Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 749 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er latína sem er að deyja út notuð í líffræði?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er nafnakerfi Carl Linnés hentugt til að tilgreina lífverur, að því gefnu að latínan er að deyja út og aðeins menntaðir menn sem skilja hvaða tegund er um að ræða? Í líffræði er latína einkum notuð í svokölluðu tvínafnakerfi. Þá er hverri tegund lífveru gefið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið á Spáni?

Dýralíf á Spáni er mjög fjölbreytt enda er landið stórt. Á Spáni er löng strandlengja, þar er hálendi, skógar og síðast en ekki síst mikið fjalllendi. Sennilega hefur dýralíf í árdaga verið mun ríkulegra þar en í dag. Rúmlega tvö þúsund ára borgarsamfélag á Spáni og umtalsverður landbúnaður sem þar hefur verið stu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Breyttust réttindi kvenna eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver voru kvenréttindin árið 1944? Breyttust þau eitthvað við stofnun lýðveldis á Íslandi? Réttindi kvenna breyttust ekki við stofnun lýðveldis á Íslandi 1944. Kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis fékkst árið 1915, takmarkaður við konur 40 ára og eldri en að fullu ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?

Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...

category-iconFornfræði

Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvers vegna tóku Rómverjar upp dýrkun á grísku guðunum og hver var munurinn á milli dýrkun Rómverja og Grikkja á guðunum? Bæði Grikkir og Rómverjar voru fjölgyðistrúar, það er trúðu á marga guði. Sumir grísku guðanna voru ævafornir indóevrópskir guðir sem höfðu fylgt G...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu?

Upprunalega spurningarnar voru tvær: 1) Hvað skýrir togstreituna sem nú ríkir milli Rússlands og Úkraínu? 2) Er eitthvað í sögu Rússlands og Úkraínu sem gæti útskýrt spennuna á milli þessara landa? Það er viss rangtúlkun á samskiptum Úkraínu og Rússlands að segja þau einkennast af „togstreitu“ eða „spennu“. Ásæ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig kveða menn í kútinn?

Orðasambandið að kveða einhvern í kútinn er notað um að sigra einhvern í að kveðast á en einnig um að sigra einhvern í deilu og að þagga eitthvað niður. Merkingin ‛kveðast á’ er líklegast sú upprunalega. Í ritinu Breiðdælu (sjá Ritmálssafn Orðabókar Háskólans) stendur þessi texti:Þá átti sá, er hafði betur, ...

category-iconHagfræði

Geta félög á Tortóla verið skattskyld hér? Hverjir þurfa að greiða skatta á Íslandi?

Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Af hverju mega félög i skattaskjólum borga skatta a Íslandi? (Snorri Guðmundsson) Getur félag eða fyrirtæki, sem skráð er á eyjunni Tortóla verið skattskylt á Íslandi og/eða til dæmis Danmörku? (Loftur Jóhannsson) Skattur og skattskylda eru órjúfanlegur hluti fullveldis...

category-iconHeimspeki

Hvers lenskur var Tarzan og hvar gerast ævintýrin um hann?

John Clayton, sem við flest þekkjum undir nafninu Tarzan, er enskur greifi kenndur við Graystoke. Eftir að hann missti foreldra sína barnungur ólst hann upp meðal apa af óræðri tegund í skógum Afríku. Enginn veit nákvæmlega í hvaða landi foreldrar hans voru skilin eftir af uppreisnarmönnum sem tóku yfir skip þeirr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver eru eiginlega þessi „síðustu forvöð“?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver eru þessi "síðustu forvöð"? Hvaða forvöð er þá átt við? Hvaðan kemur orðatiltækið "síðustu forvöð" og hvað eru forvöð? Orðið forvað (hk.) merkir ‘vað undir sjávarhömrum sem aðeins er fært um fjöru’. Einnig er til orðið forvaði (kk.) í sömu merkingu og þekkist það v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stöðurafmagn?

Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconNæringarfræði

Hvað er spelti og hvert er næringarinnihald þess?

Spelti er ævaforn korntegund ræktuð í fjallahéruðum Mið-Evrópu, einkum á Spáni, í Frakklandi, Sviss og Austurríki. Tegundin gengur undir tveimur latneskum heitum: Triticum spelta og Triticum aestivum spelta og á íslensku kallast hún ýmist speldi, spelt eða spelti. Einnig hefur þýska heitinu Dinkel skotið upp kolli...

Fleiri niðurstöður