Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1282 svör fundust
Metaðsókn að Vísindavef HÍ árið 2021
Samkvæmt vefmælingu Matomo heimsóttu 3 milljónir og 69 þúsund gestir Vísindavefinn árið 2021[1] og hafa notendur aldrei verið fleiri. Árið áður voru heimsóknir 2,9 milljónir og aukningin milli ára er því um 4,5%. Flettingar jukust um 5,3% milli ára. Þær voru rétt um 4,3 milljónir árið 2021 en 4 milljónir árið 2020...
Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?
Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...
Getið þið sagt mér allt um krókódíla?
Krókódílar eru stærstu núlifandi skriðdýr heimsins og sennilega einu forsögulegu risarnir sem enn eru hér á jörðinni. Rannsóknir hafa sýnt að krókódílar virðast vera skyldari fuglum en öðrum núlifandi tegundum skriðdýra. Þetta þykir afar merkilegt, sérstaklega þar sem talið er að fuglar séu komnir af hinum stórvö...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...
Hver er spurningin sem tilvist okkar er svar við?
Nauðsynlegt er að byrja umræðu um þetta með því að gera sér ljóst að spurning er texti og svar við spurningu er líka texti. Eins og fram kemur í svari Erlendar Jónssonar við spurningunni Er þetta spurning? þá er spurning í rauninni beiðni um upplýsingar og svarið felst í að veita umbeðnar upplýsingar. Spurning er ...
Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...
Eru til krabbameinsdrepandi efni?
Jú, vissulega eru til efni sem drepa krabbameinsfrumur og þau eru notuð sem lyf gegn krabbameini. Gallinn er bara sá að fram að þessu hefur ekki tekist að finna lyf sem drepur eingöngu krabbameinsfrumur en hefur engin áhrif á eðlilegar frumur. Galdurinn er að ráðast gegn einhverjum eiginleikum sem krabbameinsfrumu...
Hvað er þjóðtrú og hvernig er þjóðtrú Íslendinga ólík þjóðtrú annarra Norðurlandaþjóða?
Orðið þjóðtrú er notað um trúarviðhorf af ýmsu tagi sem falla að jafnaði utan viðurkenndra trúarbragða en eru þó bundin menningu, siðum og venjum fólks. Oft er þetta trú á yfirnáttúrleg fyrirbæri sem birtist í sambandi við ýmislega reynslu sem fólk skýrir fyrir sér með tilvísun til trúarinnar. Þorgeirsboli, ol...
Er einhver munur á hvort kjarnorkusprengja springur á jörðu niðri eða í geimnum?
Helsti munurinn á kjarnorkusprengingu í geimnum og á jörðunni er skortur á andrúmslofti (nema þá ef um er að ræða kjarnorkusprengingu við yfirborð einhverrar reikistjörnu með lofthjúpi, til dæmis Venusar). Við kjarnorkusprengingu losnar mikil orka sem kemur fram sem ljóseindir (gamma-geislar), nifteindir og kja...
Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?
Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...
Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?
Spurningin í heild hljóðaði svo:Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní...
Ég er að gera ritgerð um múslimakonur og mig vantar að vita í hvaða bækur ég get helst sótt heimildir?
Á Vísindavefnum er að finna svar Kristínar Loftsdóttur við spurningunni:Hvers vegna eru konur íslamstrúar svona kúgaðar í klæðaburði og hversdagslífi? en það fjallar um konur og íslamstrú. Þeim sem nota svör af Vísindavefnum sem heimildir í ritgerðum, svo og annað efni af Netinu, er bent á svar Önnu Vilhjálmsdóttu...
Af hverju er vatnið í Bláa lóninu svona blátt?
Á vefnum Cutis.is er umfjöllun um Bláa lónið og psoriasis eftir læknana Bárð Sigurgeirsson og Jón H. Ólafsson. Þar er einnig stuttlega gerð grein fyrir myndun lónsins og er umfjöllunin hér á eftir stytt útgáfa af þeim hluta greinar þeirra félaga. Bláa lónið varð til sem affallsvatn frá Hitaveitu Suðurnesja í S...
Hvernig dó Alexander mikli?
Alexander III (356-323 f.Kr.), eða Alexander mikli, er af mörgum talinn einn farsælasti leiðtogi mannkynssögunnar. Hann tók við konungsembætti af föður sínum, Filippusi II, árið 336 f. Kr. og ríkti yfir Makedóníu allt til dauðadags í júní árið 323 f. Kr, þá aðeins á 33. aldursári. Alexander mikli varð að eins kona...