Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5501 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hver var Per Henrik Ling og hvert var hans framlag til sjúkraþjálfunar?

Per Henrik Ling fæddist í Södra Ljunga í Svíþjóð 15. nóvember 1776. Þess má geta að langalangafi hans í móðurætt var hinn frægi vísindamaður Olof Rudbeck (1630-1702) sem lýsti sogæðakerfi mannsins. Ling var prestssonur og fetaði í fótspor föður síns og lauk prófi í guðfræði árið 1797. Að því loknu hélt hann til K...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um barrskógabeltið?

Barrskógabelti jarðar, sem gengur gjarnan undir orðinu taiga í erlendum málum, liggur aðallega á svæðum á milli 50° og 60° norðlægrar breiddar, allt í kringum norðurpól. Mestir eru barrskógarnir í Rússlandi þar sem langstærstur hluti þeirra vex, auk þess sem skógarnir teygja sig suður yfir landamærin til norðurhlu...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?

Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland...

category-iconJarðvísindi

Hvað viðheldur hita í möttli jarðar og mun kvikan þar einhvern tíma klárast?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað viðheldur þeim mikla hita sem er í möttli jarðar í gegnum alla jarðsöguna og hvaðan kemur allt það mikla magn gosefna og hvað fæðir möttulinn af nýju efni? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvers vegna er kjarni jarðar heitur? er yfirborð jarðkjarnans mörg hundr...

category-iconJarðvísindi

Hvernig var landslag á Íslandi fyrir ísöld?

Yfirborð jarðar er í stöðugri mótun og óvíða eru þau ferli hraðari en hér á landi. Við mótun landsins takast á innræn öfl og útræn: eldgos bæta jarðmyndunum ofan á þær sem fyrir voru, en roföflin rjúfa yfirborðið og bera jarðefnin til sjávar, auk þess sem brimaldan mótar ströndina án afláts. Hvorum vegnar betur á ...

category-iconLögfræði

Eru líkamlegar refsingar (þar með taldar flengingar) á börnum bannaðar með lögum á Íslandi?

Annars vegar má hér líta á orðið "refsing" þannig að átt sé við viðurlög, sem ríkisvaldið beitir þá, sem hafa verið ákærðir og fundnir sekir um afbrot. Refsing í þessum skilningi er annars vegar refsivist (fangelsi) og hins vegar fésektir. Önnur líkamleg refsing en frelsissvipting með fangelsi er ekki leyfð samkvæ...

category-iconLögfræði

Við erum nokkur sem langar til að vita hvernig eigi að stofna sértrúarsöfnuð?

Sértrúarsöfnuður nefnist á ensku sectarian eða sect sem er dregið af latneska orðinu secta sem merkir til dæmis 'lífsmáti, áætlun, leið'. Í klassískri latínu var secta til dæmis notað um þá sem aðhylltust ákveðnar stjórnmálaskoðanir eða fylgdu flokkslínum. Talið er að orðið sectarian hafi fyrst verið notað um miðj...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru amöbur?

Amöbur eru hópur innan ríkis frumdýra (protozoa) og tilheyrir fylkingu slímdýra (rhizopoda). Kunnasta tegund þessa hóps er Amoeba proteus sem er algeng í rotnandi gróðurleifum í tjörnum og votlendi. Amöbur eru meðal stærstu einfrumunga sem þekktir eru og geta stærstu einstaklingarnir orðið á stærð við títupr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig hafa fuglar mök?

Áður hefur verið komið inn á þetta efni í svörum sama höfundar við spurningunum Hvernig fjölga fuglar sér? og Hvar geyma fuglar eggin áður en þeir verpa þeim? og er lesendum bent á að kynna sér þau svör. Frjóvgun hjá fuglum verður innvortis en engu að síður hefur karlfuglinn í flestum tilvikum ekki getnaðarlim...

category-iconJarðvísindi

Hversu langt er síðan síðasta eldgos var á Íslandi?

Þegar þetta er skrifað í lok september 2006 eru tæp tvö ár liðin frá síðasta eldgosi á Íslandi. Það var eldgos í Grímsvötnum í Vatnajökli sem hófst 1. nóvember 2004. Aðdragandi gossins var alllangur þar sem sívaxandi skjálftavirkni mældist á svæðinu allt frá miðju ári 2003. Jökulhlaup hófst svo 30. október 2...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist stallurinn á Vífilsfelli?

Við gos undir jökli myndast móbergsfjöll, og nái gosið að bræða sig upp úr jöklinum þannig að ekki komist bræðsluvatn að gígnum renna hraun. Slík fjöll, með hraunlögum ofan á móberginu, nefnast stapar. Þekktustu dæmin um stapa á Íslandi eru Hlöðufell og Herðubreið. Um myndun þeirra má til dæmis lesa í bók Þorleifs...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að fara í stafræna segulómmyndun á Íslandi?

Segulómmyndir eru alltaf stafrænar (e. digital) vegna þess að tæknin er í eðli sínu þannig að tölva er notuð til að reikna og birta mynd, en myndin byggir á athugun á því hvernig efni líkamans haga sér í segulsviði. Tæknin á bak við segulómmynd er nokkuð flókin og lesa má meira um hana í svari við spurningunni Mig...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?

Gefum okkur að einn asískur risageitungur af tegundinni Vespa mandarinia japonica slæðist hingað til landsins eins og stundum gerist með framandi skordýr. Það er ólíklegt að hann yrði langlífur. Geitungar eru félagsskordýr og virðast ekki geta spjarað sig eins síns liðs ef þeir flækjast fjarri búi sínu eða búið sk...

category-iconHugvísindi

Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?

Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Í dag var mjög stór geitungur inni á heimili okkar, er þetta ný tegund?

Inn á heimili spyrjandans hefur komið drottning sem er nývöknuð af vetrardvala en drottningarnar eru mun stærri en þernur hvort sem um er að ræða holugeitunga (Paravespula vulgaris), trjágeitunga (Dolichovespula norwegica) eða húsageitunga (Vespula germanica). Á vorin verður fólk vart við drottningar sem vakna...

Fleiri niðurstöður