Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?

Jón Már Halldórsson

Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius.

Andarkemba (Corythosaurus casuarius) varð um níu metra löng og vó yfir fjögur tonn.

Andarkemban var norður-amerísk tegund. Hún var uppi var á síð-krítartímabilinu fyrir um 100 - 65 milljón árum síðan. Hún hafði lágt og fínlegt trýni og kringdan flatan kamb. Trýnið virðist vera aðlögun að sérhæfðara fæðuvali en hjá mörgum öðrum grasbítum og þá má leiða getum að því að hún hafi leitað í aldin og nýsprottin laufblöð.

Fundist hafa mjög tilkomumiklir og heillegir steingervingar af andarkembu en skepna þessi varð um níu metrar á lengd. Það sem er enn merkilegra er að það hafa fundist för eftir húð sem segir okkur að hún hafi verið með keilulaga hnúða neðst á bolnum en samfelt skinnkögur eftir bakinu.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.2.2014

Spyrjandi

G. Þóra Ingimarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?“ Vísindavefurinn, 19. febrúar 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66101.

Jón Már Halldórsson. (2014, 19. febrúar). Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66101

Jón Már Halldórsson. „Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?“ Vísindavefurinn. 19. feb. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66101>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er íslenska nafnið á risaeðluættkvíslinni Corythosaurus?
Íslenska nafnið á ættkvíslinni Corythosaurus er andarkemba, en einnig kúfeðla. Latneska heitið má hins vegar þýða sem hjálmeðla. Fyrst var talið að allt að sjö tegundir tilheyrðu ættkvíslinni en rannsóknir hafa síðar leitt í ljós að líklega var tegundin aðeins ein, Corythosaurus casuarius.

Andarkemba (Corythosaurus casuarius) varð um níu metra löng og vó yfir fjögur tonn.

Andarkemban var norður-amerísk tegund. Hún var uppi var á síð-krítartímabilinu fyrir um 100 - 65 milljón árum síðan. Hún hafði lágt og fínlegt trýni og kringdan flatan kamb. Trýnið virðist vera aðlögun að sérhæfðara fæðuvali en hjá mörgum öðrum grasbítum og þá má leiða getum að því að hún hafi leitað í aldin og nýsprottin laufblöð.

Fundist hafa mjög tilkomumiklir og heillegir steingervingar af andarkembu en skepna þessi varð um níu metrar á lengd. Það sem er enn merkilegra er að það hafa fundist för eftir húð sem segir okkur að hún hafi verið með keilulaga hnúða neðst á bolnum en samfelt skinnkögur eftir bakinu.

Mynd:

...