Stallurinn á Vífilsfelli er stapi, það er efsti hluti hans er blágrýtislög en móberg undir. Toppurinn á Vífilsfelli er hins vegar yngri myndun sem liggur ofan á blágrýtinu og utan í vesturhlíð stapans. Hann er úr móbergi og er hluti af NV-SA gossprungu sem teygir sig frá Henglafjöllum suður fyrir Sandskeið. Þessi sprungustefna er óvenjuleg en þó ekkert einsdæmi, en ríkjandi sprungustefna á Suðurlandi er NA-SV. Vífilsfell er semsagt myndað í tveimur gosum, þar sem hið síðara varð undir þykkari jökli en hið fyrra -- sennilega hvort á sínu jökulskeiði. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Voru eldgos algeng á ísöld?
- Hvers konar fjall er Búrfell í Grímsnesi? Er það hefðbundið móbergsfjall?
- Hvaða bergtegundir fyrirfinnast nær eingöngu á Íslandi eða hafa séríslensk einkenni?