Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9514 svör fundust
Gæti ég fengið að vita allt um kjóa?
Kjóinn (Stercorarius parasiticus) er farfugl og flestir þeirra koma til Íslands snemma í maí. Kjóar verpa um allt land en sandauðnir meðfram strandlengjunni eru uppáhalds varpstaðir þeirra. Kjóinn er um 45 sentímetrar á lengd og vegur á bilinu 350-500 grömm. Vænghaf Kjóans er um 120 sentímetrar. Kjóinn étur ót...
Hvaða krabbar eru algengir í fjörum landsins?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég er að safna kröbbum og mig langar að vita á hverju þeir lifa. Ég fann þá undir steinum í fjörunni heima hjá mér.Af stórum tífættum kröbbum (decapoda) er algengast að rekast á bogkrabba (Carcinus menas) í fjörunni en einnig sjást þar trjónukrabbar (Hyas araneus) og kuðung...
Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?
Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hle...
Hver er munurinn á kanó og kajak?
Talsverður munur er á þessum bátum. Kajakar hafa lokað dekk með gati fyrir ræðarann og oftast eru tvö göt sitt hvoru megin við hann fyrir farangur. Þessi hönnun gerir ræðaranum kleift að hvolfa bátnum og rétta sig af, með svonefndri eskimóaveltu. Sjókajakar. Kanóar eru opnir bátar, talsvert hærri og hafa uppb...
Hvað eru fjárlög?
Í 42. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að fyrir hvert reglulegt Alþingi skal, þegar það er saman komið, leggja frumvarp til fjárlaga fyrir það fjárhagsár, sem í hönd fer, og skal í frumvarpinu fólgin greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld. Í 41. grein kemur jafnframt fram að ekkert gjald má greiða af hendi, ne...
Getur haförn drepið álft?
Undir ákveðnum kringumstæðum getur haförn vissulega drepið álft, til dæmis ef álftin er aðframkomin vegna meiðsla eða annars sem haft hefur áhrif á heilbrigði hennar og styrk. Það er hins vegar afar ólíklegt að haförn leggi í fullvaxna og fullfríska álft þar sem þær eru geysilega sterkir fuglar. Hætt er við að slí...
Hvað getið þið sagt mér um grísku gyðjuna Ceres?
Hér er að nokkru leyti einnig svarað spurningu Karenar Pétursdóttur: Ceres var gyðja í rómverskri goðafræði, hvert var hlutverk hennar og hver eru hennar helstu einkenni? Ceres var rómversk gyðja, ítölsk að uppruna, og var einkum dýrkuð á Aventínusarhæð í Róm. Ceres var aðallega talin tengjast sköpunarmætti nátt...
Hver er uppruni orðsins "mella"?
Orðið mella hefur fleiri en eina merkingu og er uppruninn mismunandi. Það getur merkt ‘loka, slagbrandur; lykkja’ og er þá tökuorð úr dönsku malle eða nýnorsku melle ‘hringja, sylgja’ sem aftur hafa tekið orðið að láni úr fornfrönsku maille ‘möskvi, reimargat’. Önnur merking orðsins er ‘dýr með afkvæmi sitt;...
Hversu lengi lifa flóðhestar?
Líkt og flestar aðrar dýrategundir ná flóðhestar (Hippopotamus amphibius) í haldi manna hærri aldri en þeir sem lifa villtir þar sem öldrunareinkenni reynast villtum dýrum erfið í samkeppni í náttúrunni. Sannarlega elsti flóðhestur sem sögur fara af í dýragörðum náði 67 ára aldri. Sumarið 2012 komst flóðhestur...
Af hverju skemmir sykur tennur?
Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans. Sykur auðveldar vöxt sýkla.Sykur í karamellum loðir til dæmis len...
Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?
Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...
Hvar búa dvergmörgæsir?
Dvergmörgæsir (Eudyptula minor) lifa á ströndum Nýja-Sjálands og suðurhluta Ástralíu. Í Ástralíu eru þær stundum kallaðar 'fairy penguins' og á Nýja-Sjálandi eru þær kallaðar 'little blue penguins' eða bara 'blue penguins'. Dvergmörgæsir lifa í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Dvergmörgæsir eru minnstar allra mörgæsa ...
Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?
Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...
Hefur Evrópukortið breyst mikið á liðnum öldum?
Árið 2011 töldust ríki Evrópu vera 44 auk sex ríkja sem tilheyra álfunni að hluta til eða tengjast henni í gegnum evrópska samvinnu. Um þetta má lesa í svari við spurningunni Hvaða lönd teljast til Evrópu? Sú ríkjaskipum sem sést á Evrópukortinu eins og við þekkjum það í dag er þó nokkuð frábrugðin því sem áður va...
Getið þið sagt mér frá baráttunni um El Alamein?
Oft er talað um orrustuna við El Alamein eða jafnvel orrusturnar tvær en í raun voru þrjár meginorrustur háðar við El Alamein seinni hluta ársins 1942. Sú fyrsta var 30. júní - 17. júlí þegar samveldisherinn náði að stöðva sókn möndulveldanna inn í Egyptaland, önnur orrustan var dagana 31. ágúst - 3. september þe...