Hvað er það nákvæmlega sem á sér stað: ‘við myndun spanskgrænu á kopar og þegar ‘fellur á silfur’’Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum. Rauð-appelsínuguli/rauð-brúni litur kopars er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir málmar gráir eða silfurlitir/hvítir. Það er hins vegar vel þekkt að kopar sem er úti veðrast og breytir um lit með tíð og tíma og verður sægrænn/blágrænn. Það sama á við um ýmis koparmálmblendi eins og brons og messing. Þetta sést glögglega á styttum og þökum og veggjum húsa með koparyfirborð, eins og til dæmis Frelsistyttunni í New York og húsi Hæstaréttar Íslands. Þessi blágræni litur kopars kallast spanskgræna/spansgræna en gengur einnig undir nafninu kopargræna eða eirgræna. Nafngiftin spanskgræna/spansgræna (e. verdigris) á rætur að rekja til Spánar en efnið var fyrst flutt út frá Spáni.

Hús Hæstaréttar Íslands er að hluta til klætt með kopar.
(rauðbrúnt efni)Kopar(I)oxíðið hvarfast áfram við súrefni og myndar svart kopar(II)oxíð (CuO):
2Cu_2 O_{(s)}+ O_{(2(g)} \to 4CuO_{(s)} (svart efni)Kopar(II)oxíðið hvarfast svo við ýmis efni í loftinu og myndar græn og bláleit efni sem gefa fullveðruðum kopar einkennandi blágræna litinn:
4CuO_{(s)}+ SO_{3(g)}+3H_2 O_{(l)} \to Cu_4 SO_4 (OH)_{6(s)} (grænt efni)Kopar tærist sem sagt en ekki á sama hátt og járn því húðin sem myndast á koparinn ver málminn sem undir liggur á meðan tæring járns (myndun ryðs) étur járnið upp. Það er því í raun í góðu lagi að það falli á koparhluti, þeir breyta þá bara um lit. Þök og veggir húsa með spanskgrænu hafa lengi þótt fín, bæði vegna litarins og vegna þess hversu dýr þau eru en þau hafa þó þann óumdeilda kost að vera endingargóð og viðhaldsfrí. Oft hefur verið brugðið á það ráð að kaupa þak- og veggplötur með formeðhöndluðu spanskgrænu yfirborði svo ekki þurfi að bíða í mörg ár eftir að spanksgrænan myndist en sú leið er töluvert dýrari en að kaupa ómeðhöndlaðar koparþakplötur og koparveggplötur.
2CuO_{(s)}+ CO_{2(g)}+H_2 O_{(l)} \to Cu_2 CO_3(OH)_{2(s)} (grænt efni)
3CuO_{(s)}+ 2CO_{2(g)}+H_2 O_{(l)} \to Cu_3 (CO_3 )_{(2)} (OH)_{2(s)} (bláleitt efni)

Dæmi um hvernig kopar getur veðrast og skipt um lit með tíð og tíma.
- Copper. Wikipedia. (Sótt 12.9.2022).
- Why Does Copper Oxidize and Turn Green? ScienceStruck. (Sótt 12.9.2022).
- Verdigris. Wikipedia. (Sótt 12.9.2022).
- Why Do Brass, Bronze and Copper Turn Green? Make it From Metal. (Sótt 12.9.2022).
- málið.is. (Sótt 12.9.2022).
- Mynd: Mats - Icelandic Image Library. © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi. (Sótt 9.9.2022).
- JTC Roofing Contractors. (Sótt 9.9.2022).