Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2746 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hver var Michel Foucault og hvert var hans framlag til vísindanna?

Michel Foucault (1926–1984) var franskur heimspekingur, en verk hans hafa haft mikil áhrif á margar greinar hug- og félagsvísinda, langt út fyrir svið heimspekinnar. Foucault fæddist í Poiters í Frakklandi 15. október 1926. Hann stundaði nám í París við École normale supérieure og lauk þaðan prófum í heimspeki og ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er klemmd taug og hverjar eru orsakirnar?

Taugar eru eins konar rafmagnskaplar gerðir úr mörgum taugaþráðum milli miðtaugakerfis (heila og mænu) og hinna ýmsu líffæra líkamans. Sumar taugar eru hreyfitaugar eða útsæknar taugar, sem flytja boð frá miðtaugakerfinu, til dæmis boð til vöðva um að hreyfa sig, til kirtla um að seyta afurðum sínum eða til hjarta...

category-iconJarðvísindi

Er annar hluti Almannagjár virkilega Norður-Ameríkuflekinn og hinn Evrasíuflekinn?

Jarðskorpa jarðar skiptist upp í fjölda brota, sem kallaðir eru jarðskorpuflekar. Nokkrir þeirra eru gríðarstórir og ná jafnvel yfir heilu heimsálfurnar. Þannig liggur heimsálfan Norður-Ameríka á Norður-Ameríkuflekanum en Evrópa og Asía eru saman á hinum víðáttumikla Evrasíufleka. Jarðskorpuflekar jarðar mætas...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?

Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...

category-iconEfnafræði

Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?

Stutta svarið Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthre...

category-iconLæknisfræði

Gagnast lyfið remdesivír við COVID-19?

Ýmis lyf, bæði gömul og ný, hafa verið prófuð við meðferð á COVID-19 en þegar þetta er skrifað (í byrjun maí 2020) hefur ekki fundist meðferð sem örugglega gagnast við sjúkdómnum. Með „gagnast“ er þá átt við lyf eða aðra meðferð sem slær verulega á sjúkdómseinkenni og fækkar dauðsföllum án þess að hafa alvarlegar ...

category-iconLæknisfræði

Er hægt að smitast tvisvar af COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Ef einstaklingur hefur smitast af kórónuveirunni 2019-nCOV. Getur hann fengið hana aftur og aftur eða? Núverandi heimsfaraldur COVID-19 (e. coronavirus disease-2019), vegna veirunnar SARS-CoV-2 (e. severe acute respiratory syndrome coronavirus 2), hefur vakið upp fjölmargar spurn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?

Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaðan er tungumálið sanskrít, hvaða þjóð talaði tungumálið og hvað er vitað um menningu þeirra?

Sanskrít er gamalt indverskt tungumál. Skrifaðar voru bækur á sanskrít meðal hindúa á Indlandi. Sanskrít var líka töluð meðal hindúa. Sanskrít er tvenns konar, eftir tímabilum, vedic sanskrít og klassíska sanskrít. Vedic var lík máli sem talað var á Norðvestur-Indlandi frá 18. öld fyrir Krist. Vedic sanskrít var t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast hákarlar á stökkla?

Það er þekkt að stökklar (Tursiops truncatus) verði fyrir árásum stórra hákarla. Helstu afræningjar stökkla eru hákarlar, háhyrningar og menn. Hákarlar ráðast gjarnan að stökklum þegar kvendýrin eru að fæða. Blóðið laðar hákarlana á staðinn. Samhjálp er mikil meðal stökkla og í hópnum eru nokkur kvendýr, eins ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?

Eins og flestum er kunnugt um eru slöngur (Serpentes) fótalausar, langar og rennilegar. Í fljótu bragði getur þess vegna verið erfitt að greina háls þeirra frá brjóstholi og meltingarholið frá halanum. Þegar nánar er að gáð er þó hægur vandi að átta sig á skilunum, til dæmis ef menn vita hvar gotraufin er, en svo ...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju er lífið til?

Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Upphaflega var fyrirspurnin svona: Ég tók þessa mynd af sveppi í Stapaselslandi í Stafholtstungum, Borgarfirði síðastliðið haust. Mig langar til að fá upplýsingar um þennan svepp, nafn og eiginleika. Sveppurinn sem um ræðir nefnist berserkjasveppur (Amanita muscaria). Á mörgum tungumálum er hann kenndur við flug...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hvítháfar orðið gamlir?

Aldursgreining á hákörlum eins og hvítháfinum (Carcharodon carcharias) er ekki auðveld. Hvítháfar vaxa alla ævi, en það er hins vegar háð búsvæði, tíðafari og kyni hversu stórir þeir verða. Aldursgreining byggð á stærð dýranna er því lítt áreiðanleg. Hvítháfar eru taldir geta orðið allt að 60 ára gamlir Sjáv...

Fleiri niðurstöður