Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 891 svör fundust
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Hver eru mengunaráhrif brennisteins?
Brennisteinn er frumefni sem þekkt hefur verið allt frá forsögulegum tíma og flest tungumál heimsins hafa um það sérheiti, eins og til dæmis:brimstone – enskaschwefel - þýskaazufre - spænskarikki - finnskaiwo - japanskaliu huang - kínverskagundhuk - hindíisibabule - zúlúmál Orðið súlfúr sem er nokkuð alþjóðlegt he...
Hvað er Parkinsonssjúkdómur?
Parkinsonssjúkdómur er kenndur við enski lækninn James Parkinson sem uppgötvaði hann árið 1817. Sjúkdómurinn einkennist af stífleika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. Við honum er engin lækning en með lyfjagjöf er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum í langan tíma. Nú nýlega er með góðum árangri farið að græð...
Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig...
Hvað er í brunablöðrum á húðinni?
Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru. Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og get...
Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík? Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökun...
Hvers konar lýðræði er í Evrópusambandinu?
Flestir Vesturlandabúar líta líklega á lýðræði sem rótgróið, sjálfsagt fyrirbæri en því fer fjarri að svo sé ef grannt er skoðað. Með góðum rökum má halda því fram að einu Evrópuríkin sem búið hafa við stöðugt og ótruflað lýðræði síðustu 50 árin séu Bretland, Benelux-löndin og Norðurlönd, að Finnlandi undanskildu....
Hvers konar sjúkdómur er beinstökkvi?
Beinstökkvi er ríkjandi erfðasjúkdómur sem erfist á líkamslitningi (e. autosomal), það er ekki á kynlitningi. Sjúkdómurinn veldur óeðlilegri eða of lítilli framleiðslu á kollageni en það er algengasta prótínið í líkamanum og gegnir til dæmis mikilvægu hlutverki í húð, beinum, æðum, tönnum, liðböndum og augum. Erle...
Hvernig er hugtakið „háskóli“ skilgreint? Gerir vísindasamfélagið siðfræðilegar lágmarkskröfur til starfsemi háskóla?
Skilgreining á háskóla er síður en svo hoggin í stein. Orðið „háskóli“ á íslensku er gjarnan notað sem þýðing á hinu alþjóðlega heiti „universitas“ sem mörg önnur tungumál nota í einni eða annarri mynd. Þetta hugtak vísar einfaldlega í samfélag nemenda og kennara og er dregið af latínu: universitas magistrorum et ...
Hver er stærstu orrustuskip sem smíðuð hafa verið?
Japönsku systurskipin Yamato og Musashi eru stærstu orrustuskip sem nokkurn tíma hafa verið smíðuð, 71.660 tonn og um 260 m löng. Þau voru smíðuð í Japan á árunum 1937 til 1942 og ætlað að styrkja japanska flotann. Skipin voru meðal annars búin níu 46 cm fallbyssum sem skiptust á þrjá fallbyssuturna. Hver fallbyss...
Hvað getið þið sagt mér um ástralskar eðlur?
Alls hafa fundist um 540 tegundir af eðlum á meginlandi Ástralíu. Mikill meirihluti þeirra tilheyrir fimm ættum en þær eru gekkóar (Gekkonidae), ormeðlur (Pygopodidae), drekar (Agamidae), skinkur (Scincidae) og frýnur (Varanidae). Gekkóar eru yfirleitt smáar og stóreygðar nætureðlur. Þær eru sérstaklega algenga...
Hvað þýða upphleyptu punktarnir neðst á bjórflöskunum?
Punktar sem finnast á hælnum á bjórflöskum gefa einfaldlega til kynna hvaða mót hefur verið notað við gerð flöskunnar hjá framleiðanda. Hvert mót hefur eigin punktamerkingu til að auðveldara sé að rekja galla á flöskunum. Punktarnir hafa því ekkert með sjálfan bjórinn að gera. 1) Stútur, 2) krag...
Hver er uppruni og saga hnitakerfisins?
Fræðimenn fornaldar höfðu mikinn áhuga á stjörnufræði. Babýloníumenn voru fyrstir til að þróa hnitakerfi til að lýsa staðsetningu á himinhvelinu. Stjörnufræðingurinn Ptólemaíos (um 100–178) notaði þetta hnitakerfi á 2. öld e. Kr. í bók sinni Almagest sem var meginrit um stjörnufræði um margar aldir. René Des...
Voru einhverjir krakkar á Þingvöllum 17. júní 1944?
17. júní 1944 er einn merkasti dagur í sögu Íslendinga. Þá var lýðveldið Ísland stofnað á Þingvöllum. Fjölmenni var saman komið þennan gleðiríka dag á Þingvöllum og víðar á landinu að fagna fengnu frelsi við endalok hartnær sjö alda skeiðs erlendra yfirráða. Þeir sem hafa séð myndir af hátíðinni á Þingvöllum t...
Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?
Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...