Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Getur fyrrverandi glæpamaður boðið sig fram til Alþingis á Íslandi?

Til þess að geta boðið sig fram og setið á Alþingi þurfa einstaklingar að vera kjörgengir. Spurningin snýst því um það hvort þeir sem hafa einhvern tíma gerst sekir um glæp séu kjörgengir. Kjörgengisskilyrði eru talin upp með tæmandi hætti í 34. grein stjórnarskrárinnar. Sá sem ætlar að bjóða sig fram þarf að h...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver fann upp litina?

Litirnir eru ekki uppfinning í sama skilningi og saumavélin eða ljósaperan. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru litir? verða litirnir til í "samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar sem fer fram bæði í auga, sjóntaug og heila." Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef hundurinn minn yrði ástfanginn af ketti, gætu þau þá eignast afkvæmi saman, og hvað yrði það kallað?

Það er vel þekkt að hundar og kettir sem deila húsnæði og alast upp saman geta orðið ágætis vinir, ef svo má að orði komast. Þó svo ólíklega vildi til að vináttan þróaðist í eitthvað meira, þá er útilokað að slíkt bæri einhvern „ávöxt“, skyldleiki dýrategundanna er nefnilega alltof lítill. Litningatala tegunda...

category-iconHugvísindi

Er það rétt að allir forsetar Bandaríkjanna sem hafa verið kjörnir á ártali sem endar á núll hafa látist í embætti?

Af átta forsetum Bandaríkjanna sem látist hafa í embætti tók meirihluti þeirra við embættinu á ártali sem endar á núlli. Hins vegar flækir það málið aðeins að sumir þeirra gegndu forsetaembættinu í meira en eitt kjörtímabil og létust á því kjörtímabili sem byrjaði ekki á ártali sem endar á núlli. Fimm forsetann...

category-iconHugvísindi

Hver fann Danmörku?

Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í Rússlandi var fútúrismi mikill áhrifavaldur á lista- og menningarlíf á öðrum áratugi 20. aldar. Rússnesku fútúristarnar nefndu sig í fyrstu kúbó-fútúrista og töldu sig eiga lítið sameiginlegt með ítölsku fútúristunum. Meginmunur hreyfinganna fólst í því að hinir rússnesku voru ekki eins uppteknir af tækninýjungu...

category-iconVísindavefur

Hvað eru blóðdemantar?

Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar. Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Or...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna eru hundar með fleiri litninga en menn? Hefur það eitthvað með gáfur og eiginleika að gera?

Hundar hafa 78 litninga í líkamsfrumum sínum en menn aðeins 46. Litningar hunda eru hins vegar minni en litningar manna og líklegt er að álíka mörg gen séu í erfðaefni þessara tegunda. Meirihluti gena hundsins á sér eflaust samsvörun í erfðaefni mannsins en röðun þeirra í litninga er ólík. Það er vel þekkt úr erfð...

category-iconBókmenntir og listir

Er hægt að syngja falskt? Eru þeir sem gera það ekki bara með með öðruvísi rödd en aðrir?

Hljóð myndast til dæmis þegar sameindir lofts sveiflast í fasa, þannig að bylgjur dreifast út frá hljóðgjafa. Tónhæðin ræðst af tíðni sveiflanna, en tíðnina er unnt að mæla af mikilli nákvæmni. Þegar tíðnin töfaldast hækkar tónninn um eina áttund. Í vestrænni tónlist er áttundinni skipt upp í í tólf tóna og er...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

category-iconVísindi almennt

Hvernig á að breyta einingunni ml/l um magn óbundins súrefnis í sjó í míkrómól á kg?

Spyrjandi setti spurningu sína fram sem hér segir:Hvernig breytir maður einingunni ml/l í míkrómól á kg fyrir súrefnishlutfall í sjó, t.d. 8,223 ml/l miðað við hitastig 7,81°C og seltu 30,284 á 0 m dýpi?Það er því miður ekki á verksviði Vísindavefsins almennt að svara svona spurningum sem flokkast undir tæknilega ...

category-iconLögfræði

Ef ég á helmingseign í húsi með kunningja mínum, get ég þá gert honum kauptilboð sem hann verður að taka eða kaupa mig ella út á sama verði?

Það er meginregla í íslenskum rétti að samningafrelsi gildir. Menn geta samið um það sem þeim dettur í hug á því formi sem þeim finnst hentugast, svo lengi sem báðir eru sammála. Á sama hátt er það meginregla að almennt er ekki hægt að krefjast þess einhliða að einhver geri við mann samning og því síður hægt að ák...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru flekar á jörðinni?

Sennilegt er að einhvern tíma í árdaga hafi jörðin verið meira eða minna bráðin. En snemma myndaðist fast skurn á hinum glóandi hnetti vegna varmageislunar frá yfirborði. Að öðru jöfnu hefði jörðin átt að kólna smám saman og jarðskorpan að þykkna, og á 19. öld reiknaði eðlisfræðingurinn Kelvin lávarður út að 40 ti...

category-iconBókmenntir og listir

Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?

Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“. Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhve...

Fleiri niðurstöður