Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna.

Höfundi þessa svars finnst líklegast að spyrjandi hafi fyrst og fremst verið á höttunum eftir kvenkyns jólasveinum, en til öryggis er þó réttast að birta einnig lista yfir dætur Grýlu (um öll börn Grýlu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?)

Þekktar dætur Grýlu
Ausa Kyppa Næja Sóla
Bikkja Leiðindaskjóða Skotta Syrpa/Surtla
Bóla Leppatuska Skráma Taska
Flaska Lúpa Sleggja Típa
Hnyðja Mukka Stefna Tæja
Hnúta Nípa Strympa Þóra

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um að minnsta kosti 78 nöfn jólasveina frá fyrri tíð. Langflest þeirra vísa til karlkynsfyrirbæra en fimm heiti vísa til kvenkynsvera. Þau eru:
  • Flotnös (1990)
  • Flotsokka (1990)
  • Klettaskora (um 1860)
  • Redda (um 1860)
  • Sledda (um 1860)

Frásagnir af tveimur fyrstnefndu verunum heyrðust í útvarpsþætti RÚV í desember árið 1990, frá heimildamönnum af Vestfjörðum; Flotsokka úr Dýrafirði og Flotnös úr Önundarfirði. Eins og nöfn þeirra gefa til kynna stálu þær floti fyrir jólin, önnur lét flotið í sokk og hin tók það beinlínis í nefið!

Hin nöfnin þrjú, Klettaskora, Redda og Sledda, eru mun eldri. Þau koma fyrir í þulum sem bárust þjóðsagnasafnaranum Jóni Árnasyni um 1860. Redda og Sledda eru nefndar í gamalli þulu úr Steingrímsfirði og Klettaskora í þulu frá heimildarmanni sem var alinn upp í Skagafirði. Sem jólasveinaheiti birtist Klettaskora fyrst á prenti í ritinu Allrahanda árið 1946 en Redda og Sledda árið 1958, í nýrri útgáfu þjóðsagna Jóns.

Um nöfnin þrjú er þetta helst að segja: Klettaskora er auðskilið náttúruheiti, skarð eða rauf í klettum og seinni hluti orðsins hefur einnig kynferðislega aukamerkingu.

Nafnið Redda þekkist einnig sem kýrheiti í kúaþulu.

Lítið er vitað um nafnið Redda, fyrir utan að það þekkist einnig sem kýrheiti í kúaþulu. Það gæti verið skylt karlkynsnafnorðinu reddi sem er meðal annars notað um hníf sem bítur illa.

Kvenkynsnafnorðið sledda er einnig haft um hníf, stóran og sverðlaga. Það þekkist einnig í karlkyni (sleddi) um sams konar hníf. Sérnöfnin Sledda og Redda gætu því bæði vísað til hnífa.

Í raun er harla lítið annað hægt að segja um þessar „systur“ jólasveinanna, eins og reyndar marga aðra jólasveina frá fyrri tíð. Af flestum þeirra eru ekki til neinar sérstakar sögur og á litlu öðru að byggja en heitum þeirra. Úr þeim er vitanlega hægt að lesa eitthvað og skálda síðan í eyður eftir hentugleikum. Þannig hefur til að mynda „vitneskjan“ um þekktustu jólasveinana orðið til, það er að segja með kveðskap Jóhannesar úr Kötlum um nöfn jólasveinanna. Áður en kvæðasafn hans um jólasveinana þrettán kom út árið 1932 var litlu öðru til að dreifa um þá.

Heimildir:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Árni Björnsson, Nöfn Jólasveina. Nefnir - vefrit Nafnfræðifélagsins, 2003. (Sótt 13.12.2022).
  • Árni Björnsson, Jól á Íslandi, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1963.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.12.2022

Spyrjandi

Guðmundur Þorgils Þorkelsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?“ Vísindavefurinn, 21. desember 2022, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=78889.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2022, 21. desember). Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=78889

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?“ Vísindavefurinn. 21. des. 2022. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=78889>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar voru systur jólasveinanna og hvað er vitað um þær?
Börnum þjóðsagnaverunnar Grýlu er iðulega skipt í tvo flokka. Í öðrum flokknum eru jólasveinarnir og í hinum önnur börn Grýlu. Spurningunni er þess vegna hægt að svara með því að tiltaka þau nöfn jólasveina sem vísa til kvenkynsfyrirbæra og með því að birta stúlkunöfn Grýlubarna.

