Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1058 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hagnast Kínverjar meira en Bandaríkjamenn á viðskiptum þjóðanna?

Nokkuð snúið er að meta hve mikinn hag ein þjóð hefur af viðskiptum við aðra. Ein leið til að skoða þetta væri að reyna að áætla hve mikill kaupmáttur þjóðartekna væri hjá tiltekinni þjóð ef hún gæti ekki átt viðskipti við ákveðna aðra þjóð og bera það saman við hver kaupmátturinn er nú í raun. Svona æfingar er hæ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er Tobin-skattur? Yrði hann skaðlegur fyrir heimsbyggðina?

Þetta svar birtist á Vísindavefnum árið 2002 og var birt 17. ágúst 2011 á Evrópuvefnum í tilefni af því að Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicolas Sarkozy forseti Frakklands hafa sett fram hugmyndir um að innleiða Tobin-skatt á fjármálagjörninga og nota tekjurnar til að styrkja fjármálakerfi Evrópusambandsins...

category-iconLandafræði

Hvernig er efnahagur, menning og landslag á Fídjieyjum?

Til Fídjieyja teljast um 800 eyjar og sker. Þær liggja í Suður-Kyrrahafi um 3100 kílómetrum norðaustur af Sydney í Ástralíu. Stærstu eyjarnar heita Viti Levu og Vanua Levu. Landnám á eyjunum hófst fyrir um 3500 árum síðan og í dag er búið á meira en 100 eyjum. Talið er að fyrstu íbúarnir hafi komið frá Melanesíu s...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hver var Wernher von Braun og fyrir hvað var hann frægur?

Wernher von Braun var annar í röð þriggja sona Magnúsar von Brauns baróns og Emmy von Quistorp barónessu. Hann fæddist 23. mars árið 1912 í Wirsitz í Poznan, sem þá var hérað í Prússlandi en tilheyrir nú Póllandi. Wernher var draumóramaður frá unga aldri og hann ákvað aðeins tíu ára gamall að markmið sitt í lífinu...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?

Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er. Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður mannta...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getið þið sagt mér allt um finkur?

Finkur eru samheiti yfir smáfugla sem hafa keilulaga gogg og éta fræ. Um er að ræða nokkur hundruð tegundir sem falla undir fimm ættir og tilheyra ættbálki spörfugla (Passeriformes): Ættíslenskt heiti samkvæmtÍslenskri málstöðFringillidaefinkuættCarduelidaeþistilfinkurEmberizidaetittlingaættEstrildidaestrildi...

category-iconLandafræði

Hvar er hægt að finna upplýsingar um fjölda íbúa í sveitarfélögum eða byggðarkjörnum á Íslandi?

Vísindavefnum berast við og við spurningar um hversu margir íbúar séu í tilteknu sveitarfélagi eða þéttbýliskjarna. Hér verður farið yfir hvar hægt er að nálgast slíkar upplýsingar auk þess sem eftirfarandi spurningum er svarað:Hvað búa margir í Grundarfirði?Hvort er stærra og fjölmennara bæjarfélag, Akureyri eða ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blýeitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý? Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun....

category-iconLögfræði

Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?

Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver er munurinn á eitlum og kirtlum?

Mikill munur er á eitlum og kirtlum, bæði hvað varðar gerð og hlutverk. Kirtlar (e. glands) eru úr kirtilvef og skiptast í inn- og útkirtla (e. endocrine og exocrine). Báðar gerðir gegna því hlutverki að framleiða eitt eða fleiri efni og seyta því eða þeim síðan frá sér. Frá útkirtlum liggja rásir eða gö...

category-iconHugvísindi

Hvað er tilvistarstefna?

Stundum er sagt að tilvistarstefna, eða existensíalismi, leggi ofuráherslu á einstaklinginn en það er ofsögum sagt. Ef eitthvert íslenskt orðtak eða málsháttur ætti að vera slagorð tilvistarstefnunnar þá væri það að ,,hver sé sinnar gæfu smiður''. Tilvistarstefnan varð áhrifamikil heimspekistefna upp úr heimst...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef maður sem ekki er ofvirkur tekur rítalín? Getur hann dáið?

Rítalín er í raun aðeins ein tegund lyfja sem innihalda virka efnið metýlfenídat (enska methylphenidate). Það örvar miðtaugakerfið og svipar því til efna á borð við koffín, sem meðal annars er í kaffi, súkkulaði og mörgum gosdrykkjum, og ólöglegra vímuefna eins og amfetamíns og kókaíns. Efnasamsetning metýlfen...

category-iconHugvísindi

Hvar er hægt að finna sögu landnámsmannsins Atla grauts?

Frá Atla graut, eða Graut-Atla eins og hann er oftast kallaður, er sagt í Landnámabók. Þar kemur fram að bræðurnir Ketill og Graut-Atli, synir Þóris þiðranda, hafi farið úr Veradal í Noregi til Íslands og numið land í Fljótsdal. „Graut-Atli nam ina eystri strönd Lagarfljóts allt á milli Giljár og Vallaness fyrir v...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers konar sveppir í híbýlum eru hættulegir fólki?

Hér er væntanlega spurt um myglusveppi. Myglusveppir og gró þeirra finnast alls staðar í náttúrunni. Myglusveppir tilheyra svokölluðum sundrendum og hafa það hlutverk að brjóta niður og flýta fyrir rotnun á lífrænum leifum. Utandyra eru þeir skaðlausir en ef þeir hreiðra um sig inni í húsum, eins og stundum gerist...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju myndast öldur?

Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...

Fleiri niðurstöður