Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1790 svör fundust
Hvað verður um hreyfingar efniseinda við alkul?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Stöðvast hreyfingar í sameindum (til dæmis hreyfingar rafeinda) ef efni er kælt niður í alkul? Ef ekki, hvað myndi þá koma fyrir efni ef þessar hreyfingar stöðvuðust alveg?Rétt er að hafa í huga að alkuli er ekki hægt að ná í tilraunum, en hægt er að nálgast það betur og betur....
Hvort eru sebrahestar hvítir með svörtum röndum eða svartir með hvítum röndum?
Þrjár tegundir sebrahesta eru til um þessar mundir. Það eru greifasebra (á ensku Grevy's zebra, á latínu Equus grevyi), fjallasebra (á ensku Mountain zebra, á latínu Equus zebra) og sléttusebra (á ensku Burchell's zebra, á latínu Equus burchelli). Allar eru þessar tegundir bundnar við Afríku. Yfirleitt er talað um...
Hver er minnsta öreindin?
Allt efni í heiminum er samsett úr örsmáum einingum sem nefnast öreindir. Jafnvel minnstu hlutir í umhverfi okkar innihalda aragrúa öreinda og það gerir okkur erfitt fyrir að mæla stærð öreindanna sjálfra. Þegar allar venjulegar mælistikur eru mun stærri en það sem á að mæla verðum við að nota óvenjulegar aðferð...
Af hverju eru menn með jafnheitt blóð?
Þróunarfræði gerir greinarmun á tvennskonar spurningum: Nálægum (proximate) sem oftast eru „hvernig” spurningar (hvernig flyst blóðið um æðarnar) og fjarlægum eða endanlegum spurningum (ultimate) sem oftast eru spurningar „af hverju” eða „til hvers” eins og hér er spurt. Almennt svar byggist á tilgangshyggju (t...
Hvað eru margar tegundir af húsum í heiminum?
Eins og við mátti búast treysta byggingaverkfræðingar okkar sér ekki til að svara þessari spurningu beint. Ýmsum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að "svara" í venjulegum skilningi, til dæmis með því að nefna tiltekna tölu í þessu tilviki. Hins vegar er hægt að ræða spurninguna og varpa ljósi á það, af hverj...
Hvers vegna er ekki öllum bókum raðað eftir nafni höfundar?
Hvernig skyldi standa á því að höfunda/r er stundum ekki getið á riti? Væri þá ekki samt sem áður hægt að finna út hver höfundur er? Og hvernig stendur á því að ekki er ávallt skráð á höfunda sem tilgreindir eru? Því er til að svara, að höfundar elstu ritverka litu stundum ekki á sig sem höfunda, heldur töldu ...
Af hverju er mikið líf í hafinu?
Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...
Hvað eru margar froskategundir til á Íslandi og í heiminum?
Hér er einnig svarað skyldum spurningum frá sama spyrjanda: Hvað eiga froskar mörg afkvæmi? Hvar og á hverju lifa þeir? Í hvaða bókum er eitthvað um froska? Hvað verða froskar stórir? Froskar, ásamt körtum, tilheyra ættbálknum Anura. Mynd hér að neðan sýnir flokkunarfræðilegan skyldleika froskdýra. Innan...
Hvað á John Stuart Mill sameiginlegt með nýfrjálshyggju?
Það er erfitt að svara þessari spurningu vegna þess að merking orðsins nýfrjálshyggja er á reiki. Það er þýðing á enska orðinu neoliberalism sem hefur helst verið notað af andstæðingum frjálshyggju. Þeir hafa, margir hverjir, reynt að ljá því neikvæðan blæ, án þess að skilgreina eða skýra á hvern hátt þessi „nýja”...
Hvað getið þið sagt mér um tarantúlur?
Almennt er talað um allar tegundir köngulóa af ættinni Theraphosidae sem tarantúlur. Upphaflega var tegundin Lycosa tarentula (e. wolf spider) sem lifir í Suður-Evrópu kölluð tarantúla en þessi tegund tilheyrir þó ekki Theraphosidae heldur ættinni Lycosidea. Lycosa tarentula er tiltölulega stór könguló, um 2,5 cm ...
Hvernig verka leitarvélar?
Leitarvélar á vefnum eru samsettar úr tveimur aðskildum einingum. Annars vegar er hópur tölva, svokallaðar köngulær, sem rekja sig í sífellu í gegnum vefinn og geyma allar síður sem þær finna í risastórum gagnagrunni, og hins vegar eru vefþjónar sem fólk um allan heim getur notað til að leita í gagnagrunninum. ...
Til hvers eru moskur og hvernig líta þær út?
Moskur eru fyrst og fremst bænahús. Þar fara venjulega ekki fram þær trúarlegu athafnir sem tíðkast í kristnum kirkjum, til dæmis brúðkaup og skírnir, en moskur gegna þó mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þær eru oft miðpunktur staðbundinna samfélaga og kringum þær eru reistir skólar, spítalar og verslanir, svo ei...
Hvað er einræðisríki?
Í einræðisríki eru öll völd ríkisins í höndum eins manns eða lítils hóp manna, sem hafa fullt vald án þess að samfélagið sporni við. Einn af þekktustu einræðisherrum dagsins í dag er Fidel Castro. Castro fæddist 13. ágúst 1926 á sykurplantekru fjölskyldu sinnar í Mayarí í Orienthéraði. Hann vann á sykurreyrs...
Hvað getið þið sagt mér um sæhesta?
Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt ...
Hefur brjóstaminnkun áhrif á getuna til að hafa barn á brjósti?
Hér er einnig svarað spurningunni: Er örugglega hægt að hafa barn á brjósti eftir að hafa gengist undir brjóstaminnkunaraðgerð? Stórum brjóstum geta fylgt verkir í baki og öxlum. Einnig geta böndin á brjóstahaldaranum skorist inn í axlir og sært konur þannig að far sést á öxlum þeirra. Stórum brjóstum getur l...