Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 951 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Hannibal Lecter?

Hannibal Lecter hefur aldrei verið til í raun og veru en hann er persóna í þekktum skáldsögum eftir ameríska rithöfundinn Thomas Harris. Eftir skáldsögunum hafa verið gerðar kvikmyndir og er Lömbin þagna væntanlega sú sem flestir þekkja. Nafnið Hannibal Lecter er eflaust það fyrsta sem kemur upp í huga margra þ...

category-iconEfnafræði

Er hægt að geyma vetnisflúoríð á glerflösku ef það er ekki leyst upp í vatni?

Gerður er greinarmunur á HF á gasformi og HF í vatnslausn. HF á gasformi kallast vetnisflúoríð og er táknað með HF(g) en vatnslausn af vetnisflúoríði kallast flússýra (einnig kallað flúorsýra eða flúrsýra) og er táknuð með HF(aq). Algengasta form vetnisflúoríðs er 40% lausn af HF í vatni. Slíkar lausnir eru se...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um ameríska akitahunda?

Akitahundar eru upprunnir í Japan og nefnist hundakynið akita inu, japanskur akita eða einfaldlega akita. Fyrir miðja síðustu öld barst fyrsti akitahundurinn til Ameríku og nú er til sérstakt afbrigði sem kallast amerískur akita (e. American Akita). Japanskir akitar koma upprunalega frá fjallahéruðum nyrst á ja...

category-iconHugvísindi

Hverjir voru forfeður Trójumanna?

Trója hét öðru nafni Ilíonsborg eða Ilion og á eldra málstigi *Wilios. En það mun vera sama borgin og borgin Wilusa sem þekkt er úr hittitískum heimildum. Hittítaveldið var öflugt ríki í Litlu-Asíu frá 18. öld til 12. aldar f.Kr. Veldi þeirra náði yfir stærstan hluta Litlu-Asíu, norðvesturhluta Sýrlands og hluta a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að temja ljón?

Með tamningu er átt við að menn hafi náð því næst fullkominni stjórn á viðkomandi dýri og geti treyst því. Sem dæmi þá geta flestir verið sammála um að vel tamdir hundar teljist hættulausir og tugmilljónum hunda er treyst til þess að vera innan um börn. Þetta á hins vegar ekki við um ljón eða önnur stór kattard...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir mánaðarheitið þorri og hversu gamall siður eru þorrablótin?

Þorri er nafnið á fjórða mánuði vetrar að gömlu íslensku misseratali. Hann hefst á föstudegi á bilinu 19.–26. janúar og lýkur á laugardegi áður en góa tekur við. Sá laugardagur er nefndur þorraþræll. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1188) kemur fram að orðið sé oftast tengt sögninni að...

category-iconLæknisfræði

Hver var Paracelsus og hvert var hans framlag til læknisfræðinnar?

Philippus Theophrastus Aureolus Bombastus von Hohenheim, öðru nafni Paracelsus, fæddist í Einsiedeln-héraði í Sviss árið 1493. Skírnarnafn hans var Philippus Theophrastus. Nafnið Aureolus tók hann sér síðar. Faðir hans, Wilhelm Bombastus von Hohenheim, var læknir og mikill áhugamaður um efnafræði og gullgerðarlist...

category-iconHugvísindi

Hvert er algengasta mannsnafn í heimi?

Í mörgum heimildum á Netinu er því haldið fram að nafnið Múhameð sé algengasta nafn í heimi. Það kemur fyrir í ýmsum myndum: Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed og svo framvegis. Þetta þarf ekki að koma á óvart, Múhameð er mjög algengt nafn meðal múslíma og í raun vinsælasta karlmannsnafnið í mörgum ríkjum þeirr...

category-iconBókmenntir og listir

Hver kom inn um baðherbergisgluggann?

Það eru væntanlega ýmsir sem hafa farið inn um baðherbergisglugga en eitt af lítt þekktari Bítlalögum er She Came in Through the Bathroom Window. Paul McCartney samdi lagið, þó John Lennon sé titlaður meðhöfundur. Það er að finna á plötunni Abbey Road sem kom út árið 1969 og er hluti af syrpu af hálfkláruðum lögum...

category-iconLæknisfræði

Hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu?

Upprunalega spurningin var: Eru einhverjar tölur um það hversu margir Íslendingar deyja árlega af völdum inflúensu? Haldið er utan um dánarorsakir allra sem eiga lögheimili á Íslandi í svokallaðri dánarmeinaskrá. Upplýsingar úr henni má nálgast bæði á vef Landlæknisembættisins og á vef Hagstofu Íslands. Á v...

category-iconLögfræði

Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?

Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða áhrif hafði fútúrismi á tónlist snemma á 20. öld?

Fútúrismi var hreyfing sem mest kvað að í bókmenntum og myndlist á fyrri hluta 20. aldar. Hreyfingin kom bæði fram á Ítalíu og í Rússlandi. Ítalski fútúrisminn einkenndist af mikilli dýrkun á vélum og hraða nútímans en hafði ímugust á fortíðinni. Eitt helsta einkenni fútúrismans voru stefnuyfirlýsingar af ýmsu tag...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Þorbjörn Sigurgeirsson og fyrir hvað er hann þekktastur?

Þorbjörn Sigurgeirsson fæddist á Orrastöðum í Torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu 19. júní 1917. Hann lést í Reykjavík af völdum hjartabilunar hinn 24. mars 1988. Þorbjörn gekk í farskóla eins og þá var títt í sveitum en fór síðan í Menntaskólann á Akureyri. Hann lauk þaðan stúdentsprófi árið 1937 með frá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðatiltækisins „með lögum skal land byggja“?

Landnám norrænna manna hófst á Íslandi 874. Um það leyti sem landið var að verða fullnumið var landnámsmaður að nafni Úlfljótur sendur til Noregs til að kynna sér lög. Átti hann að setja saman lög fyrir Ísland því menn sáu þörf á að ein lög giltu í landinu. Hann var þrjá vetur í Noregi og kom til baka með lögin um...

category-iconLandafræði

Hvað vitum við um Gunnbjarnarsker? Hvar eru þau eða voru?

Gunnbjarnarskerja er getið í samhljóða frásögnum Landnámabókar, Eiríks sögu rauða og Ólafs sögu Tryggvasonar þar sem lýst er fyrirætlun Eiríks rauða um að rannsaka lönd vestan við Ísland: „… hann ætlaði að leita lands þess, er Gunnbjörn son Úlfs kráku sá, er hann rak vestur um Ísland, þá er hann fann Gunnbjarna...

Fleiri niðurstöður