Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1895 svör fundust

category-iconSálfræði

Er það rétt að trú sé einkenni heilaskaða eða stafi af heilasjúkdómi?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvað er hæft í þeirri staðhæfingu að trú sé bara einkenni heilaskaða sem fólk hefur orðið fyrir eða heilasjúkdóms? Spurt er í framhaldi af orðræðu sem átti sér stað á Netinu um trúfrelsi þar sem þessu var haldið fram. Viðkomandi lagði fram greinina Damaged brains escape...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi?

Upprunalega spurningin var:Hvers vegna eru steingervingar af hitabeltisgróðri á Tjörnesi og víðar á Íslandi? Hve langt er síðan það var? Ef nefna ætti einn stað á Íslandi, sem mikilvægastur væri talinn fyrir rannsóknir á sögu jarðar, kæmi Tjörnes án efa upp í huga margra. Á vestanverðu nesinu, í víkum og skorni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég á kött sem veiðir stundum fugla en kann ekki að veiða fiska. Af hverju finnst honum samt fiskur góður?

Hér er einnig svarað spurningu Kötlu Sigurðardóttur: "Hvers vegna eru kettir sólgnir í fisk?" og spurningu Inga B.: "Af hverju finnst köttum fiskur svona góður, þrátt fyrir að hann geti varla verið í fæðukeðju þeirra?" Kettir veiða mest lítil spendýr, en rannsóknir á bæði heimilisköttum sem leita að fæðu úti ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?

Svartbakurinn (Larus marinus) er stærstur íslenskra máva og getur hann vegið rúmlega 2 kg og haft vænghaf allt að rúmlega 1,5 m. Svartbakurinn er fyrst og fremst sjómávur, hann verpir í jafnslétta dyngju og leggur ekki sérstaklega hart að sér við hreiðurgerðina. Eggin eru að meðaltali þrjú og fer varpið fram snemm...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað dreymir fálka á nóttunni?

Við getum ekki vitað hvort fálka dreymir á nóttunni og þá hvað þá dreymir. Ástæðan fyrir því eru sú sama og fjallað er um í svari við spurningunni Dreymir ketti? - við höfum enga leið til þess að spyrja þá. Segjum sem svo að hægt væri að gera rannsókn á fálkum sem mundi leiða í ljós að þá dreymdi þegar þeir so...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?

Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius. Andarkemba (Corythos...

category-iconLæknisfræði

Eru minni líkur á því að börn sem alast upp með dýrum fái ofnæmi?

Rannsóknir hafa sýnt að minnkun ofnæmisvaka í loftinu hefur takmörkuð verjandi áhrif gegn myndun ofnæmis. Það er engin ástæða til að forðast dýr á fyrstu árunum þar sem það gæti jafnvel minnkað líkur á að mynda ofnæmi (Simpson A, Custovic A. Pets and the development of allergic sensitization. Curr Allergy Asthma R...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað þarf maður að borða mikið sælgæti, án þess að bursta tennurnar, til að tennurnar detti úr manni?

Ef við vildum svara þessu beint með rannsóknum, væri einfaldast að láta einstaklinga í tilteknum hópi borða misjafnlega mikið af sælgæti án tannburstunar, og fylgjast síðan með þróun tannskemmda. Slík rannsókn mundi ekki fullnægja kröfum nútímans um siðfræði í vísindarannsóknum. Nú á dögum yrðum við því að láta ób...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um simpansa?

Simpansar (Pan troglodytes) eru ein af fjórum tegundum svokallaðra stórapa (Pongidea). Simpansar lifa í regnskógum og savanna-skóglendi Afríku allt frá Gambíu austur til Viktoríuvatns og norðvesturhéraða Tansaníu. Þeir eru ein tegund en hún greinist í þrjár deilitegundir, sem eru: Pan troglodytes troglodytes (e. c...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá iguana-eðlur?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni:Getið þið sagt mér það helsta um iguana-eðlur? Til eru margar tegundir svokallaðra iguana-eðlna (eðlur af ættkvíslinni Iguana) en algengust sem gæludýr og um leið kunnasti meðlimur ættkvíslarinnar, er án efa græna iguana-eðlan (Iguana iguana) og verður svarið hér að ne...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er snertiskyn?

Snertiskyn telst til húðskyns eins og varmaskyn (hitaskyn og kuldaskyn). Snertiskynið er elsta, frumstæðasta og þaulsetnasta skyn okkar. Það er fyrsta skynið sem við upplifum í móðurkviði og það síðasta sem við missum áður en við deyjum. Snerting er skynjuð þegar snertinemar í húðinni eða vefjum beint undir hen...

category-iconSálfræði

Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?

Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...

category-iconLæknisfræði

Hvað er áfengiseitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Eru til margar gerðir af áfengiseitrun? Hver eru einkennin? Er hættulegt að blanda saman orkudrykkjum og áfengi? Með hugtakinu áfengiseitrun er í raun átt við þau einkenni sem fylgja ofskammti af áfengi. Virka efnið í öllu áfengi (bjór, léttvíni, brenndum drykkjum) er það sama...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?

Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...

category-iconVeðurfræði

Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?

Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...

Fleiri niðurstöður