Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4701 svör fundust
Hvenær var fyrsta sjónvarpsútsendingin send út í heiminum og hvar?
Fyrsta sjónvarpsútsendingin í heiminum var í London árið 1936 á vegum breska útvarpsins, BBC (British Broadcasting Company). Maðurinn sem þróaði tæknina á bak við sjónvarpið var Sir Isaac Shoenberg. Fyrsta útsendingin sem BBC stóð fyrir var frá krýningu Georgs VI í Hyde Park. Talið er að nokkur þúsund áhorfendur h...
Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?
Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni....
Er einhver byggð á Baffinslandi?
Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðinni til Kyrrahafs. Nokkur lítil þorp o...
Hvers vegna á að forðast að borða mat úr beygluðum niðursuðudósum?
Ekki er hættulegt að borða mat úr beygluðum dósum svo framarlega sem þær eru ennþá heilar. Ef gat er á dósinni á aftur á móti ekki að borða neitt sem kemur úr henni. Ástæðan fyrir því er sú að bakteríur hafa þá átt greiða leið að innihaldinu þar sem þær geta fjölgað sér og gert matinn óætan. Ekki er hættulegt ...
Hvenær er áætlað að Cassini lendi á Titan?
Cassini geimfarinu var skotið á loft hinn 15. október árið 1997 frá Canaveral höfða í Flórída. Ferðin er samvinnuverkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA og evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Helstu markmið ferðarinnar eru að varpa nýju ljósi á eðli Satúrnusar, það er hringina, lofthjúpinn, segulhvolfið...
Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?
Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...
Er það rétt að menn geti fæðst með 3 kynlitninga, það er með 2 Y-litninga og einn X-litning?
Um eitt af hverjum 1000 lifandi fæddum sveinbörnum hefur auka Y-litning. Drengir sem fæðast með auka Y-litning skera sig ekki frá öðrum drengjum í útliti fyrir utan það að þeir eru oft hávaxnari en almennt gerist og bólugrafnari á unglingsárum. XYY-drengir eru oft mjög tápmiklir en jafnframt eru aðeins meiri líku...
Hvað er District Of Columbia? Er það ríki í Bandaríkjunum?
District of Columbia er í dag í raun það sama og bandaríska höfuðborgin Washington DC. En stafirnir DC eru einmitt skammstöfun fyrir District of Columbia. Utan Bandaríkjanna er borgin yfirleitt kölluð Washington, en fólkið sem býr þar kallar hana yfirleitt “The District”. Sögu höfuðborgar Bandaríkjanna má rekja...
Hver fann Mexíkó?
Það er ómögulegt að ákvarða hver kom fyrstur þar sem nú er Mexíkó. Frumbyggjar landsins voru indíánar sem settust að í Mexíkó fyrir 15.000 árum. Þeir komu líklega frá Asíu um Beringssund fyrir 60.000-40.000 árum. Síðan dreifðust þeir um meginland Norður- og Suður-Ameríku. Frumbyggjarnir stunduðu í fyrstu veiðar og...
Hvað er drep?
Í orðabanka Íslenskrar málstöðvar sem nálgast má á netinu er orðið drep notað sem þýðing á nokkrum hugtökum. Eitt þeirra er orðið infarction sem er notað til dæmis í sambandi við hjartaáfall og heilablóðfall, það er þegar hluti af hjarta- eða heilavef drepst vegna súrefnisskorts. Drep er líka notað yfir orðið n...
Hvaða hljómplata er mest selda plata allra tíma og hvað seldist hún í mörgum eintökum?
Mest selda hljómplata allra tíma er 'Thriller' eftir Michael Jackson. Hún hefur selst í yfir 100 milljón eintökum á heimsvísu, sem er meira en tvisvar sinnum fleiri eintökum en næsta plata á eftir. Næstu plötur í röðinni eru 'Back in Black' með AC/DC sem hefur selst í um 45 milljón eintökum, plata Pink Floyd 'T...
Hvað búa margar lífverur í heiminum, allt frá stærstu dýrum niður í minnstu pöddur?
Óhætt er að fullyrða að sumum spurningum verði seint svarað til fulls og þessi er ein af þeim. Sumir hafa þó glímt við þessa spurningu að einhverju leyti. Meðal annars hafa nokkrir fræðimenn sem starfa á Smithsonian-safninu í Washington gert tilraun til að meta fjölda einstaklinga af ætt skordýra (Insecta) við ýms...
Hversu margir eru dýrlingar kaþólsku kirkjunnar?
Dýrlingar kaþólsku kirkjunnar eru líklega um 10.000 talsins en nákvæm tala þeirra er ekki þekkt. Fyrstu dýrlingarnir voru píslarvottar sem voru píndir og teknir af lífi fyrir trú sína í árdaga kristninnar. Kaþólska kirkjan tekur menn í dýrlingatölu eftir ákveðna rannsókn á verðleikum manna. Rannsóknin er framk...
Hvað eru til margir búrhvalir í heiminum?
Búrhvalir (Physeter macrocephalus) hafa verið mikið veiddir á síðastliðnum öldum, fyrst og fremst vegna lýsis. Hægt er að skipta veiðum á búrhvölum í tvö tímabil. Hið fyrra hófst snemma á 18. öld og náði hámarki um 1830. Seinna tímabilið hófst á 3. áratug síðustu aldar og náði hámarki á þeim 7. Var þá beitt nútíma...
Hver er höfuðborg Brasilíu?
Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...