Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1949 svör fundust

category-iconHugvísindi

Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?

Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er það bara mýta að rykmaurar séu á Íslandi?

Rykmaurar eru áttfætlumaurar sem taldir eru útbreiddir um allan heim og í mörgum löndum eru þeir ein meginorsök fyrir astma og ofnæmisbólgum í nefi. Þeir eiga einnig þátt í ofnæmisexemi (barnaexemi), sem er mjög algengt fyrstu tíu ár ævinnar. Oftast er talað um tvær tegundir rykmaura: Dermatophagoides pteronyssinu...

category-iconSálfræði

Af hverju verðum við ástfangin?

Spurningin af hverju við verðum ástfangin er tengd spurningunni Hvað er ást? Í stuttu máli er þörfin og hæfileikinn til að verða ástfanginn manneskjunni eðlislægur. Forsendur hvers einstaklings eru þó misjafnar hvað varðar hvort tveggja. Þessar forsendur eru félagslegar, persónulegar, tilfinningalegar, kynferðisle...

category-iconHagfræði

Eru borgaralaun raunhæfur kostur?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...

category-iconHugvísindi

Er hægt að rökstyðja það af hverju mér finnst jarðarberjasulta bragðbetri en bláberjasulta?

Rökstuðningur getur verið með ýmsu móti og almennt er talað um tvenns konar rök, afleiðslu og tilleiðslu. Um þetta má til dæmis lesa í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? og svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Er hægt að rökstyðja allt? Hér verður gert ráð fyrir að fyrst o...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar rannsóknir á atferli dýra stundaði Konrad Lorenz og hver eru helstu rit hans?

Um Konrad Lorenz er einnig fjallað í svari eftir sama höfund við spurningunni: Hver var Konrad Lorenz og hvert var framlag hans til vísindanna? Árið 1973 deildi Lorenz Nóbelsverðlaunum í læknis- og lífeðlisfræði með tveimur kollegum, landa sínum Karl von Frisch (1886-1982) og Hollendingnum Nikolaas Tinbergen (1...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...

category-iconStærðfræði

Hvernig er hægt að sanna stærðfræðilega að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4?

Áður hefur verið fjallað um þetta efni í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig vitum við að 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4? Þar var stuðst við eftirfarandi skilgreiningu á náttúrulegu tölunum $1$, $2$, $3$, og svo framvegis: Segjum að við höfum tvö söfn af hlutum og að við getum parað hlutina úr fyrra safninu sa...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna. Höfundi þessa svars finnst lík...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er sameind?

Með öflugustu smásjám sem til eru í dag, sem hafa meira en milljónfalda stækkun, má sjá að ýmis efni eru búin til úr litlum óreglulegum ögnum sem eru kallaðar sameindir (einnig stundum nefndar "mólikúl" eftir alþjóðlega heitinu, samanber "molecule" á ensku). Við nánari athugun má sjá að þessar "óreglulegu" sameind...

category-iconNæringarfræði

Hvað eru E-efni sem notuð eru í matvæli og hvers vegna heita þau þessu nafni?

E-efni, öðru nafni aukefni, eru fjölbreytilegur hópur efna sem eru notuð við framleiðslu matvæla til að hafa áhrif á ýmsa eiginleika þeirra, svo sem lit, lykt, bragð, útlit, geymsluþol og fleira. Mörg aukefni auka því gæði og stöðugleika vörunnar og minnka líkur á að matvæli skemmist. Aukefni eru rannsökuð með...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig varð fyrsta mannvera í heiminum til?

Þróunarfræðin gerir ekki ráð fyrir að til hafi verið nein ein "fyrsta mannvera." Það þarf að minnsta kosti tvo einstaklinga, karl og konu, til að nýr einstaklingur verði til og líf verður einungis til af öðru lífi (sjá umfjöllun um lífgetnað). Hinsvegar má segja að þegar tegund verður útdauð þá sé til síðasta líf...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju blikkar maður augunum og hversu oft blikkar maður að meðaltali á mínútu?

Augnlokin gegna ákaflega mikilvægu hlutverki og má segja að hér eigi við hið fornkveðna: "Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur". Þau verja augun fyrir umhverfi sínu, svo sem aðskotahlutum, ryki og ljósi, og halda auganu röku með því að dreifa táravökva yfir það með reglulegu millibili. Tárin verja a...

category-iconTrúarbrögð

Af hverju heitir föstudagurinn langi þessu nafni?

Þetta er eitt af því sem er ekki vitað með vissu. Eðlilegasta skýringin er sú að dagurinn hefur vissulega verið býsna langur í lífi Krists samkvæmt píslarsögunni og endaði með langri pínu á krossinum. Önnur skýring er að kaþólskum mönnum fyrr á öldum hefur þótt dagurinn langur. Þeir höfðu þá fastað í margar vikur ...

category-iconNæringarfræði

Eru guarana og koffein holl eða óholl? Hver er virki þátturinn í þeim og hver er efnafræðileg verkun þeirra á líkamann?

Koffein, eða öðru nafni trímetýlxantín, er í ýmsum plöntum í náttúrunni, svo sem kaffiplöntunni og guarana. Það er því koffein sem er hinn eiginlegi virki þáttur í guarana, en styrkur koffeins í hinum rauðu guaranaberjum er 7 sinnum meiri en í kaffibauninni. Koffein hefur örvandi áhrif á líkamann, það örvar með...

Fleiri niðurstöður