Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Jakob Smári

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir.

Í feimni felst sterk vitund um að aðrir beini athygli sinni að manni og fylgist með því hvernig maður talar og hegðar sér. Það verður til þess að maður verður jafnframt mjög meðvitaður um hegðun sem að jafnaði er meira eða minna ósjálfráð, eins og að tala. Ef við hugsum lið fyrir lið hvernig á að setja annan fótinn fram fyrir hinn á göngu getur slík athygli komið niður á göngunni þannig að við hrösum. Á sama hátt getur of mikil athygli sem beint er að því að tala rétt mál leitt til mismæla. Þetta getur vitanlega einnig komið niður á þeirri athygli sem maður beinir að umhverfinu og því sem maður vill gera og aðhafast. Af þessum sökum getur feimni orðið til þess að við hegðum okkur klunnalega eða óviðurkvæmilega, en það er einmitt það sem hinn feimni vill forðast í lengstu lög. Í öllum tilvikum snýst feimni um ótta við neikvætt mat eða viðbrögð annarra í eigin garð. Fólk er hrætt við að verða sér til minnkunar eða að athlægi.

Þegar feimni er á háu stigi er hún fremur kölluð félagskvíði eða félagsfælni. Félagsfælni er hugtak sem haft er um hegðun þeirra sem forðast eða óttast félagslegar aðstæður í slíkum mæli að það kemur verulega niður á starfi þeirra, námi eða samskiptum við aðra. Félagsfælni getur verið almenn eða bundin við ákveðnar kringumstæður eins og að tala eða borða fyrir framan aðra. Nýlegar rannsóknir benda til þess að allt að 10-12% fólks eigi við félagsfælni að stríða einhvern tímann á ævinni. Slík fælni getur verið afar bagaleg þar sem hún stendur fólki oft alvarlega fyrir þrifum. Hún getur til dæmis leitt til þess að unglingar hrökklist frá námi fyrr en skyldi.

Rannsóknir benda til þess að bæði sé um að ræða áskapaða eiginleika manna og áhrif félagsmótunar eða reynslu. Hægt er að sjá mjög snemma á þróunarferli barna að sum eru frökk og óhrædd við ókunnuga en önnur eins og varkár og hlédræg. Þetta eru trúlega eðlislægar tilhneigingar sem börn fá í vöggugjöf. Það ræðst síðan af því hvernig foreldrar og aðrir í umhverfi barnsins bregðast við því hvort varkárnin þróast í átt til félagsfælni eða vægrar feimni sem fólk hefur meira eða minna stjórn á.

Mikilvægt er því að átta sig á því annars vegar að feimni er fullkomlega eðlileg en um leið hinu að mikilvægt er að koma í veg fyrir að hún þróist í átt til félagsfælni. Það má gera með því að ýta undir sjálftraust barna og færni í félagslegum samskiptum af ýmsu tæi.

Mynd: One Pose Shoot. Carolyn Sandstrom.

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.3.2000

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Jakob Smári. „Hvers vegna verða sumir feimnir?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=281.

Jakob Smári. (2000, 23. mars). Hvers vegna verða sumir feimnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=281

Jakob Smári. „Hvers vegna verða sumir feimnir?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=281>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna verða sumir feimnir?
Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir.

Í feimni felst sterk vitund um að aðrir beini athygli sinni að manni og fylgist með því hvernig maður talar og hegðar sér. Það verður til þess að maður verður jafnframt mjög meðvitaður um hegðun sem að jafnaði er meira eða minna ósjálfráð, eins og að tala. Ef við hugsum lið fyrir lið hvernig á að setja annan fótinn fram fyrir hinn á göngu getur slík athygli komið niður á göngunni þannig að við hrösum. Á sama hátt getur of mikil athygli sem beint er að því að tala rétt mál leitt til mismæla. Þetta getur vitanlega einnig komið niður á þeirri athygli sem maður beinir að umhverfinu og því sem maður vill gera og aðhafast. Af þessum sökum getur feimni orðið til þess að við hegðum okkur klunnalega eða óviðurkvæmilega, en það er einmitt það sem hinn feimni vill forðast í lengstu lög. Í öllum tilvikum snýst feimni um ótta við neikvætt mat eða viðbrögð annarra í eigin garð. Fólk er hrætt við að verða sér til minnkunar eða að athlægi.

Þegar feimni er á háu stigi er hún fremur kölluð félagskvíði eða félagsfælni. Félagsfælni er hugtak sem haft er um hegðun þeirra sem forðast eða óttast félagslegar aðstæður í slíkum mæli að það kemur verulega niður á starfi þeirra, námi eða samskiptum við aðra. Félagsfælni getur verið almenn eða bundin við ákveðnar kringumstæður eins og að tala eða borða fyrir framan aðra. Nýlegar rannsóknir benda til þess að allt að 10-12% fólks eigi við félagsfælni að stríða einhvern tímann á ævinni. Slík fælni getur verið afar bagaleg þar sem hún stendur fólki oft alvarlega fyrir þrifum. Hún getur til dæmis leitt til þess að unglingar hrökklist frá námi fyrr en skyldi.

Rannsóknir benda til þess að bæði sé um að ræða áskapaða eiginleika manna og áhrif félagsmótunar eða reynslu. Hægt er að sjá mjög snemma á þróunarferli barna að sum eru frökk og óhrædd við ókunnuga en önnur eins og varkár og hlédræg. Þetta eru trúlega eðlislægar tilhneigingar sem börn fá í vöggugjöf. Það ræðst síðan af því hvernig foreldrar og aðrir í umhverfi barnsins bregðast við því hvort varkárnin þróast í átt til félagsfælni eða vægrar feimni sem fólk hefur meira eða minna stjórn á.

Mikilvægt er því að átta sig á því annars vegar að feimni er fullkomlega eðlileg en um leið hinu að mikilvægt er að koma í veg fyrir að hún þróist í átt til félagsfælni. Það má gera með því að ýta undir sjálftraust barna og færni í félagslegum samskiptum af ýmsu tæi.

Mynd: One Pose Shoot. Carolyn Sandstrom....