Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands?Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Eftir miðja 19. öld þekktist það á sumum þýskum heimilum að telja niður dagana til jóla, ýmist frá 1. desember eða upphafi aðventu til 24. desember. Hjá sumum fjölskyldum voru krítuð strik á hurð eða vegg og eitt þeirra síðan þurrkað út á hverjum degi, annars staðar voru daglega hengdar upp trúarlegar myndir, eitt strá á dag sett í jötu eða kveikt á einu kerti. Oft er talið að fyrsta fjöldaframleidda prentaða jóladagatalið hafi verið gefið út árið 1908 af manni að nafni Gerhard Lang. Sagan segir að þegar hann var lítill drengur og beið óþolinmóður eftir jólunum hafi móðir hans gripið til þess ráðs að festa 24 lítil sætindi á spjald sem sonurinn mátti svo fá, eitt á dag. Á fullorðinsárum útfærði hann hugmyndina með prentuðu dagatali sem samanstóð af örk með númeruðum reitum og annarri með myndum sem klippa mátti út eina á dag og líma í reitina. Nokkru seinna var farið að framleiða dagatöl með gluggum eins og við þekkjum enn í dag. Bak við lokuðu gluggana var ýmist að finna myndir eða trúarlegan texta.

Fyrstu prentuðu dagatölin voru þannig að myndir voru klipptar út og límdar í þar til gerða reiti á öðru spjaldi.

Vísir, 30. nóvember 1962.

Útsaumað pakkadagatal.
- Advent calendars - Deutsches Weihnachtmuseum. (Sótt 15.12.2021).
- Kath Bates. The History of the Advent Calendar - Oxford Open Learning. (Sótt 15.12.2021).
- Martin Johnes. A brief history of Advent calendars in the UK. (Sótt 15.12.2021).
- Whychristmas.com. (Sótt 15.12.2021).
- Claus Ib Olsen. (2003). Glædelig jul. Samlerens forlag.
- Gerry Bowler. (2000). The World Encyclopedia of Christmas. The Easton Press.
- Vísir, 30.11.2062 - Tímarit.is. (Sótt 15.12.2021).
- Fréttablaðið, 30.11.2016 - Tímarit.is. (Sótt 15.12.2021).
- Historieformidling til børn i tv-julekalendere - danmarkshistorien.dk . (Sótt 15.12.2021).
- Julekalendere gennem tiden - Juleweb.dk. (Sótt 15.12.2021).
- Richard Ernst Kepler - Im Lande des Christkinds.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 15.12.2021).
- Citystoffer.dk. (Sótt 15.12.2021).