Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1544 svör fundust

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á krafti og orku?

Kraftur er það þegar einn hlutur verkar á annan og leitast við að breyta hreyfingu hans, ýta honum úr stað ef hann er kyrrstæður eða breyta hraða hans ef hann er á ferð. Kraftur getur framkvæmt vinnu sem kallað er. Það gerist ef átakspunktur kraftsins færist til. Í einföldum dæmum er vinnan einfaldlega krafturi...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru 1000 ms í sekúndu en 60 sekúndur í mínútu og 60 mínútur í klukkustund? Af hverju eru ekki líka 60 ms í sekúndu?

Sekúndan (s) er um það bil minnsta tímalengd sem við getum höndlað í daglegu lífi án nákvæmra mælitækja nútímans. Hjartað slær um það bil einu sinni á sekúndu og þegar við göngum tekur skrefið líka svipaðan tíma. Það er því engin tilviljun að sekúndan er yfirleitt tekin sem grundvallareining í tímamælingum. Ski...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Get ég ekki virkjað safnkassann minn og fengið metangas líkt og gert er á Álfsnesi?

Rotnun lífrænna efna getur farið fram á tvennan hátt, annað hvort með súrefni eða án þess. Aðstæðurnar ráða hvernig bakteríur eru að verki. Þegar súrefni er til staðar í safnkassa sjá ákveðnar bakteríur um niðurbrotið og við þess háttar rotnun myndast vatn og koltvísýringur (CO2) auk hita. Við súrefnissnauðar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað þýðir það að tré séu í vetrardvala?

Til þess að lifa af veturinn þurfa tré að gera ráðstafanir til að forðast skemmdir, einkum þær sem gætu orðið þegar vatn frýs. Vatn er undirstaða í lífi trjáa sem og allra annarra lífvera. Vatn er notað til að flytja næringarefni úr jarðvegi upp í tréð. Afurðir ljóstillífunar eru fluttar í vatnslausn um tréð. Ö...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér eitthvað um gríska goðið Hades?

Gríska goðið Hades var sonur risanna Krónosar og Rheu. Bræður hans voru Seifur og Pósedon, og saman deildu þeir heiminum á milli sín. Seifur ríkti yfir himninum, Pósedon var guð hafsins en Hades guð undirheima og dauða. Hjá Rómverjum gekk Hades undir nafninu Plútó. Kona Hadesar var Persefóna, dóttir systkinann...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað er langt á milli tunglmyrkva og sólmyrkva?

Stjörnuathugunarstöð bandaríska flotans (U.S. Naval Observatory) birtir hér töflur um nýlega og væntanlega sólmyrkva (solar eclipse) og tunglmyrkva (lunar eclipse). Þarna eru ekki eingöngu taldir almyrkvar (total eclipse) heldur líka hringmyrkvar (annular eclipse), deildarmyrkvar (partial eclipse) og hálfskuggamy...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er hár lengi að vaxa, og getur það vaxið endalaust?

Hárið vex að meðaltali 0,44 mm á dag eða 13 mm á mánuði. Þessi vaxtarhraði getur þó verið breytilegur milli einstaklinga. Hvert hár vex í allt að fimm til sex ár en hættir síðan að vaxa og fellur að lokum af. Hvert hár er venjulega í mismunandi vaxtarskeiðum þannig að um það bil 85% af hári eru á hverjum tíma ...

category-iconBekkirnir spyrja

Hvernig munum við?

Minni telst vera þau hugar- og heilaferli þar sem tekið er á móti upplýsingum, þær varðveittar og að lokum endurheimtar. Án minnis gætum við ekki hugsað um það sem gerðist í gær − ekki einu sinni um það sem gerðist fyrir sekúndu. Það eina sem við skynjuðum væri líðandi stund, það eina sem væri til væri núið....

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er heilastofn og heilabörkur það sama? Ef ekki, hvað er þá heilabörkur?

Þegar fjallað er um heilann er venjan að skipta honum upp í nokkur svæði. Gjarnan er talað um framheila, miðheila og afturheila. Önnur svæðaskipting sem oft er notuð felur í sér að skipta heilanum í heilastofn (e. brain stem), milliheila (e. diencephalon), hvelaheila (e. cerebrum) og litla heila/hnykil (e. cerebe...

category-iconLögfræði

Má taka upp samtöl við lögregluna, til dæmis ef maður er stoppaður?

Vöktun með leynd, hvort sem um er að ræða mynd- eða hljóðupptöku, er ekki heimil. Þetta þýðir að þeir sem sæta vöktun, til dæmis á vinnustað, verða að vita af því. Á þessu geta þó verið undantekningar. Í sumum tilfellum er lögreglu heimilt að taka upp samtöl án vitneskju þeirra sem eru á upptökunni. Skilyrði ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir Gullfoss þessu nafni ef það er ekkert gull í honum?

Óhætt er að segja að Gullfoss sé frægastur allra fossa á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Gullfoss er ein af helstu náttúruperlum Íslands og hefur verið friðlýstur frá árinu 1979. Gullfoss er ein af náttúruperlum Íslands. Eftir því sem ég kemst næst hefur Gullfoss fengið nafn sitt sökum þess að glampað get...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju er ekki loft og líf í geimnum?

Þetta er góð spurning og umhugsunarverð. Við lifum hér á yfirborði jarðar, göngum þar um og höfum nóg af lofti kringum okkur; fuglarnir geta meira að segja notað sér loftið til að halda sér uppi á flugi. En þetta er ekki svona við nærri allar reikistjörnur i sólkerfinu eða í alheiminum. Í fyrsta lagi eru stóru...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað er frelsisstyttan í New York há?

Frelsisstyttan er 93 m að hæð að efsta toppi kyndilsins. Þar er þá meðtalinn bæði grunnurinn (stjarnan) og stallurinn sem hún stendur á. Styttan sjálf er hins vegar 46 m að hæð, það er frá stallinum að hæsta punkti. Styttan sjálf vegur um 204 tonn, en stallurinn sem hún stendur á er hins vegar um 24.500 tonn að...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldfjall er elst á Íslandi?

Allra elstu eldfjöllin á Íslandi eru kulnuð eldfjöll á jöðrum landsins. Á sínum tíma voru þetta virk eldfjöll, en þar sem landið gliðnar á hverju ári um sem nemur um 2 cm hafa fjöllin smám saman færst frá gosbeltinu. Ármann Höskuldsson fjallar um þetta í svari sínu við spurningunni Af hverju eru sum eldfjöll á Ísl...

Fleiri niðurstöður