Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5552 svör fundust

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er stærsta reikistjarnan?

Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu okkar. Þvermál Júpíters er 142.984 km en jörðin er 12.756,3 km í þvermál. Þvermál Júpíters er þá nærri því að vera 11 sinnum þvermál jarðarinnar. Massi Júpíters er 1.9x1027 kg. Lengi var talið að sextán tungl gangi kringum Júpíter en nú eru þau talin um 30. Sú tala gæti...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað heitir hæsta fjallið í Danmörku?

Heimildum ber ekki mjög vel saman þar sem hver þúfa og steinn skiptir máli í þessu tilviki. Þó eru tvö fjöll sem helst eru nefnd, Ejer Bavnehöj (um 171 m) og Yding Skovhöj (um 173 m). Danmörk er mjög láglent land svo að varla er hægt að tala um eiginleg fjöll þegar talað er um „hæsta fjall í Danmörku". Það segi...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er tunglið langt frá jörðu?

Tunglið er að meðaltali 384.400 km frá jörðu. Mesta fjarlægð þess er 405.500 km en minnsta 363.300 km. Ástæða þess að tunglið er ekki alltaf í sömu fjarlægð frá jörðu er sú að braut þess um jörðu er ekki hringur heldur sporbaugur ("ellipsa"). Miðskekkja hennar er 0,0549 en í því felst meðal annars að fjarlægð jarð...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er kreppa?

Hagfræðingar nota hugtakið kreppa (e. depression) til að lýsa alvarlegum samdrætti (e. recession) í efnahagslífinu. Með samdrætti er átt við að framleiðsla þjóðarbúsins á vörum og þjónustu hefur minnkað. Einkennin eru meðal annars að þjóðarframleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Stundum er notað sem þum...

category-iconHugvísindi

Hversu margir bjuggu á Íslandi þegar Snorri Sturluson var uppi?

Erfitt er að meta íbúafjölda á Íslandi fyrir tíma fyrsta manntalsins 1703. Það hefur þó verið reynt, til dæmis hér á Vísindavefnum í svari Gísla Gunnarssonar við spurningunni Er það satt að innan við milljón manns hafi fæðst á Íslandi frá upphafi? Snorri Sturluson fæddist árið 1179 og lést árið 1241. Um tímab...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að fá yatsý í fyrsta kasti eingöngu, ef notaðir eru sex teningar?

Á Vísindavefnum eru til svör við nokkrum spurningum um yatsý og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?Ef maður vill bara fá sem hæsta samanlagða summu á teningana í Yatsý, hvernig á maður að fara að?Til að reikna líkurnar á að fá yatsý í allra fyrsta ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Af hverju gerðist Miklihvellur ("big bang") út úr engu?

Í fyrsta lagi þá er ekki vitað hvort Miklihvellur hafi gerst "út úr engu". Í raun er ekki víst að við fáum nokkurn tíman svar við þeirri spurningu. Vitað er í dag að alheimurinn er að þenjast út og frá þeirri vitneskju koma hinar viðteknu hugmyndir um Miklahvell. En ef við gerum ráð fyrir að Miklihvellur hafi ...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvenær varð alheimurinn til?

Hægt er að beita nokkrum aðferðum til að finna aldur alheimsins og þessum aðferðum ber ekki alveg saman. Auk þess þróast aðferðir og hugmyndir ört. Um þessar mundir telja flestir aldur alheimsins vera á bilinu 11-20 milljarðar ára og margir þrengja bilið frekar og tala um 12-14 milljarða. Þetta er gífurlega lan...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?

Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef heilinn væri tölva hveru mörg gígabæti væri hann þá?

Vísindamenn telja að í mannsheila séu líklega um 100 milljarðar heilafruma. Hver heilafruma tengist að meðaltali 3000 öðrum og tengingar á milli fruma í heilanum eru því eitthvað um 100 billjónir! Hver tenging getur síðan tekið nokkur gildi, sumir telja jafnvel að gildin gætu verið allt að 10. Sé það rétt þá erum ...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að segja "margt fólk" eða "mikið fólk"?

Það telst betra mál að nota lýsingarorðið margur um það sem hægt er að telja. Sem dæmi mætti nefna: Það voru margir krakkar á leikvellinum fremur en Það var mikið af krökkum á leikvellinum, Margir bílar voru á stæðinu fremur en Mikið af bílum var á stæðinu. Á sama hátt telja margir betra mál að segja: Það var marg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru landsteinar og hvert fara þeir sem halda út fyrir landsteinana?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Til hvers er vísað með hugtakinu „landsteinar“? Sbr. út fyrir landsteinana. M.ö.o. Hvað eru/voru „landsteinar“? Orðið landsteinar merkir ‘steinar í fjöruborði’ og er notað enn. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er í þriðja árgangi Rita þess Islendska lærdóms-li...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að setja 9 tölur í þrjár sex talna raðir þar sem hver tala kemur fyrir í tveimur röðum?

Til dæmis svona: 1  2  3  4  5  6 7  8  9  1  2  3 4  5  6  7  8  9...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er vitað um áhrif tónlistar á námshæfileika?

Tengsl tónlistar við önnur svið Hér er að líkindum átt við áhrif tónlistarnáms á námsgetu í öðrum greinum en tónlist. Í hnotskurn er svarið við spurningunni þetta: Á grundvelli þeirra vísindarannsókna sem fram hafa farið til þessa er hvorki hægt að staðfesta né alfarið hafna þeim möguleika að tónlistarnám geti...

Fleiri niðurstöður