Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:22 • sest 18:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:46 • Sest 06:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:12 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?

Magnús Tumi Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Öll spurningin hljóðaði svona:
Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt mér upplýsingar um efnið? Best finnst mér að fá heimildir frá Vísindavefnum því ég veit hversu traustar þær eru og fannst mér um að gera að gá hvort eitthvað sé hægt að gera til að hjálpa mér.

Eldgos sem hófst í eldstöðvakerfi Fagradalsfjalls 19. mars 2021 markaði nýtt gosskeið á Reykjanesskaganum eftir tæplega 800 ára hlé. Fyrsta gosið stóð yfir í hálft ár og þó að hraunflæðið hafi aldrei verið mikið er þetta gos bæði það lengsta og rúmmálsmesta, að minnsta kosti enn sem komið er. Síðan fylgdu tvö önnur gos í sama eldstöðvakerfi, nánar tiltekið í Meradölum og við Litla-Hrút. Að þeim loknum færði eldvirknin sig yfir í eldstöðvakerfi sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp. Þar hefur nú gosið sex sinnum, öll gosin í svonefndri Sundhnúksgígaröð. Gosin á Sundhúksgígaröðinni eru ólík gosinu í Fagradalsfjalli 2021 að því leyti að þau eru mjög öflug fyrstu klukkutímana en síðan dregur mikið úr hraunrennslinu. Nánari upplýsingar um öll gosin er að finna í töflunni hér fyrir neðan.[1]

Nýtt gosskeið hófst á Reykjanesskaganum þann 19. mars 2021. Frá þeim tíma hefur gosið alls níu sinnum í tveimur eldstöðvakerfum Skagans. Seinustu sex gosin hafa verið á svonefndri Sunhnúksgígaröð og eitt þeirra sést hér á myndinni.

eldgos dags. lengd (dagar) flatarmál
(km2)
rúmmál (millj. m3)
Fagradalsfjall 19.3.-18.9. 2021 183 4,8 150
Meradalir 3.8.-21.8. 2022 18 1,3 11
Litli-Hrútur

10.7.-5.8. 2023
26 1,5 15
Sundhnúksgígaröð 18.12.-21.12. 2023 2,5 3,4 12
Sundhnúksgígaröð 14.1.-16.1. 2024 2 0,7 2
Sundhnúksgígaröð 8.2.-9.2. 2024 1 4,0 13
Sundhnúksgígaröð 16.3.-8.5. 2024 53 6,2 35
Sundhnúksgígaröð 29.5.-22.6. 2024 24 9,3 45
Sundhnúksgígaröð 22.8.-5.9. 2024 14 15,8 61

Tilvísun:
  1. ^ Allar tölur eru fengnar úr grein sem bíður birtingar í tímaritinu Náttúrufræðingurinn og send var inn í október 2024.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Upphaf eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni í mars 2024. © Simon Matthews.
  • Mynd í svarstexta: Drónamynd af hraunflæði á Sundhnúksgígaröðinni. © Alberto Caracciolo.

Höfundar

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.10.2024

Spyrjandi

Marsibil Stefánsdóttir

Tilvísun

Magnús Tumi Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?“ Vísindavefurinn, 9. október 2024, sótt 16. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=87070.

Magnús Tumi Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2024, 9. október). Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87070

Magnús Tumi Guðmundsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2024. Vefsíða. 16. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87070>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur gosið oft á Reykjanesskaga síðan 2021 og hversu stór hafa gosin verið?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég er að gera skólaverkefni um eldgos á Reykjanesi en mér finnst ofboðslega erfitt að finna heimildir um hve mörg gos hafa verið frá 2021. Er einhver séns að þið gætuð veitt mér upplýsingar um efnið? Best finnst mér að fá heimildir frá Vísindavefnum því ég veit hversu traustar þær eru og fannst mér um að gera að gá hvort eitthvað sé hægt að gera til að hjálpa mér.

Eldgos sem hófst í eldstöðvakerfi Fagradalsfjalls 19. mars 2021 markaði nýtt gosskeið á Reykjanesskaganum eftir tæplega 800 ára hlé. Fyrsta gosið stóð yfir í hálft ár og þó að hraunflæðið hafi aldrei verið mikið er þetta gos bæði það lengsta og rúmmálsmesta, að minnsta kosti enn sem komið er. Síðan fylgdu tvö önnur gos í sama eldstöðvakerfi, nánar tiltekið í Meradölum og við Litla-Hrút. Að þeim loknum færði eldvirknin sig yfir í eldstöðvakerfi sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp. Þar hefur nú gosið sex sinnum, öll gosin í svonefndri Sundhnúksgígaröð. Gosin á Sundhúksgígaröðinni eru ólík gosinu í Fagradalsfjalli 2021 að því leyti að þau eru mjög öflug fyrstu klukkutímana en síðan dregur mikið úr hraunrennslinu. Nánari upplýsingar um öll gosin er að finna í töflunni hér fyrir neðan.[1]

Nýtt gosskeið hófst á Reykjanesskaganum þann 19. mars 2021. Frá þeim tíma hefur gosið alls níu sinnum í tveimur eldstöðvakerfum Skagans. Seinustu sex gosin hafa verið á svonefndri Sunhnúksgígaröð og eitt þeirra sést hér á myndinni.

eldgos dags. lengd (dagar) flatarmál
(km2)
rúmmál (millj. m3)
Fagradalsfjall 19.3.-18.9. 2021 183 4,8 150
Meradalir 3.8.-21.8. 2022 18 1,3 11
Litli-Hrútur

10.7.-5.8. 2023
26 1,5 15
Sundhnúksgígaröð 18.12.-21.12. 2023 2,5 3,4 12
Sundhnúksgígaröð 14.1.-16.1. 2024 2 0,7 2
Sundhnúksgígaröð 8.2.-9.2. 2024 1 4,0 13
Sundhnúksgígaröð 16.3.-8.5. 2024 53 6,2 35
Sundhnúksgígaröð 29.5.-22.6. 2024 24 9,3 45
Sundhnúksgígaröð 22.8.-5.9. 2024 14 15,8 61

Tilvísun:
  1. ^ Allar tölur eru fengnar úr grein sem bíður birtingar í tímaritinu Náttúrufræðingurinn og send var inn í október 2024.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:
  • Yfirlitsmynd: Upphaf eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni í mars 2024. © Simon Matthews.
  • Mynd í svarstexta: Drónamynd af hraunflæði á Sundhnúksgígaröðinni. © Alberto Caracciolo.
...