Höfundi þessa svars finnst líklegast að spyrjandi hafi fyrst og fremst verið á höttunum eftir kvenkyns jólasveinum, en til öryggis er þó réttast að birta einnig lista yfir dætur Grýlu (um öll börn Grýlu er fjallað sérstaklega í svari við spurningunni Hvað átti Grýla mörg börn og hvað heita þau öll?)

Þekktar dætur Grýlu
Ausa Kyppa Næja Sóla
Bikkja Leiðindaskjóða Skotta Syrpa/Surtla
Bóla Leppatuska Skráma Taska
Flaska Lúpa Sleggja Típa
Hnyðja Mukka Stefna Tæja
Hnúta Nípa Strympa Þóra

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um að minnsta kosti 78 nöfn jólasveina frá fyrri tíð. Langflest þeirra vísa til karlkynsfyrirbæra en fimm heiti vísa til kvenkynsvera. Þau eru:
  • Flotnös (1990)
  • Flotsokka (1990)
  • Klettaskora (um 1860)
  • Redda (um 1860)
  • Sledda (um 1860)

Frásagnir af tveimur fyrstnefndu verunum heyrðust í útvarpsþætti RÚV í desember árið 1990, frá heimildamönnum af Vestfjörðum; Flotsokka úr Dýrafirði og Flotnös úr Önundarfirði. Eins og nöfn þeirra gefa til kynna stálu þær floti fyrir jólin, önnur lét flotið í sokk og hin tók það beinlínis í nefið!

Hin nöfnin þrjú, Klettaskora, Redda og Sledda, eru mun eldri. Þau koma fyrir í þulum sem bárust þjóðsagnasafnaranum Jóni Árnasyni um 1860. Redda og Sledda eru nefndar í gamalli þulu úr Steingrímsfirði og Klettaskora í þulu frá heimildarmanni sem var alinn upp í Skagafirði. Sem jólasveinaheiti birtist Klettaskora fyrst á prenti í ritinu Allrahanda árið 1946 en Redda og Sledda árið 1958, í nýrri útgáfu þjóðsagna Jóns.

Um nöfnin þrjú er þetta helst að segja: Klettaskora er auðskilið náttúruheiti, skarð eða rauf í klettum og seinni hluti orðsins hefur einnig kynferðislega aukamerkingu.

Nafnið Redda þekkist einnig sem kýrheiti í kúaþulu.

Lítið er vitað um nafnið Redda, fyrir utan að það þekkist einnig sem kýrheiti í kúaþulu. Það gæti verið skylt karlkynsnafnorðinu reddi sem er meðal annars notað um hníf sem bítur illa.

Kvenkynsnafnorðið sledda er einnig haft um hníf, stóran og sverðlaga. Það þekkist einnig í karlkyni (sleddi) um sams konar hníf. Sérnöfnin Sledda og Redda gætu því bæði vísað til hnífa.

Í raun er harla lítið annað hægt að segja um þessar „systur“ jólasveinanna, eins og reyndar marga aðra jólasveina frá fyrri tíð. Af flestum þeirra eru ekki til neinar sérstakar sögur og á litlu öðru að byggja en heitum þeirra. Úr þeim er vitanlega hægt að lesa eitthvað og skálda síðan í eyður eftir hentugleikum. Þannig hefur til að mynda „vitneskjan“ um þekktustu jólasveinana orðið til, það er að segja með kveðskap Jóhannesar úr Kötlum um nöfn jólasveinanna. Áður en kvæðasafn hans um jólasveinana þrettán kom út árið 1932 var litlu öðru til að dreifa um þá.

Heimildir:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík 1993.
  • Árni Björnsson, Nöfn Jólasveina. Nefnir - vefrit Nafnfræðifélagsins, 2003. (Sótt 13.12.2022).
  • Árni Björnsson, Jól á Íslandi, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík 1963.

Mynd:...