Segjum að við höfum tvö söfn af hlutum og að við getum parað hlutina úr fyrra safninu saman við hlutina úr seinna safninu þannig að enginn hlutur gangi af. Þá segjum við að söfnin tvö hafi jafn marga hluti. Ef hlutir úr tveimur söfnum eru paraðir saman þannig að einn eða fleiri hlutir gangi af úr öðru safninu, þá er það sagt hafa fleiri hluti en hitt safnið, sem er sagt hafa færri hluti. Skiptum nú öllum mögulegum söfnum af hlutum í hópa þannig að söfnin í sérhverjum hópi hafi jafn marga hluti. Röðum síðan hópunum þannig að alltaf séu fleiri hlutir í næsta hóp á eftir. Við auðkennum nú sérhvern hóp með nákvæmlega einni tölu á eftirfarandi hátt: Fyrsti hópurinn er auðkenndur með tölunni „einn“, næsti með tölunni „tveir“, hópurinn þar á eftir með tölunni „þrír“, og svo framvegis.Þessi skilgreining nær ágætlega yfir hversdagslegan skilning okkar á náttúrulegu tölunum, enda notum við þær til að lýsa fjölda í daglegu lífi. Frá sjónarhóli stærðfræðinnar er hún hins vegar ónothæf, því hún er algjörlega háð áþreifanlegum hlutum. Stærðfræðin krefst óhlutstæðrar skilgreiningar þar sem grundvallareiginleikar náttúrulegu talnanna eru settir fram á skýran og ótvíræðan hátt. Ein fyrsta nothæfa skilgreiningin kom frá ítalska stærðfræðingnum Giuseppe Peano (1858-1932) árið 1889. Þegar skilgreiningin er notuð nú til dags er talan $0$ yfirleitt talin til náttúrulegu talnanna og gert er ráð fyrir að þær fullnægi eftirfarandi fimm frumsendum:
- Til er náttúruleg tala sem táknuð er með $0$.
- Fyrir sérhverja náttúrulega tölu $n$ er til nákvæmlega ein náttúruleg tala $n^\ast$, sem kallast eftirfari tölunnar $n$.
- $0$ er ekki eftirfari neinnar náttúrulegrar tölu.
- Eftirfarar tveggja ólíkra náttúrulegra talna eru ólíkir: Ef $n \neq m$ er $n^\ast \neq m^\ast$.
- Ef tiltekin fullyrðing um náttúrulegu tölurnar er þannig að
- hún er sönn fyrir $0$;
- ef hún er sönn fyrir náttúrulega tölu $n$, þá er hún líka sönn fyrir $n^\ast$;
- $a+0=a$ fyrir allar náttúrulegar tölur $a$.
- $a+b^\ast = (a+b)^\ast$ fyrir allar náttúrulegar tölur $a$ og $b$.
- Lemmermeyer, F. (2011). Numbers and Curves. Berlin: Springer-Verlag. (Sótt 16.9.2022).
Er 1 + 1 = 2? Er hægt að sanna að 1 + 1 séu ekki 2? (Loftur) Hvað er 1 + 1? (Stefán) Hvernig er hægt að sanna að 2 + 2 = 4 en ekki jafnt og 5? (Valdimar) Er hægt að sanna að 2 + 2 séu í raun og veru 4? (Einar) Rússneski heimspekingurinn Lev Shestof sagði að ef „ósýnileg hönd“ hefði frá örófi alda alltaf bætt ósýnilegum 1 inn í útreikninginn þá myndu stærðfræðingar (og aðrir) halda að 2 + 2 sé alltaf það sama og 5. Hvað er til í þessari skoðun? (Róbert) Af hverju er 1 + 1 + 1 = 3? (N.N.)
Þetta svar var upprunalega skrifað árið 2011, þegar höfundur var starfsmaður Vísindavefsins.