Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1395 svör fundust
Hver var fyrsta kvikmynd heims og hversu mikið hefur tækninni fleygt fram síðan þá?
Það hefur töluvert verið deilt um það hver fyrsta kvikmynd heims var. Flestir eru þó sammála um hvaða hreyfimynd hafi verið sú fyrsta í heimi. Árið 1878 tók enskur ljósmyndari að nafninu Eadweard Muybridge raðir mynda af hesti ríkisstjóra Kaliforníu á hlaupum. Út kom 3 sekúndna hreyfimynd þar sem hesturinn sést hl...
Hver var Guðmundur Finnbogason og hvað gerði hann merkilegt?
Guðmundur Finnbogason var einn fjölhæfasti menntamaður Íslendinga á fyrri hluta 20. aldar, brautryðjandi í skólamálum og sálfræði, ritstjóri Skírnis um árabil, hagur orðasmiður og höfundur frumlegrar kenningar um „samúðarskilninginn“. Guðmundur fæddist á Arnstapa í Ljósavatnsskarði 6. júní 1873. Hann var af fát...
Hvað hefur vísindamaðurinn Ármann Höskuldsson rannsakað?
Ísland er byggt upp af kviku er streymt hefur úr möttli jarðar undanfarnar ármilljónir. Núverandi yfirborð ofan sjávarmáls hefur að geyma jarðlög og sögu eldvirkni á Íslandi síðustu 17 milljónir ára. Yngstu jarðmyndanir Íslands eru frá eldgosinu í Holuhrauni 2014-2015. Eldgos er ekki bara eldgos, heldur síbreytile...
Hvað er „meme“ og er til íslenskt orð yfir það?
Breski líffræðingurinn Richard Dawkins kom fram með hugtakið meme í bók sinni The Selfish Gene sem kom út árið 1976 og fjallar um hópa, erfðir og náttúruval. Dawkins myndaði orðið meme með því að fella saman enska orðið gene og gríska orðið mimeme (μίμημα „það sem hermt er eftir“)....
Hvernig komst „þjóð“ inn í heiti landsins Svíþjóð?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sverige er íslenskað Svíþjóð. Hvernig kemur „þjóð“ inn í þetta - og hvenær? Eru til eldri þýðingar? Orðið þjóð er allajafna haft um tiltekinn hóp fólks sem síðan má afmarka nánar eftir atvikum. Það er því sannarlega sérstakt að orðið Svíþjóð sé haft um sjálft landsvæðið þ...
Hvernig og hvenær varð íslenski þjóðsöngurinn til?
Spurning Jóns Björns hljómaði svona: Mig langar til þess að forvitnast um allt er tengist íslenska þjóðsöngnum. Getið þið komið því á framfæri t.d. undir leitarorðunum, þjóðsöngur og íslenski þjóðsöngurinn? Þjóðsöngur er kvæði með lagi, flutt við hátíðleg tækifæri sem eins konar tákn um þjóðarvitund. Þjóðsöngv...
Af hverju nefndu íslenskir landnemar í Kanada byggð sína þar Gimli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Byggð Nýja Íslands í Kanada var nefnd Gimli. Hver er uppruni og þýðing þess orð, þ.e. af hverju var þetta orð öðrum fremur talið tilvísun til heimahaganna á Íslandi? Þegar spáð er í landnám íslenskra innflytjenda í Manitóbafylki í Kanada árið 1875 og mögulegar ástæð...
Hvenær varð jóladagatal algengt á heimilum fólks?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands? Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Ef...
Hvað er merkilegt við prentsmiðjuna í Hrappsey á 18. öld og hvers konar rit voru prentuð þar?
Frá því að prentverk var fyrst flutt til Íslands um 1530 höfðu kirkjunnar menn - með biskupinn á Hólum í fararbroddi - stjórnað bókaútgáfu í landinu og að vonum lagt höfuðáherslu á trúarleg rit. Einokun kirkjunnar á prentun bóka var ekki aflétt fyrr en 1773 með stofnun prentsmiðju i Hrappsey á Breiðafirði og urðu ...
Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?
Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...
Sannar undantekningin regluna?
Það sem átt er við með orðatiltækinu "undantekningin sannar regluna" er að eitthvað getur ekki verið undantekning nema það sé undantekning frá reglu, og því sanni sú staðreynd, að um undantekningu er að ræða, jafnframt að um reglu sé að ræða. Nú getur "regla" verið annaðhvort 1) einhvers konar boð eða forskrif...
Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?
Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matrei...
Hvernig myndast stuðlaberg?
Stuðlaberg myndast vegna samdráttar í kólnandi efni. Þegar basaltbráð kólnar er hún orðin fullstorkin við um 1000°C hita. „Eftir það kólnar bergið smám saman og dregst við það saman og klofnar í stuðla sem tíðum eru sexstrendir. Stuðlar standa ávallt hornréttir á kólnunarflötinn. Þeir standa því lóðréttir í hraunl...
Hvernig fugl er súlan?
Súlan (Morus bassanus eða Sula bassana) er sjófugl sem verpir hér við land á örfáum stöðum undan suður-, austur-og norðausturlandi. Kunnasti varpstaðurinn hér við land er eflaust Eldey sem liggur suður af Reykjanesi. Íslenskir fuglafræðingar hafa fylgst vel með stærð súlustofnsins hér við land og telur hann nú...
Hvað getiði sagt mér um Finnland?
Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...