Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 913 svör fundust
Hvað er popptónlist?
Popptónlist eða einfaldlega popp er dregið af enska orðinu „popular“ og á við um þá tónlist sem alla jafna nýtur vinsælda fjöldans. Á íslensku er orðið dægurtónlist gjarnan notað í sömu merkingu og vísar það til dægurfluganna sem lifa bara daginn. Er það bein vísun í meint eðli tónlistarinnar, að hún skilji í raun...
Hver er saga dánarvottorða á Íslandi?
Á Norðurlöndunum var rík hefð fyrir því að prestar skráðu upplýsingar um dánarmein í prestsþjónustbækur sínar, og tölfræðilegar upplýsingar um dánarmein grundvölluðust framan af á skýrslum frá prestum. Lengi vel var söfnun upplýsinga um dánarmein mun ítarlegri í sænska ríkinu (það er í Svíþjóð og Finnlandi) en í D...
Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt mér upplýsingar um efnið? Best finnst mér að fá heimildir frá Vísindavefnum því ég veit hversu traustar þær e...
Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku?
Spurningin í heild sinni var: Hvenær komu Íslendingasögurnar fyrst út á nútímaíslensku? Hver réðst í þá útgáfu og af hverju? Íslendingasögurnar hafa líkast til fyrst verið ritaðar á þrettándu og fjórtándu öld. Elstu varðveittu handritin eru frá þrettándu öld, brot úr Egils sögu á AM 162 A θ [þeta] fol....
Hvaða halastjarna er með lengstan hala?
Yfirleitt er í mesta lagi ein meiri háttar halastjarna sýnileg með berum augum frá jörðinni í einu. Lengdin á halanum breytist mjög með fjarlægð frá sól og er ekki endilega hin sama í hverri heimsókn halastjörnunnar eftir aðra. Þess vegna er lengd halans á halastjörnum ekki einkennisstærð sem hægt er að fletta upp...
Hvað eru jaðarskattar?
Orðið jaðarskattar hefur verið notað til að tákna hve mikið af tekjuaukningu skattgreiðandans rennur til hins opinbera. Oft er talað um jaðarskatthlutfall og það táknar á sama hátt það hlutfall af tekjuaukningu sem rennur til hins opinbera. Oftast er bæði tekið tillit til greiðslna til hins opinbera í gegnum skatt...
Eru ekki miklar líkur á 3. heimstyrjöldinni ef flest stríð hafa verið vegna trúarbragða og meiri hluti heimsins er trúaður?
Spyrjandi gefur sér að flest stríð heimsins hafi verið vegna trúarbragða. Þetta er að líkindum ekki rétt. Trúarbrögð hafa alla tíð blandast með ýmsum hætti í stríðsátök en rætur stríðsátaka má oftast finna í ýmis konar hagsmunatogstreitu frekar en í ólíku viðhorfi til almættisins. Trúarbrögð eru hins vegar oft...
Hvað hétu þau sem létust þegar geimskutlan Kólumbía fórst?
Í áhöfn Kólumbíu sem fórst 1. febrúar síðastliðinn voru sjö menn; tvær konur og fimm karlar. Önnur konan var indversk og einn karlinn ísraelskur. Geimferðin, STS-107 Kólumbía, stóð frá 16. janúar til 1. febrúar. Þessi 16 daga ferð var farin í rannsóknarskyni. Unnið var allan sólarhringinn á tvískiptum vöktum og þa...
Hversu margir lítrar af olíu eru til í heiminum?
Olía er fitukennt efni, yfirleitt fljótandi við herbergishita og leysist ekki í vatni. Henni er skipt í þrjá meginflokka: órokgjarnar olíur (jurtaolíur og lýsi), ilmolíur og jarðolíu. Jarðolía (hráolía) er seigfljótandi vökvi, dökkgrænn eða brúnleitur á litinn, margþætt blanda miðlungsþungra og eldfimra kolvatnsef...
Hvað er fasismi?
Fasismi er heiti á alræðistefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Orðið á rætur að rekja til Rómaveldis og Benito Mussólíni sem komst til valda á Ítalíu árið 1922 notaði það yfir stjórnmálaflokk sinn. Fljótlega var einnig farið að tala um fasisma til þess að lýsa svipuðum hreyf...
Hvað hafa kolkrabbar marga arma?
Kolkrabbar kallast á ensku octopus og á latínu Octopoda, en bein íslensk þýðing á þessum orðum myndi vera áttfætlingur eða átta arma dýr. Þetta er mjög lýsandi fyrir útlit kolkrabba þar sem þeir hafa átta arma, en reyndar geta armarnir stundum verið færri þar sem eitt af varnarviðbrögðum kolkrabba er að aflima sig...
Hvað unnu Gracchusarbræður sér helst til frægðar?
Bræðurnir Tiberius Sempronius Gracchus (164 – 133 f.Kr.) og Gaius Sempronius Gracchus (153 – 121 f.Kr.) voru rómverskir stjórnmálamenn sem reyndu að koma á ýmsum umbótum en fengu upp á móti sér íhaldssama stjórnmálamenn úr röðum yfirstéttarinnar og létust báðir í átökum við andstæðinga sína. Tiberius Gracchus v...
Hvað eru eiginlega veruleikaþættir?
Hugtakið raunveruleikasjónvarpsþáttur er tiltölulega nýtt af nálinni og hefur einkum verið notað seinustu tíu árin. Það er haft um sjónvarpsþætti þar sem „venjulegt fólk“ er sett í tilteknar kringumstæður og látið takast á við þær án handrits. Grundvallarflokkar veruleikaþátta eru tveir: þættir sem snúast um keppn...
Hver eru helstu eiturefnin í ávöxtum og grænmeti og hvaða áhrif geta þau haft á líkamann til lengri tíma litið?
Helstu eiturefni sem finnast í ávöxtum og grænmeti hér á landi eru svonefnd varnarefni. Þeim er oftast skipt í fjóra flokka, það er skordýraeitur, illgresiseyðar, sveppalyf og stýriefni, en það eru efni sem stjórna vexti plantna. Til eru að minnsta kosti 1.300 virk efni sem falla undir skilgreininguna varnarefn...
Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...