Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að ráða kyni barns með því að tímasetja kynlíf rétt?
Það eru engin óbrigðul ráð til þess að ráða kyni barns. Með inngripi læknavísindanna er mögulegt að auka töluvert líkur á að eignast barn af tilteknu kyni en mannfólkið er meira háð vilja náttúrunnar þegar getnaður á sér stað á hefðbundinn hátt. Þó hafa verið settar fram kenningar um að með því að tímasetja kynmök...
Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf?
Öll spurningin hljóðaði svona: Getur einstaklingur vitað hvort hann er Gyðingur með því að taka próf? Og þá hvar. Spurningin fjallar um uppruna einstaklings. Ímyndum okkur Jón Strand, sem rekur á fjörur en man ekkert um sitt fyrra líf. „Hver er ég og hvaðan kom ég“, væru eðlilegar fyrstu spurningar Jóns. Ha...
Hver er uppruni orðsins 'olnbogabarn' og hvað er átt við með því?
Orðið olnbogi er ytri hluti liðar milli fram- og upphandleggjar. Sögnin að olnboga merkir að ‘reka olnbogann í, hrinda frá sér með olnboganum’. Oft er talað um að menn hafi þurft að olnboga sig áfram í þrengslum, til dæmis á skemmtunum. Olnbogabarn er þá barnið sem olnboginn er rekinn í, það er barnið sem verður f...
Hvar bjuggu rómversku guðirnir? Voru þeir líka á Ólympsfjalli með grísku guðunum?
Rómversku guðirnir sem samsvöruðu Ólympsguðunum grísku bjuggu líka á Ólympsfjalli. Þannig er til dæmis rómverski guðinn Júpiter nefndur „faðir manna og guða [sem] situr á háum Ólympusi“, „konungur hins himneska Ólympusar“ og þar fram eftir götunum í íslenskri þýðingu á Eneasarkviðu eftir rómverska skáldið Virgil. ...
Hvað eru svokallaðar ECTS-einingar og hver er tilgangurinn með notkun þeirra?
ECTS stendur fyrir European Credit Transfer System en það er notað til að meta nám milli háskóla. Kerfið var tekið upp í Háskóla Íslands veturinn 2008-2009 og eftir breytinguna urðu þriggja eininga áfangar sex einingar. Fullt nám á hverri önn er 30 einingar og eitt námsár er þannig 60 einingar. Talan 60 er grun...
Hvaðan koma elstu vögguvísur og er hægt að svæfa börn með þeim?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna eru sungnar vögguvísur? Er eitthvað vitað um uppruna vögguvísna og hvort þær virki raunverulega við svæfingu? Vögguvísur hafa verið sungnar frá því í fornöld. Ein elsta vögguvísa sem varðveist hefur er rist á 4000 ára gamla leirtöflu frá Babýlon sem geymd e...
Er hægt að drepa veirur í mönnum með sótthreinsivökva eða orkuríkum geislum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Er hægt að drepa nýju kórónuveiruna í mönnum með því að dæla sótthreinsivökva í þá eða nota orkuríka geisla? Stutta svarið við þessari spurningu er einfaldlega þetta: Kraftmiklar aðferðir til að óvirkja veirur á ósértækan hátt, til dæmis með sterkum efnum eða orkuríkum geislum...
Er vitað hversu þungan knapa íslenski hesturinn getur borið með góðu móti?
Íslenski hesturinn er fremur smár reiðhestur, að meðaltali um 140 cm á herðakamb og 350 kg. Til samanburðar eru mörg önnur reiðhestakyn gjarnan um 160 cm á herðakamb og um og yfir 500 kg. Þess vegna lítur fullorðið fólk oft út fyrir að vera stórir knapar á íslenskum hestum og hlutfall þunga knapa af þyngd hestsins...
Er hægt að hafa áhrif á sjúkdóminn sóra (psoriasis) með breyttu mataræði?
Sóri (e. psoriasis) er krónískur bólgusjúkdómur og tilheyrir flokki gigtarsjúkdóma. Sjúkdómurinn leggst aðallega á húð einstaklinga en getur þó haft áhrif á hvaða hluta líkamans sem er, en algengast er að hann leggist á höfuðleður, olnboga eða hné. Einkennin lýsa sér sem dökkrauðir eða fjólubláir upphleyptir þurrk...
Er vitað til þess að Tyrkjaránsmenn hafi eignast börn með íslenskum konum?
Stutta svarið við spurningunni er þetta: Óhætt er að fullyrða að engin börn hafi fæðst á Íslandi á vormánuðum 1628 sem áttu sjóræningja frá Norður-Afríku, Englandi, Hollandi eða Spáni fyrir föður. Aftur á móti er fullvíst að einhverjir hinna herteknu Íslendinga hafi aukið kyn sitt í Norður-Afríku næstu árin. Le...
Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár? Er aðfangadagur talinn með?
Stutta svarið við seinni hluta spurningarinnar er einfaldlega já. Þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Um fyrri hluta spurningarinnar er þetta að segja: Fyrsti sunnudagur í aðventu árið 2024 er 1. desember, annar 8. desember, þriðji 15. desember og fjórði 22. desember. ...
Hvernig þarf maður að bæta upp þá næringu sem maður fær ekki ef maður borðar ekki fisk?
Upphafleg spurning var:Hvað getur maður borðað eða tekið inn ef maður getur ekki borðað fisk? Og þá hversu mikið magn til að fá öll þau bætiefni sem líkaminn þarf?Í fiski er að finna mörg lífsnauðsynleg næringarefni, en flest þeirra er einnig hægt að fá í ríkum mæli úr öðrum fæðutegundum. Í raun er aðeins tvö lífs...
Ef maður greiðir upp lán, þarf þá að borga áfallnar verðbætur? Ef svo er, þá af hverju?
Ef verðtryggt lán er greitt upp áður en upphaflegur lánstími rennur út þá þarf lántakandinn að greiða verðbætur sem miðast við hækkun verðlags frá því að lánið var tekið og þangað til það er greitt upp. Þetta er eðlilegt enda á verðtryggingin að tryggja að endurgreiðslur lánsins rýrni ekki að raungildi vegna verðb...
Er alltaf jafnmikið vatn í höfunum, þó svo að jöklar bráðni, það rigni eða vatn gufi upp?
Þetta er góð spurning og svarið við henni er í aðalatriðum „já“ nema að því er varðar jöklana. Það er yfirleitt alltaf jafnmikið vatn í höfunum þó að einhverjar tímabundnar breytingar verði á rigningu og uppgufun. Þetta er hreint ekki augljóst en stafar af því að um þetta ríkir að mestu stöðugt jafnvægi, það er að...
Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?
Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...