Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3021 svör fundust
Hvað getur þú sagt mér um dýralífið í Katar?
Katar (e. Qatar) er ríki á Katarskaga við suðvestanverðan Persaflóa en skagi þessi gengur norður úr austurströnd Arabíuskaga. Landið er rúmlega 11,5 þúsund ferkílómetrar að stærð eða um 1/9 af flatarmáli Íslands og að stórum hluta eyðimörk. Yfir sumartímann getur hitinn þar farið allt upp í 50ºC yfir heitasta tíma...
Hvers vegna fellur á silfur og hvernig er best að koma í veg fyrir það?
Silfur er málmur og frumefni númer 47 í lotukerfinu. Það hefur efnatáknið Ag sem er skammstöfun á latneska heiti þess argentum. Nýfægt silfur er hvítt á lit eða einfaldlega silfurlitt. Silfur dökknar hins vegar með tíð og tíma og þá er sagt að það falli á silfrið. Ástæðan fyrir þessum litabreytingum er að silfrið ...
Hver eru talin vera áhrif hlýnunar jarðar á veðurfar á Íslandi?
Sumir hefðu kannski haldið að þessi spurning væri óþörf af því að hlýnunin verði jafnmikil alls staðar og áhrif hennar þau sömu. En svo er alls ekki því að rannsóknir sýna glöggt að hlýnun er og verður mismikil eftir stöðum á jörðinni. Auk þess hefur sama hlýnun (í gráðum talið) gerólík áhrif eftir því hvort við e...
Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?
Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...
Hversu langt eru Voyager-gervitunglin komin út í geiminn?
Voyager-geimförin lögðu af stað frá jörðu árið 1977. Þau voru hönnuð til að kanna Júpíter og Satúrnus og áttu að endast í 5 ár. Hjá Satúrnusi var Voyager I sveigt út úr sléttu sólkerfisins svo að hægt væri að ná betri myndum af Títan, einu af tunglum Satúrnusar. Voyager II hélt hins vegar áfram ferð sinni milli re...
Er rétt að húsflugan sé í hópi alhættulegustu meindýra sem til eru?
Það er að sjálfsögðu matsatriði hvað er "alhættulegast" en hitt er rétt að húsflugan getur verið býsna hættuleg, ekki af eigin völdum heldur vegna þess sem hún ber með sér. Það er líka rétt athugað hjá spyrjanda að hún er sérlega varasöm við hvers konar meðhöndlun matar. Þar sem mikið er um húsflugur og sýklauppsp...
Hvernig völdu nasistar fólk til „starfa“ í útrýmingarbúðunum? Eru þekkt dæmi þess að menn hafi neitað að fylgja skipunum þar?
Valið fór fram á ýmsa vegu. Fyrst ber að telja sannfærða nasista eða þjóðernissinna, stundum af öðru þjóðerni en þýsku, sem töldu sig vera að gera góða hluti með „starfi“ þessu. Síðan er rétt að geta tækifærissinnanna sem tóku tilboði um „spennandi viðfangsefni“ í trausti þess að nasistar myndu vinna stríðið. Þýsk...
Sleikja kettir sig af vana eða þegar þeir eru skítugir?
Svarið við þessari spurningu er bæði já og nei. Margar ástæður geta legið á bak við þetta atferli kattardýra. Eins og glöggir kattareigendur vita eyðir kötturinn miklum tíma í að snyrta sig. Samkvæmt atferlisrannsóknum er um að ræða allt að helmingi þess tíma sem dýrið er vakandi. En hver er tilgangurinn með al...
Hvaða dýr er sterkast miðað við stærð sína?
Maðurinn (Homo sapiens) býr ekki yfir sérlega miklum líkamsstyrk samanborið við fjölmörg önnur dýr. Sterkur karlmaður getur til dæmis lyft þrefaldri eigin þyngd en karlgórilluapi (Gorilla gorilla) sem vegur 200 kg, getur lyft tífaldri eigin þyngd! Kraftar górilluapans eru þó litlir í samanburði við styrk svone...
Hvar er hægt að sjá stjörnumerkið Hrútinn og hvað getið þið sagt mér um það?
Hrúturinn er talið fyrsta merki dýrahringsins þó að staðreyndin sé sú að með framrás vorpunktsins sé fiskamerkið það í raun. Í grísku goðafræðinni var hrúturinn klæddur gullna reyfinu og Hermes, sendiboði guðanna, sendi hann til að bjarga tveim börnum konungsins í Þessalóníku frá brjálaðri stjúpmóður sinni. Hr...
Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?
Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...
Af hverju er lífið til?
Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...
Hvaðan er orðatiltækið „í gríð og erg“ komið?
Kvenkynsorðið gríð merkir ‘ákafi, áfergja’ og er skylt orðinu gríður sem var í fornu skáldamáli notað sem tröllkonuheiti, meðal annars í kenningum. Með gríðar stóði, gríðar grástóði og gríðar fákum er til dæmis átt við úlfa í kveðskap. Gríður hét einnig tröllkona sú sem Þór átti soninn Viðar með samkvæmt Sno...
Er hægt að hafa örbylgjuofn í gangi með opnar dyr, og ef svo er, hvað myndi gerast?
Hér er einnig svarað spurningu Ólafs Heiðars Helgasonar: Hvað myndi gerast ef að ég myndi fá á mig jafnmikla örbylgjugeislun og ef ég væri inni í örbylgjuofni? Af öryggisástæðum er gengið þannig frá hurð örbylgjuofna að aflrás til örbylgjugjafans rofnar þegar dyrnar eru opnaðar. Þetta er gert vegna þess að annar...
Hvað getið þið sagt mér um grísku veiðigyðjuna Artemis?
Artemis var ein af gyðjum Ólymposfjalls, dóttir Seifs og Letó og tvíburasystir Apollons. Artemis var gyðja veiða, náttúru og frjósemi og verndari villtra dýra, barna og kvenna við barnsburð. Artemis og Apollon voru bæði goð lækningar, en Artemis gat þó einnig breitt út sjúkdóma eins og holdsveiki og hundaæði. ...