Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2083 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?

Vissulega geta rándýr drepið skjaldbökur ef tækifæri gefst. Skjöldur skjalbaka er þó afar góð vörn gegn flestum rándýrum. Mörg dæmi um það að ljón hafi reynt að brjóta skjöld landskjaldbaka í Afríku með litlum árangri. Jagúar gerir sig líklegan til að brjóta skjöld skjaldböku. Það eru einungis rándýr með af...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist ef fuglaflensan kemur til Íslands og er til eitthvert mótefni gegn henni?

Það er ekki gott að segja til um hvað gerist ef fuglaflensa berst til Íslands. Það fer væntanlega eftir því hvort um verður að ræða veiruna eins og hún er í dag eða hugsanlega stökkbreytt afbrigði. Og ef hún stökkbreytist þá fara áhrifin af því hverjir eiginleikar veirunnar verða. Algengasta smitleið fuglaflen...

category-iconJarðvísindi

Af hverju eru eyjarnar á Breiðafirði svona margar?

Breiðafjörður og Faxaflói eru hlutar af sömu lágsléttu sem er aðallega tilkomin vegna þess að landið sígur smám saman í hafið eftir því sem það fjarlægist heita reitinn — 2 cm á ári til vesturs en sama sem ekkert til austurs. Einnig á rof af völdum ísaldarjökla og öldugangs sinn þátt í myndun þessarar lágsléttu se...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kindur gáfaðar?

Ekki er hægt að svara svona beinskeyttri spurningu nema með því að bera sauðfé saman við aðrar tegundir. Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þeirra hvað snertir „gáfnafar“ eða „greind“....

category-iconVísindavefur

Af hverju vantar nefið á sfinxinn?

Egypski sfinxinn er forn goðsagnavera sem hefur líkama ljóns og mannshaus. Langþekktust er stóra sfinx-styttan sem enn stendur í Giza í Egyptalandi. Styttan er ein stærsta steinstytta í heimi; hún er 57 metra löng, 6 metra breið og 20 metra há. Hausinn er sagður vera gerður eftir mynd egypska faraósins Khaf-Ra. Pí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna er ekki líf á öllum plánetum í geiminum?

Þó svo að ekki sé vitað um líf á öðrum hnöttum gera flestir raunvísindamenn ráð fyrir þeim möguleika að einhvers staðar utan jarðarinnar sé líf að finna eins og Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um í svari sínu við spurningunni Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum? Hins vegar þekkjum við aðeins örlítið ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að heyra hárið og neglurnar vaxa?

Höfundur getur sér þess til að spurningin eigi rætur að rekja til þekkts barnalags: Ég heyri svo vel, ég heyri grasið gróa. Ég heyri svo vel, ég heyri snjóinn snjóa. Ég heyri svo vel, ég heyri orminn mjóa, heyri hárið vaxa, heyri neglurnar lengjast, heyri hjartað slá. En þá er spurningin, er þetta hægt í alv...

category-iconHugvísindi

Voru húskarlar þrælar eða höfðu þeir meira frelsi?

Frummerking orðsins húskarl virðist vera „karlmaður í þjónustu annars manns, sem er húsbóndi eða húsfreyja hans“. Ekkert eitt orð um konur samsvarar því nákvæmlega; orðið húskerling er ekki til, og húskona merkir annaðhvort „húsfreyja“ eða var notað um konu sem bjó á heimili manns án þess að vera eiginkona hans eð...

category-iconSálfræði

Hvers vegna man maður stundum draum og stundum ekki?

Vísindamenn skipta svefninum okkar í tvær gerðir sem einkennast meðal annars af mismunandi dýpt. Annars vegar er talað um svokallaðan NREM-svefn (norapid-eye-movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Þegar við sofnum á kvöldin förum við yfirleitt í grunnan NREM-svefn. Þessi svefn skiptist síðan í ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er hæsta talan sem er til?

Tölurnar eru óendanlega margar þannig að ekki er til nein hæsta tala. Ef við komum með ofsalega háa tölu þá er alltaf hægt að bæta einum við þá tölu eða margfalda þá tölu með 10 eða margfalda hana með sjálfri sér og þá erum við komin með miklu hærri tölu. Hitt er annað mál að stærsta talan sem hefur sérstakt na...

category-iconNæringarfræði

Hvað er mikill sykur í kóki?

Samkvæmt upplýsingum um næringargildi sem eru á kókflöskum og dósum eru 10,6 grömm af kolvetnum (sykri) í hverjum 100 millilítrum af gosdrykknum. Það þýðir að í hálfum lítra, sem er vinsæll skammtur af kóki, eru um 53 grömm af sykri. Í tveggja lítra flösku er sykurmagnið um 212 grömm. Til þess að átta sig betu...

category-iconStærðfræði

Af hverju er stærðfræði til?

Stærðfræðin og önnur vísindi eru til einkum af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi er gagnlegt að ráða yfir þekkingunni og skilningnum sem í þeim felst og í öðru lagi svala vísindi og þekking forvitni okkar. Seinni ástæðan gæti þó verið tengd þeirri fyrri, það er að segja að við erum kannski forvitin af því að við finn...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig uppgötvuðust svarthol?

Seint á 18. öld kom mönnum til hugar að fyrirbæri sem við nefnum í dag svarthol, væru hugsanlega til. Enski jarðfræðingurinn John Michell (1724-1793) og franski stjörnufræðingurinn Pierre-Simon Laplace (1749-1827) voru fyrstir til að fjalla um hluti sem væru svo massamiklir að ekkert slyppi úr þyngdarsviði þeirra....

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju er ekki til svarthvítur spegill?

Til að fá fram svarthvíta spegilmynd þarf aðeins að minnka lýsingu á fyrirmyndina niður í rökkurstyrk. En litleysið hefur ekkert að gera með eiginleika spegilsins heldur ræðst af virkni augna okkar. Í þeim eru tvær gerðir ljósnema, sem kallaðir eru stafir og keilur. Stafirnir gefa taugaörvun sem er vaxandi með ...

Fleiri niðurstöður