Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?

JMH

Vissulega geta rándýr drepið skjaldbökur ef tækifæri gefst. Skjöldur skjalbaka er þó afar góð vörn gegn flestum rándýrum. Mörg dæmi um það að ljón hafi reynt að brjóta skjöld landskjaldbaka í Afríku með litlum árangri.



Jagúar gerir sig líklegan til að brjóta skjöld skjaldböku.

Það eru einungis rándýr með afar sterka kjálka sem geta brotið skjöldinn á skjaldbökum. Kjálkar jagúarsins eru til dæmis óvenju öflugir og margstaðfest er að hann hafi bitið sig í gegnum skjöld. Jagúarinn er eina kattardýrið sem drepur bráð með því að bíta og mola hauskúpuna og má ætla að ekkert rándýr, nema að vera skyldi blettahýenan, sé með eins kröftuga kjálkavöðva og hann.

Að lokum má geta þess að nokkrar fuglategundir kljúfa skjöld skjaldbaka með því að fljúga með þær upp í nokkra hæð og sleppa þeim svo. Þetta gera til að mynda gullernir í Grikklandi.

Vísindavefurinn þakkar Gunnari Torfa Benediktssyni fyrir aðstoð við þetta svar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Nature

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.2.2006

Spyrjandi

Alexandra Blöndal, f. 1991

Tilvísun

JMH. „Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?“ Vísindavefurinn, 1. febrúar 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5608.

JMH. (2006, 1. febrúar). Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5608

JMH. „Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?“ Vísindavefurinn. 1. feb. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5608>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta einhver rándýr brotið skjöldinn á skjaldbökum og drepið þær?
Vissulega geta rándýr drepið skjaldbökur ef tækifæri gefst. Skjöldur skjalbaka er þó afar góð vörn gegn flestum rándýrum. Mörg dæmi um það að ljón hafi reynt að brjóta skjöld landskjaldbaka í Afríku með litlum árangri.



Jagúar gerir sig líklegan til að brjóta skjöld skjaldböku.

Það eru einungis rándýr með afar sterka kjálka sem geta brotið skjöldinn á skjaldbökum. Kjálkar jagúarsins eru til dæmis óvenju öflugir og margstaðfest er að hann hafi bitið sig í gegnum skjöld. Jagúarinn er eina kattardýrið sem drepur bráð með því að bíta og mola hauskúpuna og má ætla að ekkert rándýr, nema að vera skyldi blettahýenan, sé með eins kröftuga kjálkavöðva og hann.

Að lokum má geta þess að nokkrar fuglategundir kljúfa skjöld skjaldbaka með því að fljúga með þær upp í nokkra hæð og sleppa þeim svo. Þetta gera til að mynda gullernir í Grikklandi.

Vísindavefurinn þakkar Gunnari Torfa Benediktssyni fyrir aðstoð við þetta svar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: Nature...