmyndist að mi...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?

Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...

Fleiri niðurstöður