Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5456 svör fundust
Hvað hefur nýburi sem vegur 16 merkur eða 4 kg mikið magn af blóði í líkamanum?
Til að reikna út blóðmagn í nýbura er eftirfarandi jafna notuð: $$~\text{Áætlað blóðrúmmál}$$ $$= ~\text{þyngd (kg)} \cdot ~\text{meðalblóðrúmmál (á hvert kg).}$$Meðalblóðrúmmál fyrir fullburða nýbura er um 80 mL/kg en meðalblóðrúmmál fyrir fyrirbura er um 95 mL/kg. Þó er rétt að geta þess að heimildir gefa ekki ...
Er hægt að ferðast fram í tímann? - Myndband
Tímaferðalög hafa verið vinsælt umhugsunarefni að minnsta kosti síðan H.G. Wells gaf út skáldsöguna Tímavélina, undir lok 19. aldar. Þar segir frá manni sem ferðast langt fram í tímann og verður vitni að þróun mannkynsins í framtíðinni og örlögum þess, áður en hann snýr aftur til síns tíma. Bókin fangaði hugmyndaf...
Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Ef kennt við bæinn Bratta hvort á þá að segja: ég fór um Brattabrekku ..... eða Bröttubrekku? Í fjölmiðlum sýnist mér þetta vera sitt og hvað. Brattabrekka er fjallvegur ...
Hvað er loft?
Þegar við tölum um loft eigum við vanalega um lofthjúpinn sem er þunnt gaslag sem umlykur jörðina. Lofthjúpurinn er að mestu úr nitri og súrefni en einnig úr öðrum gastegundum. Hann varð líklega til á löngum tíma úr gosgufum frá eldfjöllum og það sama á reyndar við um hafið, eins og lesa má um í svari Sigurðar Ste...
Hvaða gjaldmiðill er í Rússlandi?
Gjaldmiðill Rússlands kallast rúbla (RUB). Þegar þetta er skrifað, snemma í júní 2009, jafngildir 1 rúbla um það bil 4 krónum. Orðið rúbla á hugsanlega rætur að rekja til rússnesku sagnarinnar рубить (rubit), sem þýðir að höggva. Fyrr á tímum var rúbla silfurmoli af ákveðinni...
Hvað keypti nýi Landsbankinn af gamla Landsbankanum fyrir hið svokallaða Landsbankabréf?
Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Hér er verið að vísa til skuldabréfs sem gefið var út sem hluti af uppgjöri milli gamla Landsbankans (þrotabúsins) og nýja Landsbankans. Þegar nýi Landsbankinn var stofnaður þá fékk hann afhentar ýmsar eignir sem höfðu verið í eigu gamla Landsbankans, fyrst og fremst...
Hve ríkir eru Íslendingar miðað við aðrar þjóðir?
Það er dálítið snúið að mæla meðaltekjur eða framleiðslu á íbúa, einkum vegna þess að verðlag og neysluvenjur eru mjög misjafnar á milli landa. Ein leið til að bera saman tekjur í mismunandi löndum felst í því að reikna út meðaltekjur í hverju landi sem verið er að skoða í mynt viðkomandi lands og umreikna svo...
Hvers vegna poppar poppkorn?
Hér er einnig svarað spurningu Ómars Skarphéðinssonar "Hver fann upp poppkornið og hvenær?" Segja má að það séu þrír eiginleikar poppkorns (maískorns) sem ráða því að það poppast; vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um það. Þegar við látum poppkorn í pott eða örbylgj...
Hvað getið þið sagt mér um umfjöllun á Íslandi um bækur Lord Dufferins um Íslandsferðir?
Ferðabók Dufferins lávarðar, Letters from High Latitudes, um för hans til Íslands og norður í höf árið 1856 er líklega eitt vinsælasta rit í hópi ferðasagna frá Íslandi. Bókin kom út í yfir 40 útgáfum á fimm tungumálum. Íslensk þýðing Hersteins Pálssonar, Ferðabók Dufferins lávarðar, kom út árið 1944. Ferð Duff...
Hvaða listamaður gerði árið 1963 kvikmynd sem sýnir nakinn mann sofa í sex klukkustundir?
Hér mun átt við myndina Sleep eða Svefn eftir pop-listamanninn Andy Warhol. Ári síðar gerði Warhol myndina Empire sem er í svipuðum dúr. Það er 8 tíma kvikmynd af Empire State byggingunni. Um þá mynd sagði Warhol: "Ég hef gaman af leiðindum." Á árunum 1963-68 framleiddi Warhol tæplega 650 myndir. Flestar mynd...
Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?
Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkj...
Hver var fyrsta tölvuveiran?
Tölvuveira er forrit sem festir sig við annað forrit, en breytir aðgerðum þess, til þess að veiran geti breiðst út. Í dag er skrifaður fjöldinn allur af veirum en þær eru mjög ólíkar innbyrðis. Þær sækja til dæmis í ólík forrit, fjölga sér á ólíkan hátt og hafa mismunandi áhrif. Til þess að veiran breiðist út hrat...
Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?
Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, l...
Af hverju gátu Bakkabræður ekki borið birtuna inn í húsið í húfunum sínum?
Bakkabræður virðast hafa lesið sér til í eðlisfræði og komist að því að ljósið hegði sér oft einsog agnir sem nefnast ljóseindir. Þeir hafa þess vegna ályktað að hægt væri að bera agnirnar inn í kolniðamyrkur og hleypa þeim þar út til að bregða birtu á bæinn. Ályktunarhæfni bræðranna hefur þó aðeins brugðist þ...
Hvað hafa eldfjöllin á Mars verið lengi í dvala og hvenær má búast við því að þau byrji aftur að gjósa?
Víða á Mars eru greinileg merki um mikla eldvirkni frá ýmsum tímabilum í sögu reikistjörnunnar. Eldfjallagrjót þekur stærstan hluta yfirborðsins, meðal annars þar sem Pathfinder lenti árið 1997 og nú þar sem Spirit-jeppinn lenti á þessu ári. Eldvirkni á Mars er frekar ólík þeirri eldvirkni sem fyrirfinnst á jör...