Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Af hverju fellur á kopar og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er það nákvæmlega sem á sér stað: ‘við myndun spanskgrænu á kopar og þegar ‘fellur á silfur’’ Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Rauð-appelsínuguli/rauð-brúni litur kopars er einkennandi fyrir má...
Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...
Af hverju gýs ekki við Svartsengi þar sem kvikan safnast fyrir og landrisið er mest?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hversu stórt er svæðið við Svartsengi sem er að rísa og hníga á víxl? Af hverju kemur ekki kvika upp þar? Land rís nú við Svartsengi í níunda sinn síðan 2020. Flest bendir til þess að risið stafi af söfnun kviku á um 4-5 km dýpi og virðist safnstaðurinn vera sá sami í ...
Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali?
Já, það er vel hægt. Hlaupár samkvæmt okkar tímatali eru alltaf þegar 4 ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar 4 ganga ekki upp í öldinni. Þannig eru árin 1700, 1800 og 1900 ekki hlaupár en árið 2000 er hlaupár. Árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár en árið 2400 verður það aftur á móti. M...
Hver er talin vera helsta orsök þess að þriðja heims ríki nái ekki að rífa sig upp úr fátæktinni?
Flest ríki heims tilheyra svokölluðum þriðja heims ríkjum. Hugtakið er þó vandmeðfarið og hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni. Hægt er að lesa um túlkun mannfræðings á hugtakinu í svari Sveins Eggertssonar við spurningunni Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn? Þegar talað er um þriðja heims ríki er yfirl...
Hvers vegna finnst mér oftar en ekki þegar dregið er í lottó að samliggjandi tölur komi upp úr drættinum?
Í íslenska lottóinu eru 40 kúlur, sem eru númeraðar frá 1 og upp í 40, og 5 kúlur eru dregnar út. Þetta fyrirkomulag var tekið upp árið 2008, en fram að því höfðu kúlurnar verið 38 talsins. Með samliggjandi tölum er átt við tvær eða fleiri heilar tölur sem hægt er að raða þannig upp að sérhver tala fáist með þv...
Hvað gerist ef ég tek smurða brauðsneið, festi hana við bakið á ketti og kasta honum upp í loft?
Lesendur Vísindavefsins hefur vafalaust rennt í grun að ritstjórnin sé skipuð fólki sem dreymdi einu sinni um að vinna Nóbelsverðlaun fyrir framlag sitt til vísindanna. Það er líka alveg rétt. Hitt er svo einnig augljóst að fyrst þau vinna á Vísindavefnum er lítil von til að þessi draumur rætist. Annar raunhæfari ...
Bera jökulár næringarefni til sjávar og væri hægt að skófla þeim upp og sturta í sjóinn ef árnar hverfa?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að jökulárnar okkar beri næringarefni fram í sjóinn sem fiskurinn lifir á? Ef svo er hvaðan koma þessi næringarefni upprunalega? Væri kannski hægt að skófla þessum næringarefnum upp og sturta í sjóinn án þess að nota jökulárnar? Stutta svarið: Rétt er að jökulárnar ...
Hvar finnst myndbreytt berg og hvernig kemst það aftur upp á yfirborðið eftir að hafa verið djúpt í jörðu?
Myndbreytt berg finnst hvarvetna þar sem berg hefur hitnað yfir 300°C eða svo niðri í jörðinni. Það berst upp á yfirborðið aftur við rof. Eins og fram kemur í spurningunni, verður myndbreyting bergs einkum djúpt í jörðu, á hitabilinu 300-850°C. Venjulega er átt við berg sem upphaflega myndaðist við yfirborð – t...
Ef það kemur kvika upp úr jörðinni við eldgos myndast þá ekki tómarúm annars staðar eða er kvikuframleiðsla endalaus?
Ágæt spurning, en svarið er nei – ekkert tómarúm myndast. Reyndar er til merk regla í jarðfræðinni sem segir: Náttúran þolir ekki tómarúm (á ensku: Nature abhors vacuum). Kannski mætti líkja eldstöð við vatnsfyllta blöðru sem hleypt er úr: rúmmál blöðrunnar minnkar sem svarar vatnstapinu en blaðran er jafnfull...
Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?
Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...
Hvað hafa menn fyrir sér í því að sumar stjörnur sem við sjáum séu núna útbrunnar?
Þetta er byggt á því að margar stjörnur eru svo gríðarlega langt í burtu að langur tími er liðinn síðan ljósið sem við sjáum frá þeim lagði af stað hingað til okkar. Þessi tími getur hæglega verið lengri en ævi viðkomandi stjörnu samkvæmt þeim hugmyndum sem menn hafa um þróun og ævilengd stjarna. Þær hugmyndir er...
Má ég segja „Farðu út í búð og keyptu fyrir mig..." eða á að segja kauptu?
Boðháttur sagna er myndaður af stofni. Hann er ýmist stýfður, eins og far af fara, gef af gefa, eða viðskeyttur, farðu (úr far þú) gefðu (úr gef þú). Stofn sagnarinnar að kaupa er kaup og því er boðhátturinn annaðhvort kaup eða kauptu. Oft heyrist boðháttarmyndin keyptu en hún er ekki rétt mynduð. Þar hefur þá...
Er betra fyrir tannheilsuna að neyta sykurskertra gosdrykkja í stað sykraða, þá í sambandi við tannátu?
Tannáta er það sama og tannskemmd. Tennur skemmast vegna þess að bakteríur í munni gerja sykurinn í matvælum sem við neytum og mynda sýru sem brýtur tönnina niður. Sykurlausir drykkir eru því betri fyrir tennurnar með tilliti til tannskemmda. Hins vegar er annar tannsjúkdómur sem er að ryðja sér til rúms og ne...
Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?
Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög. Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum. Til að öðlast leyfi til á...