Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Gefum okkur að einn asískur risageitungur af tegundinni Vespa mandarinia japonica slæðist hingað til landsins eins og stundum gerist með framandi skordýr. Það er ólíklegt að hann yrði langlífur. Geitungar eru félagsskordýr og virðast ekki geta spjarað sig eins síns liðs ef þeir flækjast fjarri búi sínu eða búið skemmist af einhverjum ástæðum.

Svo er það önnur spurning hvort þessi tegund gæti fest hér „rætur“, það er komið sér fyrir í íslenski fánu ef drottningar berast hingað. Slíkt er einnig afar ólíklegt því hér er alltof kalt fyrir tegundina.

Vespa mandarinia eða asíski risageitungurinn er meðal allra stærstu geitunga.

Náttúruleg heimkynni asíska risageitungsins eru á heittempruðum svæðum í austurhluta Asíu, nánar tiltekið í Japan, Kína, í Prímorskí-héraði Rússlands og á Kóreuskaga. Auk þess teygir hann útbreiðslu sína suðvestur eftir Asíu, inn í þétta skóga Indókína og Taívan. Tegundin er þó langalgengust í fjalllendi Japans.

Ísland liggur vel fyrir norðan mögulegt útbreiðslusvæði tegundarinnar ef hún kæmi til Evrópu á annað borð. Það þarf því ekki að óttast að þessi stórvaxni geitungur fari að hrella landsmenn.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi yfir sumartímann?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.11.2013

Síðast uppfært

6.7.2018

Spyrjandi

Þorbjörg Eva Magnúsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66077.

Jón Már Halldórsson. (2013, 13. nóvember). Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66077

Jón Már Halldórsson. „Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66077>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi?
Gefum okkur að einn asískur risageitungur af tegundinni Vespa mandarinia japonica slæðist hingað til landsins eins og stundum gerist með framandi skordýr. Það er ólíklegt að hann yrði langlífur. Geitungar eru félagsskordýr og virðast ekki geta spjarað sig eins síns liðs ef þeir flækjast fjarri búi sínu eða búið skemmist af einhverjum ástæðum.

Svo er það önnur spurning hvort þessi tegund gæti fest hér „rætur“, það er komið sér fyrir í íslenski fánu ef drottningar berast hingað. Slíkt er einnig afar ólíklegt því hér er alltof kalt fyrir tegundina.

Vespa mandarinia eða asíski risageitungurinn er meðal allra stærstu geitunga.

Náttúruleg heimkynni asíska risageitungsins eru á heittempruðum svæðum í austurhluta Asíu, nánar tiltekið í Japan, Kína, í Prímorskí-héraði Rússlands og á Kóreuskaga. Auk þess teygir hann útbreiðslu sína suðvestur eftir Asíu, inn í þétta skóga Indókína og Taívan. Tegundin er þó langalgengust í fjalllendi Japans.

Ísland liggur vel fyrir norðan mögulegt útbreiðslusvæði tegundarinnar ef hún kæmi til Evrópu á annað borð. Það þarf því ekki að óttast að þessi stórvaxni geitungur fari að hrella landsmenn.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Gætu asískir risageitungar lifað á Íslandi yfir sumartímann?

...