Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1620 svör fundust
Voru útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni allar utan Þýskalands?
Í meginatriðum er svarið já, því að nasistar reistu allar afkastamestu búðir sínar á pólsku landsvæði. Nokkur útrýming fór þó fram í þrælkunar- og fangabúðum innan landamæra Þýskalands: Til dæmis voru rúmlega 31.000 manns tekin af lífi í Dachau, sem er skammt frá München, tæplega 57.000 í Buchenwald, sem er ré...
Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050? En 2010?
Svokallaðar mannfjöldaspár eða fólksfjöldaspár (e. population projections) eru notaðar til þess að spá fyrir um hversu margir koma til með að lifa á jörðinni í framtíðinni. Slíkar spár eru nauðsynlegar til dæmis til þess að í tíma sé hægt að leita lausna við þeim vandamálum sem fylgja fólksfjölgun, svo sem nýtingu...
Er til einhver formúla fyrir því hversu mikið má kæla bjór áður en hann frýs?
Upphaflega spurningin var: Hversu mikið má kæla bjór áður en hann byrjar að frjósa? Er einhver formúla fyrir því (sem tekur tillit til hitastigs og vínanda)? Einfalda svarið er að bjór er að miklu leyti vatn (um 90-93%) og því hegðar hann sér að mestu eins og það. Við venjulegar aðstæður frýs vatn við 0°C og bjó...
Á hvaða sviði málfræðinnar hafa mestar breytingar orðið frá forníslensku til dagsins í dag?
Einhverjar breytingar hafa orðið á öllum þáttum tungumálsins frá forníslensku og fram á okkar daga, mismiklar þó. Skipta má þessum þáttum í orðaforða, orðmyndun, hljóðkerfi og beygingarkerfi. Ýmsar breytingar hafa einnig orðið á setningagerð og er um það efni vísað til bókarinnar Íslensk tunga III eftir Höskuld Þr...
Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Svartfoss er foss í Kollafirði á Ströndum. Hvað eru margir fossar á landinu með þetta nafn?Svartfoss er skammt frá Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hann sést langt að og notuðu sjófarendur hann fyrir mið (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt Ísland I...
Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?
Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...
Nú orðið er stafurinn y ekki borinn fram 'uj' eins og forðum. Hví ekki að taka hann úr íslensku eins og með z í denn?
Á áttunda áratugnum var sett á laggirnar nefnd sem fara átti yfir íslenskar stafsetningarreglur og gera tillögur til breytinga. Ein þeirra, sem nefndin varð sammála um, var að fella stafinn z niður og skrifa í hans stað s. Þá var einnig rætt um y, ý og hvort fella skyldi þá stafi niður og rita í staðinn i, í. Ekki...
Hvernig er maður í "essinu sínu"?
Orðasambandið að vera í essinu sínu ‘vera mjög vel fyrir kallaður, njóta sín vel’ er erlent að uppruna og þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Nafnorðið ess í merkingunni ‘gott ástand’ þekkist hins vegar frá því á 17. öld. Orðasambandið hefur sennilega borist í íslensku úr dönsku være ...
Hvort á að skrifa í eða ý í í/ýtarlega, í/ýtarlegur, til hins í/ýtrasta?
Rita má hvort heldur sem er ítarlega eða ýtarlega og hvort heldur sem er ítarlegur eða ýtarlegur, samkvæmt Stafsetningarorðabókinni (2006). Ritháttur með í byggist á hugmynd um tengsl við íslenska lýsingarorðið ítur sem frá gamalli tíð merkir ‘ágætur, göfugur, fríður, glæsilegur’. Ritháttur með ý samsvarar dön...
Hvað merkir Þeista í nafninu Þeistareykir?
Í heild hljóðar spurningin svona:Langar að vita merkingu Þeist eða þeista en þar á ég við hvernig nafnið Þeistareykir er komið til. Nafnið er skrifað „þeistareykia land“ í máldaga Múlakirkju í Auðunarmáldögum 1318 (Ísl. fornbréfasafn II, 434) og er elsta dæmi um jörðina í heimildum. Nafnið er „Þeistar Reyker eð...
Halló, hæ og sæll — hafa þessar upphrópanir verið notaðar lengi eða er þetta nýlegt í málinu?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Hvaða upphrópanir hafa verið notaðir í íslensku í gegnum aldirnar til að heilsa fólki? Við notum „halló“, „hæ“ og „sæll“ í dag en það virðast vera tiltölulega nýlegt að nota þau í þessari merkingu. Erfitt er að segja um það með vissu hvenær farið var að nota upphrópanirna...
Af hverju er 1999 skrifað MCMXCIX en ekki MIM?
Eina reglan um ritun rómverskrar talna sem allir notendur þeirra mundu virða og skilja, er sú sem felur eingöngu í sér samlagningu talna sem fara lækkandi eftir röðinni. Samkvæmt henni er talan 1999 skrifuð semMDCCCCLXXXXVIIIISpyrjandi vísar hins vegar til reglunnar um frádrátt ef lægri tala kemur á undan hærri tö...
Er hægt að sanna að 0,999... = 1 með venjulegum reikningsaðferðum?
Spyrjandi setur spurningu sína upphaflega fram sem hér segir:Ég heyrði þessa skýringu á að 1 væri = 0,99.. óendanlega oft:\(x = 0,99...\) \(10x = 9,99...\) \(10x - x = 9\) eða \(9x = 9\) \(x = 1\)Er þetta rétt?Spurningin vísar í svar Jóns Kr. Arasonar við spurningunni Er talan 0,9999999... = 1? og er lesanda...
Hvar eru helstu jarðhitasvæði í útlöndum og eru þau nýtt eins og hér?
Kraftmestu jarðhitasvæði heims eru í löndum þar sem eru virk eldfjöll. Hér á landi eru kraftmestu jarðhitasvæðin, sem við köllum háhitasvæði, á gosbeltum landsins þannig að hvert háhitasvæði tengist ákveðinni eldstöð í gosbeltunum. Í eldfjallalöndum eins og Indónesíu, Japan, Papúa Nýju-Gíneu, Filippseyjum, Mexík...
Hvað eru mórar? Fylgja þeir alltaf ákveðnum fjölskyldum?
Tegundir drauga eru margar og uppruni þeirra breytilegur. Fyrsta má telja þá sem nefnast afturgöngur. Þeir ganga aftur af sjálfsdáðum til dæmis ef þeim finnst illa farið með bein sín eða ef þeir sakna peninga sinna eða annars sem þeir höfðu ofurást á í lífinu. Af þeim toga eru bæði útburðir og fépúkar. Mest kveður...